Reglulegar eftirlitsferðir vegna eldhættu víða um land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2021 18:41 Slökkviliðið við störf þegar eldur kom upp í Guðmundarlundi í Kópavogi í gær. Vísir/Vilhelm Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. Þetta kom fram í máli Rögnvalds Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Almannavörnum, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við erum búin að lýsa yfir almannavarnastigi og viðbragðsaðilar eru í startholunum. Það er búið að setja á vaktir sums staðar þar sem alla jafna eru ekki vaktir, færa til ýmis tæki og tól svo þau séu nær og auðveldara að grípa til þeirra ef á þarf að halda, lögregla er búin að bæta við eftirlitsferðir um þessi svæði og auk þess er slökkvilið farið að fara í eftirlitsferðir um þessi svæði. Þannig það er ýmislegt verið að gera,“ segir Rögnvaldur. Hann segir það einsdæmi að jafn víða sé hættan á gróðureldum svona mikil hér á landi og að margir slökkviliðsstjórar hafi lagt blátt bann við meðferð á opnum eldi innan sinna umdæma. Hann telur þá að þó almenningur taki tilmælunum vel og fylgi þeim að mestu virðist fólk ekki átta sig alveg á hættunni sem getur skapast við lítið tilefni. Lítill neisti, til dæmis út frá vinnuvélum, geti leitt til mikils báls. „Þetta er oft bara lítil viðhaldsvinna sem er verið að sinna, sem fólk gerir dagsdaglega og hefur gert hundrað sinnum áður. Núna er gróðurinn bara svo skrælþurr að hann tekur rosalega vel við svona neistum og stækkar þá hratt.“ Hringja fyrst í 112 Rögnvaldur segir að fólk verði að reyna að koma í veg fyrir að gróðureldar kvikni, með öllum ráðum. „Það eru mjög góðar upplýsingar inni á gróðureldar.is um hvað er hægt að gera, eins og til dæmis í kringum sumarhúsin. Eitt af því sem bent er á er að vera með góða slöngu, helst að hún nái tvo hringi í kring um húsið, og bleyta í gróðrinum sem er þar við.“ Hann segir þá að gott geti verið að grynnka á gróðrinum, en helst eigi að nota handverkfæri í stað bensínknúinna tækja. Slík tæki geti skapað eldhættu. Þá er mikilvægt að vita hvernig bregðast eigi við ef eldur kemur upp. „Fyrsta er að hringja í 112 og láta vita, og svo vara fólk sem er í grennd við svo fólk hafi tækifæri til að forða sér. Svona hlutir geta gerst mjög hratt. Að sjálfsögðu að reyna að slökkva eldinn ef fólk hefur tök á því, annars bara að reyna að forða sér.“ Gróðureldar á Íslandi Slökkvilið Almannavarnir Tengdar fréttir Slökkviliðið sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði þar sem logar gróðureldur. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í stuttu samtali við Vísi. 11. maí 2021 15:29 Gróðureldar loga á Vatnsleysuströnd Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. 11. maí 2021 14:13 Brennheitt gjallið kveikir gróðurelda fjarri gígnum Glóandi gjall, sem þeytist hátt til himins úr eldgígnum á Fagradalsfjalli, hefur náð að kveikja gróðurelda í yfir eins kílómetra fjarlægð og var gossvæðið af þeim sökum lokað í dag. Kapp er nú lagt á bæta göngustíginn vegna tíðra slysa, með tveimur til þremur ökklabrotum á dag. 10. maí 2021 21:32 Heiðmörk opin en reykingar bannaðar Göngustígar og akvegir í Heiðmörk eru opnir gestum þrátt fyrir gróðureldinn sem geisaði á þriðjudaginn. Reykingar og hvers kyns meðferð elds eða eldfæra er bönnuð í Heiðmörk á meðan veður er jafn þurrt og nú er. Gestir friðlandsins eru hvattir hugsa vel um náttúruna. 6. maí 2021 14:11 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Þetta kom fram í máli Rögnvalds Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Almannavörnum, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við erum búin að lýsa yfir almannavarnastigi og viðbragðsaðilar eru í startholunum. Það er búið að setja á vaktir sums staðar þar sem alla jafna eru ekki vaktir, færa til ýmis tæki og tól svo þau séu nær og auðveldara að grípa til þeirra ef á þarf að halda, lögregla er búin að bæta við eftirlitsferðir um þessi svæði og auk þess er slökkvilið farið að fara í eftirlitsferðir um þessi svæði. Þannig það er ýmislegt verið að gera,“ segir Rögnvaldur. Hann segir það einsdæmi að jafn víða sé hættan á gróðureldum svona mikil hér á landi og að margir slökkviliðsstjórar hafi lagt blátt bann við meðferð á opnum eldi innan sinna umdæma. Hann telur þá að þó almenningur taki tilmælunum vel og fylgi þeim að mestu virðist fólk ekki átta sig alveg á hættunni sem getur skapast við lítið tilefni. Lítill neisti, til dæmis út frá vinnuvélum, geti leitt til mikils báls. „Þetta er oft bara lítil viðhaldsvinna sem er verið að sinna, sem fólk gerir dagsdaglega og hefur gert hundrað sinnum áður. Núna er gróðurinn bara svo skrælþurr að hann tekur rosalega vel við svona neistum og stækkar þá hratt.“ Hringja fyrst í 112 Rögnvaldur segir að fólk verði að reyna að koma í veg fyrir að gróðureldar kvikni, með öllum ráðum. „Það eru mjög góðar upplýsingar inni á gróðureldar.is um hvað er hægt að gera, eins og til dæmis í kringum sumarhúsin. Eitt af því sem bent er á er að vera með góða slöngu, helst að hún nái tvo hringi í kring um húsið, og bleyta í gróðrinum sem er þar við.“ Hann segir þá að gott geti verið að grynnka á gróðrinum, en helst eigi að nota handverkfæri í stað bensínknúinna tækja. Slík tæki geti skapað eldhættu. Þá er mikilvægt að vita hvernig bregðast eigi við ef eldur kemur upp. „Fyrsta er að hringja í 112 og láta vita, og svo vara fólk sem er í grennd við svo fólk hafi tækifæri til að forða sér. Svona hlutir geta gerst mjög hratt. Að sjálfsögðu að reyna að slökkva eldinn ef fólk hefur tök á því, annars bara að reyna að forða sér.“
Gróðureldar á Íslandi Slökkvilið Almannavarnir Tengdar fréttir Slökkviliðið sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði þar sem logar gróðureldur. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í stuttu samtali við Vísi. 11. maí 2021 15:29 Gróðureldar loga á Vatnsleysuströnd Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. 11. maí 2021 14:13 Brennheitt gjallið kveikir gróðurelda fjarri gígnum Glóandi gjall, sem þeytist hátt til himins úr eldgígnum á Fagradalsfjalli, hefur náð að kveikja gróðurelda í yfir eins kílómetra fjarlægð og var gossvæðið af þeim sökum lokað í dag. Kapp er nú lagt á bæta göngustíginn vegna tíðra slysa, með tveimur til þremur ökklabrotum á dag. 10. maí 2021 21:32 Heiðmörk opin en reykingar bannaðar Göngustígar og akvegir í Heiðmörk eru opnir gestum þrátt fyrir gróðureldinn sem geisaði á þriðjudaginn. Reykingar og hvers kyns meðferð elds eða eldfæra er bönnuð í Heiðmörk á meðan veður er jafn þurrt og nú er. Gestir friðlandsins eru hvattir hugsa vel um náttúruna. 6. maí 2021 14:11 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Slökkviliðið sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði þar sem logar gróðureldur. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í stuttu samtali við Vísi. 11. maí 2021 15:29
Gróðureldar loga á Vatnsleysuströnd Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. 11. maí 2021 14:13
Brennheitt gjallið kveikir gróðurelda fjarri gígnum Glóandi gjall, sem þeytist hátt til himins úr eldgígnum á Fagradalsfjalli, hefur náð að kveikja gróðurelda í yfir eins kílómetra fjarlægð og var gossvæðið af þeim sökum lokað í dag. Kapp er nú lagt á bæta göngustíginn vegna tíðra slysa, með tveimur til þremur ökklabrotum á dag. 10. maí 2021 21:32
Heiðmörk opin en reykingar bannaðar Göngustígar og akvegir í Heiðmörk eru opnir gestum þrátt fyrir gróðureldinn sem geisaði á þriðjudaginn. Reykingar og hvers kyns meðferð elds eða eldfæra er bönnuð í Heiðmörk á meðan veður er jafn þurrt og nú er. Gestir friðlandsins eru hvattir hugsa vel um náttúruna. 6. maí 2021 14:11