„Ísrael er ekki að verja sig, þeir eru að ráðast á annað fólk“ Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 12:42 83 Palestínumenn hafa fallið á Gasa-svæðinu en sautján börn eru á meðal hinna látnu. Sjö hafa látist í Ísrael, þar af sex ára barn sem lést í eldflaugaárás. Getty/Majdi Fathi Fyrrum stjórnarmaður í félaginu Ísland-Palestína segir stöðuna á Gasa-svæðinu ekki koma fólki í opna skjöldu þar sem Ísrael ráðist yfirleitt til atlögu í hvert skipti sem Palestínumenn minni á sig. Ekki sé hægt að tala um átök milli herja, heldur mun frekar árás Ísraela á minnimáttar. 83 Palestínumenn hafa fallið á Gasasvæðinu frá því að átök brutust út á mánudag samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa og sjö í Ísrael. Samkvæmt AP-fréttaveitunni eru sautján börn meðal hinna látnu á Gasasvæðinu og hátt í fimm hundruð særðir. „Þessi átök sem eru núna eru framhald af miklu lengri sögu sem helgast af því að Ísrael hefur yfirtekið Vesturbakkann með því að senda þangað fullt af landnemum sem hafa bolað burtu Palestínumönnum. Það sem er að gerast í Austur-Jerúsalem er að það er verið að hrekja fólk af heimilum sínum til þess að flytja þar inn Gyðinga,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, fyrrum stjórnarmaður í félaginu Ísland-Palestína. „Nú þegar þetta gerist, á trúarhátíð múslima, er að það er áframhald af þessum aðgerðum Ísraels að henda fólki af heimilum sínum og yfirtaka þau.“ Kemur ekki á óvart í ljósi sögunnar Hann segir gefa augaleið að þegar ísraelska lögreglan réðist inn í al-Asqa moskuna, sem staðsett er á Musterishæð í Jerúsalem, þegar múslimar voru við bænahald hafi það verið vísvitandi ögrun. Vaxandi spenna hafði verið vegna áforma yfirvalda í Ísrael um að reka Palestínumenn frá Shaikh Jarrah-hverfi Austur-Jerúsalem sem ísraelskir landtökumenn hafa sölsað undir sig. „Síðan bætist það við að Hamas á Gasa-svæðinu lýstu því yfir við Ísraelsstjórn að ef ekki yrði hætt við þessar aðgerðir, að henda fólki á götuna í Austur-Jerúsalem, að þá myndi Hamas svara og þá með sínum flugskeytum sem þeir hafa sent yfir til Ísrael. Það kallar alltaf á rosaleg viðbrögð hjá Ísrael; þeir eru búnir að senda fleiri tugi orrustuflugvéla til þess að varpa sprengjum á Gasa – þetta þéttbýla svæði,“ segir Hjálmtýr. Hann segir stöðuna ekki koma neinum sem fylgst hefur með málefnum Palestínu á óvart. „Þetta er ekkert nýtt, þetta kemur okkur ekkert í opna skjöldu. Þetta er framhald af því ástandi sem hefur ríkt allt frá stofnun Ísraelsríkis.“ Hjálmtýr Heiðdal segir ekki um átök jafnvígra að ræða. Það sýni sig vel í fjölda þeirra Palestínumanna sem hafa fallið samanborið við fjölda Ísraela. Hefndaraðgerðir í engu hlutfalli við völd Ísraels Hjálmtýr heimsótti Gasa í kjölfar árásanna árið 2008 og 2009 og segist hafa séð þar svart á hvítu afleiðingarnar. Það skipti engu máli hvort talað sé um 2009, 2014 eða 2021 – sagan sé alltaf sú sama. „Í hvert skipti sem Palestínumenn láta vita af sér kemur rosaleg hefndaraðgerð sem er í engu hlutfalli við þau völd sem eru þarna á svæðinu,“ segir Hjálmtýr. „Það eru Ísraelar sem hafa yfirgnæfandi herstyrk og í rauninni hafa Palestínumenn engan her, þeir hafa léttvopnaðar sveitir og þessi heimatilbúnu flugskeyti sín sem virðast hafa gert einhvern skaða.“ Hann segir því varla hægt að tala um átök. Þarna sé Ísrael að ráðast á minni máttar og það sýni sig best í fjölda þeirra sem fallið hefur á Gasa samanborið við mannfall í Ísrael. Palestínumenn hafi enga aðstöðu til þess að verjast gegn einum sterkasta her í heimi og því sé málflutningur leiðtoga vestrænna ríkja um rétt Ísraels til að verja sig fjarstæðukenndur. „Það er ætíð sagt, í svipuðum dúr og Biden og utanríkisráðherra Bandaríkjanna segja núna, að Ísrael hafi rétt til þess að verja sig. Þetta er ekkert spurning um það að Ísrael sé að verja sig, þeir eru árásaraðilinn. Ísrael er ekki að verja sig, þeir eru að ráðast á annað fólk.“ Palestína Ísrael Tengdar fréttir Óttast að nýtt stríð brjótist út á Gasa Embættismenn Sameinuðu þjóðanna óttast að nýtt stríð muni brjótast út á Gasa-ströndinni. Rúmlega þúsund eldflaugum hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og her Ísraels hefur gert hundruð loftárása á Gasa, sem er eitt þéttbýlasta svæði heimsins, og hafa minnst tvo fjölbýlishús verið jöfnuð við jörðu. 12. maí 2021 12:10 Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53 Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
83 Palestínumenn hafa fallið á Gasasvæðinu frá því að átök brutust út á mánudag samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa og sjö í Ísrael. Samkvæmt AP-fréttaveitunni eru sautján börn meðal hinna látnu á Gasasvæðinu og hátt í fimm hundruð særðir. „Þessi átök sem eru núna eru framhald af miklu lengri sögu sem helgast af því að Ísrael hefur yfirtekið Vesturbakkann með því að senda þangað fullt af landnemum sem hafa bolað burtu Palestínumönnum. Það sem er að gerast í Austur-Jerúsalem er að það er verið að hrekja fólk af heimilum sínum til þess að flytja þar inn Gyðinga,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, fyrrum stjórnarmaður í félaginu Ísland-Palestína. „Nú þegar þetta gerist, á trúarhátíð múslima, er að það er áframhald af þessum aðgerðum Ísraels að henda fólki af heimilum sínum og yfirtaka þau.“ Kemur ekki á óvart í ljósi sögunnar Hann segir gefa augaleið að þegar ísraelska lögreglan réðist inn í al-Asqa moskuna, sem staðsett er á Musterishæð í Jerúsalem, þegar múslimar voru við bænahald hafi það verið vísvitandi ögrun. Vaxandi spenna hafði verið vegna áforma yfirvalda í Ísrael um að reka Palestínumenn frá Shaikh Jarrah-hverfi Austur-Jerúsalem sem ísraelskir landtökumenn hafa sölsað undir sig. „Síðan bætist það við að Hamas á Gasa-svæðinu lýstu því yfir við Ísraelsstjórn að ef ekki yrði hætt við þessar aðgerðir, að henda fólki á götuna í Austur-Jerúsalem, að þá myndi Hamas svara og þá með sínum flugskeytum sem þeir hafa sent yfir til Ísrael. Það kallar alltaf á rosaleg viðbrögð hjá Ísrael; þeir eru búnir að senda fleiri tugi orrustuflugvéla til þess að varpa sprengjum á Gasa – þetta þéttbýla svæði,“ segir Hjálmtýr. Hann segir stöðuna ekki koma neinum sem fylgst hefur með málefnum Palestínu á óvart. „Þetta er ekkert nýtt, þetta kemur okkur ekkert í opna skjöldu. Þetta er framhald af því ástandi sem hefur ríkt allt frá stofnun Ísraelsríkis.“ Hjálmtýr Heiðdal segir ekki um átök jafnvígra að ræða. Það sýni sig vel í fjölda þeirra Palestínumanna sem hafa fallið samanborið við fjölda Ísraela. Hefndaraðgerðir í engu hlutfalli við völd Ísraels Hjálmtýr heimsótti Gasa í kjölfar árásanna árið 2008 og 2009 og segist hafa séð þar svart á hvítu afleiðingarnar. Það skipti engu máli hvort talað sé um 2009, 2014 eða 2021 – sagan sé alltaf sú sama. „Í hvert skipti sem Palestínumenn láta vita af sér kemur rosaleg hefndaraðgerð sem er í engu hlutfalli við þau völd sem eru þarna á svæðinu,“ segir Hjálmtýr. „Það eru Ísraelar sem hafa yfirgnæfandi herstyrk og í rauninni hafa Palestínumenn engan her, þeir hafa léttvopnaðar sveitir og þessi heimatilbúnu flugskeyti sín sem virðast hafa gert einhvern skaða.“ Hann segir því varla hægt að tala um átök. Þarna sé Ísrael að ráðast á minni máttar og það sýni sig best í fjölda þeirra sem fallið hefur á Gasa samanborið við mannfall í Ísrael. Palestínumenn hafi enga aðstöðu til þess að verjast gegn einum sterkasta her í heimi og því sé málflutningur leiðtoga vestrænna ríkja um rétt Ísraels til að verja sig fjarstæðukenndur. „Það er ætíð sagt, í svipuðum dúr og Biden og utanríkisráðherra Bandaríkjanna segja núna, að Ísrael hafi rétt til þess að verja sig. Þetta er ekkert spurning um það að Ísrael sé að verja sig, þeir eru árásaraðilinn. Ísrael er ekki að verja sig, þeir eru að ráðast á annað fólk.“
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Óttast að nýtt stríð brjótist út á Gasa Embættismenn Sameinuðu þjóðanna óttast að nýtt stríð muni brjótast út á Gasa-ströndinni. Rúmlega þúsund eldflaugum hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og her Ísraels hefur gert hundruð loftárása á Gasa, sem er eitt þéttbýlasta svæði heimsins, og hafa minnst tvo fjölbýlishús verið jöfnuð við jörðu. 12. maí 2021 12:10 Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53 Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Óttast að nýtt stríð brjótist út á Gasa Embættismenn Sameinuðu þjóðanna óttast að nýtt stríð muni brjótast út á Gasa-ströndinni. Rúmlega þúsund eldflaugum hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og her Ísraels hefur gert hundruð loftárása á Gasa, sem er eitt þéttbýlasta svæði heimsins, og hafa minnst tvo fjölbýlishús verið jöfnuð við jörðu. 12. maí 2021 12:10
Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53
Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01