Írska heilbrigðisþjónustan á hnjánum vegna tölvuvíruss Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2021 11:58 Rotunda-fæðingarsjúkrahúsið er meðal þeirra heilbrigðisstofnana sem hafa þurft að skerða þjónustu sína. Stjórnendur opinberu heilbrigðisþjónustunnar á Írlandi hafa lokað öllum tölvukerfum og afbókað fjölda læknisheimsókna í kjölfar netárásar. Paul Reid, framkvæmdastjóri HSE, segir um að ræða tilraun til að ná í gögn sem voru geymd á netþjónum, líklega til að óska lausnargjalds. Engin krafa um lausnargjald hefði borist enn sem komið er og nú væri unnið að því að „einangra“ vandann. Reid sagði að unnið væri að því með lögreglu og netöryggissérfræðingum en um væri að ræða „alþjóðlega glæpaaðgerð“. Hann bað sjúklinga og almenning afsökunar á þeim afleiðingum sem árásin kynni að hafa. Hún mun ekki hafa áhrif á bólusetningar vegna Covid-19 né þjónustu sjúkrabifreiða. Stjórnendur nokkurra spítala frestuðu göngudeildarheimsóknum eða biðluðu til sjúklinga um að mæta ekki í bókaða tíma. Stjórnendur Rotunda-fæðingasjúkrahússins í Dublin lýsti yfir neyðarástandi og frestaði öllum tímum, nema þeirra kvenna sem komnar eru 35 vikur eða lengra á leið. Framkvæmdastjóri Rotunda sagði að vart hefði orðið óvenjulegrar „umferðar“ í tölvukerfunum kl. 2 í nótt og í kjölfarið hefði fundist vírus. Allir sjúklingar væru öruggir og árásin hefði ekki haft áhrif á lífsnauðsynlegan búnað. Starfsemin á krabbameinsdeildinni í Cork er sögð „lömuð“ og þá eru öll tölvukerfi barna- og fjölskylduþjónustunnar Tusla óvirk, að því er Guardian greinir frá. Írland Heilbrigðismál Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Paul Reid, framkvæmdastjóri HSE, segir um að ræða tilraun til að ná í gögn sem voru geymd á netþjónum, líklega til að óska lausnargjalds. Engin krafa um lausnargjald hefði borist enn sem komið er og nú væri unnið að því að „einangra“ vandann. Reid sagði að unnið væri að því með lögreglu og netöryggissérfræðingum en um væri að ræða „alþjóðlega glæpaaðgerð“. Hann bað sjúklinga og almenning afsökunar á þeim afleiðingum sem árásin kynni að hafa. Hún mun ekki hafa áhrif á bólusetningar vegna Covid-19 né þjónustu sjúkrabifreiða. Stjórnendur nokkurra spítala frestuðu göngudeildarheimsóknum eða biðluðu til sjúklinga um að mæta ekki í bókaða tíma. Stjórnendur Rotunda-fæðingasjúkrahússins í Dublin lýsti yfir neyðarástandi og frestaði öllum tímum, nema þeirra kvenna sem komnar eru 35 vikur eða lengra á leið. Framkvæmdastjóri Rotunda sagði að vart hefði orðið óvenjulegrar „umferðar“ í tölvukerfunum kl. 2 í nótt og í kjölfarið hefði fundist vírus. Allir sjúklingar væru öruggir og árásin hefði ekki haft áhrif á lífsnauðsynlegan búnað. Starfsemin á krabbameinsdeildinni í Cork er sögð „lömuð“ og þá eru öll tölvukerfi barna- og fjölskylduþjónustunnar Tusla óvirk, að því er Guardian greinir frá.
Írland Heilbrigðismál Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira