Gerir ekki kröfu um að Kolbeinn segi af sér eða fari í leyfi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. maí 2021 17:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, telur Kolbein Óttarson Proppé hafa tekið rétta ákvörðun með því að draga framboð sitt til baka. vísir/samsett Formaður Vinstri grænna telur að Kolbeinn Óttarsson Proppé hafi tekið rétta ákvörðun með því að draga til baka framboð sitt í prófkjöri flokksins eftir að kvartað var undan hegðun hans til fagráðs flokksins. Hún telur þó ekki ástæðu til þess að hann fari í leyfi eða segi af sér þingmennsku. Í yfirlýsingu sem Kolbeinn birti á Facebook í gær rekur hann sögu framkomu sinnar gagnvart konum og greinir frá því að kvartað hafi verið undan hegðuninni til fagráðs Vinstri Grænna. Engu að síður hafi hann ákveðið að gefa kost á sér í forvali flokksins í Reykjavík. Umræðan undanfarið hafi leitt hann til endurskoðunar á því og hefur hann nú dregið framboð sitt til baka. Formaður Vinstri Grænna styður ákvörðunina. „Ég virði þá ákvörðun og tel að hann hafi tekið rétta ákvörðun,“ segir Katrín. Í svörum frá framkvæmdastjóra flokksins segir að ekki sé grunur um refsivert athæfi í málinu. Þetta sé jafnframt eina málið sem borist hafi fagráðinu frá því að það tók til starfa árið 2019. Katrín segir kvörtunina hafa borist á vormánuðum. „Og ég fékk upplýsingar um hana skömmu síðar. En fyrirkomulagið er þannig að fagráðið er bundið trúnaði gagnvart aðilum. Þannig að í raun og veru er fyrirkomulagið þannig að formaður er bara upplýstur um að það sé mál til skoðunar,“ segir Katrín. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framboð Kolbeins þar sem málið væri í réttum farvegi. Hún segir agavirðurlög ekki fylgja meðferð fagráðsins. „Heldur snýst þetta um að fólk fari yfir sín mál og skoði þau og geri breytingar til úrbóta.“ Hún telur ekki tilefni til þess að hann fari í leyfi eða segi af sér þingmennsku. „Ég geri ekki kröfu um það. Hann hefur tekið ákvörðun um að sækjast ekki eftir þingmennsku aftur og ég lít svo á að hann sé þá að axla ábyrgð.“ Alþingi MeToo Vinstri græn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Í yfirlýsingu sem Kolbeinn birti á Facebook í gær rekur hann sögu framkomu sinnar gagnvart konum og greinir frá því að kvartað hafi verið undan hegðuninni til fagráðs Vinstri Grænna. Engu að síður hafi hann ákveðið að gefa kost á sér í forvali flokksins í Reykjavík. Umræðan undanfarið hafi leitt hann til endurskoðunar á því og hefur hann nú dregið framboð sitt til baka. Formaður Vinstri Grænna styður ákvörðunina. „Ég virði þá ákvörðun og tel að hann hafi tekið rétta ákvörðun,“ segir Katrín. Í svörum frá framkvæmdastjóra flokksins segir að ekki sé grunur um refsivert athæfi í málinu. Þetta sé jafnframt eina málið sem borist hafi fagráðinu frá því að það tók til starfa árið 2019. Katrín segir kvörtunina hafa borist á vormánuðum. „Og ég fékk upplýsingar um hana skömmu síðar. En fyrirkomulagið er þannig að fagráðið er bundið trúnaði gagnvart aðilum. Þannig að í raun og veru er fyrirkomulagið þannig að formaður er bara upplýstur um að það sé mál til skoðunar,“ segir Katrín. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framboð Kolbeins þar sem málið væri í réttum farvegi. Hún segir agavirðurlög ekki fylgja meðferð fagráðsins. „Heldur snýst þetta um að fólk fari yfir sín mál og skoði þau og geri breytingar til úrbóta.“ Hún telur ekki tilefni til þess að hann fari í leyfi eða segi af sér þingmennsku. „Ég geri ekki kröfu um það. Hann hefur tekið ákvörðun um að sækjast ekki eftir þingmennsku aftur og ég lít svo á að hann sé þá að axla ábyrgð.“
Alþingi MeToo Vinstri græn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira