Stefna á fjölmennustu Þjóðhátíð sögunnar Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 14. maí 2021 11:01 Hörður Orri og aðrir Eyjapeyjar reikna með miklum fjölda til Eyjunnar í sumar. Vísir/JóiK Eyjamenn eru stórhuga varðandi Þjóðhátíð 2021. Hún verður haldin um Verslunarmannahelgina og er reiknað með risahátíð að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Árið 2020 var Þjóðhátíðarlaust sökum kórónuveirunnar. Nú þegar ellefu vikur eru til Verslunarmannahelgar eru Eyjamenn að setja sig í stellingar. „Áætlanir stjórnvalda eru á þá leið að hér verði búið að aflétta öllum samkomutakmörkunum í júlí. Þannig að við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að halda Þjóðhátíð eins og við þekkjum hana um Verslunarmannahelgi,“ segir Hörður Örri Grettisson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Það er einn af hápunktum Þjóðhátíðar þegar kveikt er á blysunum, eða eldunum eins og segir í einu Þjóðhátíðarlaginu.Óskar P. Friðriksson „Það er alltaf mjög margt fólk um Verslunarmannahelgina. Eins og ástandið hefur verið þá erum við að reikna með risaþjóðhátíð í ágúst, jafnvel stærri þjóðhátíð en verið hefur hingað til.“ Hörður merkir mikla eftirvæntingu í Eyjum eftir að geta farið aftur niður í Dal eftir hléð í fyrra. Spenna meðal væntanlegra gesta sé líka mikil. Gæti orðið uppselt einn daginn „Eftirspurnin sem við verðum vör við er gríðarlega mikil.“ Hörður vill ekki gefa neitt uppi að svo stöddu varðandi þá listamenn sem koma fram. Tilkynnt verði um það á næstunni. Hann lofar einvalaliðið tónlistarfólks og boðar nýtt Þjóðhátíðarlag um mánaðamótin. Lífið er yndislegt með Hreimi Erni Heimissyni fagnar tuttugu ára afmæli í sumar. Hörður segir ekki útilokað að það komi að því að uppselt verði á Þjóðhátíð einn daginn. Brekkan hafi verið það þéttsetin á sunnudeginum undanfarin ár og svæðið beri ekki mikið meiri fjölda. En það verði að koma betur í ljós síðar. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Miðasala á Þjóðhátíð hefst á næstu dögum Miðasala á Þjóðhátíð hefst á allra næstu dögum.„Við hlökkum til að sjá þig í Herjólfsdal, þar sem lífið er yndislegt - á ný!“ segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. 14. maí 2021 07:53 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Sjá meira
Árið 2020 var Þjóðhátíðarlaust sökum kórónuveirunnar. Nú þegar ellefu vikur eru til Verslunarmannahelgar eru Eyjamenn að setja sig í stellingar. „Áætlanir stjórnvalda eru á þá leið að hér verði búið að aflétta öllum samkomutakmörkunum í júlí. Þannig að við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að halda Þjóðhátíð eins og við þekkjum hana um Verslunarmannahelgi,“ segir Hörður Örri Grettisson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Það er einn af hápunktum Þjóðhátíðar þegar kveikt er á blysunum, eða eldunum eins og segir í einu Þjóðhátíðarlaginu.Óskar P. Friðriksson „Það er alltaf mjög margt fólk um Verslunarmannahelgina. Eins og ástandið hefur verið þá erum við að reikna með risaþjóðhátíð í ágúst, jafnvel stærri þjóðhátíð en verið hefur hingað til.“ Hörður merkir mikla eftirvæntingu í Eyjum eftir að geta farið aftur niður í Dal eftir hléð í fyrra. Spenna meðal væntanlegra gesta sé líka mikil. Gæti orðið uppselt einn daginn „Eftirspurnin sem við verðum vör við er gríðarlega mikil.“ Hörður vill ekki gefa neitt uppi að svo stöddu varðandi þá listamenn sem koma fram. Tilkynnt verði um það á næstunni. Hann lofar einvalaliðið tónlistarfólks og boðar nýtt Þjóðhátíðarlag um mánaðamótin. Lífið er yndislegt með Hreimi Erni Heimissyni fagnar tuttugu ára afmæli í sumar. Hörður segir ekki útilokað að það komi að því að uppselt verði á Þjóðhátíð einn daginn. Brekkan hafi verið það þéttsetin á sunnudeginum undanfarin ár og svæðið beri ekki mikið meiri fjölda. En það verði að koma betur í ljós síðar.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Miðasala á Þjóðhátíð hefst á næstu dögum Miðasala á Þjóðhátíð hefst á allra næstu dögum.„Við hlökkum til að sjá þig í Herjólfsdal, þar sem lífið er yndislegt - á ný!“ segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. 14. maí 2021 07:53 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Sjá meira
Miðasala á Þjóðhátíð hefst á næstu dögum Miðasala á Þjóðhátíð hefst á allra næstu dögum.„Við hlökkum til að sjá þig í Herjólfsdal, þar sem lífið er yndislegt - á ný!“ segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. 14. maí 2021 07:53