Hjarðónæmi ekki síst mikilvægt fyrir þá sem geta ekki þegið bólusetningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2021 11:45 Þórólfur sagðist gera ráð fyrir að 60 til 70 prósenta markið næðist í júní. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstarfsmaðurinn sem greindist fyrir norðan var ekki bólusettur þar sem hann er einn þeirra sem getur ekki þegið bólusetningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta eina ástæðu þess að mikilvægt sé að hámarka fjölda bólusettra. „Það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að fá þetta samfélagslega ónæmi, vegna þess að það er fólk þarna sem er ekki hægt að bólusetja, má ekki bólusetja einhverra hluta vegna, og þá erum við sem erum bólusett í krinum þau; við verjum þau með því. Það er það sem þetta hjarðónæmi gengur út á,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Sagði hann miðað við að hjarðónæmi næðist við 60 til 70 prósent og að það myndi ekki nást fyrr en í júní í fyrsta lagi. Sóttvarnalæknir sagði kallaði það skrýtna pólitík ef Bandaríkjamenn hygðust ekki ætla að hleypa einstaklingum bólusettum með bóluefninu frá AstraZeneca. Þeir væru sjálfir búnir að framkvæma rannsóknir sem sýndu fram á virkni efnisins. „Já, það er ennþá þörf fyrir það,“ svaraði sóttvarnalæknir þegar hann var spurður hvort það væri enn nauðsynlegt að halda tveggja metra fjarlægð á sama tíma og grímuskylda væri í gildi. „Við erum með afbrigði í gangi sem hefur verið að leggjast þyngra á yngra fólk erlendis, þó það hafi ekki gert það hér. Við höfum bara náð að halda veirunni það mikið í skefjum að við höfum ekki fengið neina útbreiðslu. Og við erum ekki búin að ná þessu hjarðónæmi þannig að við getum fengið stóra hópsýkingu og jafnvel nýja bylgju áður en við er litið. Og af yngra fólki. Og við erum að sjá fréttir erlendis frá; alls staðar í Evrópu, á Norðurlöndunum, í Svíþjóð, Noregi, Danmörku… þetta er að ganga betur hjá þeim núna en allar þessar þjóðir hafa verið með miklu meira af innlögnum af yngra fólki núna heldur en með fyrri afbrigði. Þannig að við erum ennþá bara í þessu. Þetta er ekki búið fyrr en við erum búin að ná góðu hjarðónæmi og þá getum við farið að slaka verulega á.“ Um grímunotkunina sagði Þórólfur einnota grímur hætta að virka eftir nokkurn tíma. Þær gerðu ekki mikið gagn ef þær væru ekki notaðar rétt en það væri ef til vill ekki aðal málið núna. Fólk þyrfti að slaka á og leyfa tímanum að líða þar til hjarðónæmi næðist. Fólk virtist skiptast í hópa eftir því hvort það væri með eða á móti grímum. „Sumir vilja hafa grímurnar og aðrir ekki en ég held að fólk ætti bara aðeins að reyna að róa sig yfir þessu,“ sagði hann um gagnrýni á grímuskylduna. Sagði Þórólfur sérstaklega mikilvægt að passa sig þegar menn væru veikir eða með einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
„Það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að fá þetta samfélagslega ónæmi, vegna þess að það er fólk þarna sem er ekki hægt að bólusetja, má ekki bólusetja einhverra hluta vegna, og þá erum við sem erum bólusett í krinum þau; við verjum þau með því. Það er það sem þetta hjarðónæmi gengur út á,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Sagði hann miðað við að hjarðónæmi næðist við 60 til 70 prósent og að það myndi ekki nást fyrr en í júní í fyrsta lagi. Sóttvarnalæknir sagði kallaði það skrýtna pólitík ef Bandaríkjamenn hygðust ekki ætla að hleypa einstaklingum bólusettum með bóluefninu frá AstraZeneca. Þeir væru sjálfir búnir að framkvæma rannsóknir sem sýndu fram á virkni efnisins. „Já, það er ennþá þörf fyrir það,“ svaraði sóttvarnalæknir þegar hann var spurður hvort það væri enn nauðsynlegt að halda tveggja metra fjarlægð á sama tíma og grímuskylda væri í gildi. „Við erum með afbrigði í gangi sem hefur verið að leggjast þyngra á yngra fólk erlendis, þó það hafi ekki gert það hér. Við höfum bara náð að halda veirunni það mikið í skefjum að við höfum ekki fengið neina útbreiðslu. Og við erum ekki búin að ná þessu hjarðónæmi þannig að við getum fengið stóra hópsýkingu og jafnvel nýja bylgju áður en við er litið. Og af yngra fólki. Og við erum að sjá fréttir erlendis frá; alls staðar í Evrópu, á Norðurlöndunum, í Svíþjóð, Noregi, Danmörku… þetta er að ganga betur hjá þeim núna en allar þessar þjóðir hafa verið með miklu meira af innlögnum af yngra fólki núna heldur en með fyrri afbrigði. Þannig að við erum ennþá bara í þessu. Þetta er ekki búið fyrr en við erum búin að ná góðu hjarðónæmi og þá getum við farið að slaka verulega á.“ Um grímunotkunina sagði Þórólfur einnota grímur hætta að virka eftir nokkurn tíma. Þær gerðu ekki mikið gagn ef þær væru ekki notaðar rétt en það væri ef til vill ekki aðal málið núna. Fólk þyrfti að slaka á og leyfa tímanum að líða þar til hjarðónæmi næðist. Fólk virtist skiptast í hópa eftir því hvort það væri með eða á móti grímum. „Sumir vilja hafa grímurnar og aðrir ekki en ég held að fólk ætti bara aðeins að reyna að róa sig yfir þessu,“ sagði hann um gagnrýni á grímuskylduna. Sagði Þórólfur sérstaklega mikilvægt að passa sig þegar menn væru veikir eða með einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira