Áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 13. maí 2021 13:28 Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir að samtökin áætli að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika hér á landi. Áætlað er að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika á Íslandi. Vísbendingar eru um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og önnur fjármunabrot, samkvæmt nýlegri könnun samtaka fjármálafyrirtækja. Í umfjöllun Kompás um skipulagða glæpastarfsemi kom fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsaki nú þaulskipulögð tryggingasvik glæpahópa á Íslandi. Einn hópurinn er grunaður um að hafa svikið úr á þriðja hundrað milljónir af íslensku tryggingafélagi. Meðlimir í hópnum er grunaðir um að hafa ekið bílum sínum ítrekað á ljósastraura af ásetningi og fengið greiddar bætur fyrir líkamstjón. Samtök fjármálafyrirtækja áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika hér á landi en það er aðeins að hluta vegna skipulagðra glæpahópa, og er þá tekið mið af tölum frá Norðurlöndunum. Katrín Júlísdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir vísbendingar um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og fjármunabrot og vísar þar til nýlegrar könnunar sem samtökin létu gera fyrir sig. „Það kannski skýrist af því að þetta er lítið til umfjöllunar og fólk áttar sig kannski minna á því hvar tjónið verður,“ segir Katrín en tryggingasvik hafa áhrif á iðgjöld almennings. Samkvæmt könnuninni mátu 62 prósent tryggingasvik sem mjög alvarleg brot en 77 prósent mátu fjárdrátt sem mjög alvarleg brot og 67 prósent skattvik mátu skattsvik mjög alvarleg. „Ef við bara berum þetta saman við skattsvik. Þetta er ekkert ósvipað. Þeir sem svíkja undan skatti eru að taka frá hinum sem greiða og það er það sama með vátryggingastarfsemi, því það er ákveðin gjaldþolskrafa, það þarf að vera til fyrir tjónunum sem eru áætluð á hverju ári og það þarf að áætla iðgjöldin þar með út frá því og þeir sem svíkja úr tryggingunum, það bitnar á þeim sem greiða,“ segir Katrín. Tryggingasvik séu ekkert annað en fjársvik og auðgunarbrot. Katrín segir að tryggingafélögin fagni auknu samstarfi við lögreglu og að tjónagagnagrunnur sem tekinn var í gagnið árið 2019, að norskri fyrirmynd, hjálpi félögunum í baráttunni. Kompás Tryggingar Lögreglumál Efnahagsmál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Í umfjöllun Kompás um skipulagða glæpastarfsemi kom fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsaki nú þaulskipulögð tryggingasvik glæpahópa á Íslandi. Einn hópurinn er grunaður um að hafa svikið úr á þriðja hundrað milljónir af íslensku tryggingafélagi. Meðlimir í hópnum er grunaðir um að hafa ekið bílum sínum ítrekað á ljósastraura af ásetningi og fengið greiddar bætur fyrir líkamstjón. Samtök fjármálafyrirtækja áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika hér á landi en það er aðeins að hluta vegna skipulagðra glæpahópa, og er þá tekið mið af tölum frá Norðurlöndunum. Katrín Júlísdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir vísbendingar um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og fjármunabrot og vísar þar til nýlegrar könnunar sem samtökin létu gera fyrir sig. „Það kannski skýrist af því að þetta er lítið til umfjöllunar og fólk áttar sig kannski minna á því hvar tjónið verður,“ segir Katrín en tryggingasvik hafa áhrif á iðgjöld almennings. Samkvæmt könnuninni mátu 62 prósent tryggingasvik sem mjög alvarleg brot en 77 prósent mátu fjárdrátt sem mjög alvarleg brot og 67 prósent skattvik mátu skattsvik mjög alvarleg. „Ef við bara berum þetta saman við skattsvik. Þetta er ekkert ósvipað. Þeir sem svíkja undan skatti eru að taka frá hinum sem greiða og það er það sama með vátryggingastarfsemi, því það er ákveðin gjaldþolskrafa, það þarf að vera til fyrir tjónunum sem eru áætluð á hverju ári og það þarf að áætla iðgjöldin þar með út frá því og þeir sem svíkja úr tryggingunum, það bitnar á þeim sem greiða,“ segir Katrín. Tryggingasvik séu ekkert annað en fjársvik og auðgunarbrot. Katrín segir að tryggingafélögin fagni auknu samstarfi við lögreglu og að tjónagagnagrunnur sem tekinn var í gagnið árið 2019, að norskri fyrirmynd, hjálpi félögunum í baráttunni.
Kompás Tryggingar Lögreglumál Efnahagsmál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira