Aðgerðir til að verjast uppgangi skipulagðra glæpahópa Karl Gauti Hjaltason skrifar 7. maí 2021 18:01 Umræða um uppgang skipulagðra glæpahópa hefur verið áberandi undanfarið. Hættan sem steðjar að þessari vá er þó ekki nýtilkomin og ábendingar hafa margítrekað komið frá lögreglu. Alvarlegasta ógnin að náttúruhamförum frátöldum Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ritað ítarlegar skýrslur þar sem vaxandi áhættu er líst. Í síðustu skýrslunni, sem er frá 2019 segir: „Að náttúruhamförum frátöldum telur greiningardeild ríkislögreglustjóra skipulagða glæpastarfsemi alvarlegustu ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Skipulögð glæpastarfsemi hefur áhrif á líf og heilsu fólks og samfélagið í heild …“ Skýrar er vart unnt að tala. Áhrif af starfsemi þessara hópa eru margvísleg og ekki öll augljós: „Áhrif skipulagðrar glæpastarfsemi á samfélagið eru margvísleg og öll neikvæð. Það á við um tíðni afbrota, alvarleika þeirra, neikvæð áhrif á viðskiptalíf og vinnumarkað, þar á meðal skekkta samkeppnisstöðu og fjártjón fyrirtækja, tekjumissi hins opinbera auk þess sem skipulagðri brotastarfsemi fylgir ofbeldi sem verður til þess að draga almennt úr öryggi í samfélaginu.“ Geta lögreglunnar Niðurstaða greiningardeildarinnar er einnig sú að staða löggæslumála sé með þeim hætti að geta hennar til að takast á við skipulagða glæpastarfsemi er mjög lítil. Benda þeir á ýmsar leiðir til að takast á við þessa ógn, nauðsynlegt sé að fjölga lögreglumönnum við rannsóknir á glæpum á þessu sviði en þarf að fjölga almennum lögreglumönnum svo unnt sé að sinna frumkvæðislöggæslu við afbrotavarnir, sem oft leiða til uppljóstrunar brota af þessu tagi. Skýrslubeiðni um aðgerðir Fyrir skömmu samþykkti Alþingi samhljóða beiðni mín um að dómsmálaráðherra skilaði skýrslu um uppgang skipulagðra glæpahópa á Íslandi og viðbrögð við því. Þar verði gerð grein fyrir þeim aðgerðum sem hefur verið ráðist í og fyrirhugaðar eru til að vinna gegn uppgangi skipulagðrar glæpastarfsemi. Tilefnið er ærið að fá upplýst til hvaða úrræða hefur verið gripið í tilefni af viðvörunum greiningardeildarinnar, svo alvarlegar hafa þær verið. Rannsóknarúrræði Mikilvægt er að greint verði frá því hvort ábendingum greiningardeildar um rýmkuð rannsóknarúrræði lögreglu hafi verið tekin til skoðunar og þá tekið mið af því sem tíðkast í nágrannalöndunum. Þá þarf að upplýsa hvort aukin áhersla hafi verið lögð á farþegalistagreiningar við landamæraeftirlit og hvort til standi að auðvelda brottvísanir erlendra aðila sem verða uppvísir að afbrotum sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Misnotkun af margvíslegum toga Í beiðninni er þess einnig óskað að upplýst verði hvort gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að þeir sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi kunni, sökum bágrar félagsstöðu, að sæta misnotkun og kúgunum af ýmsum toga svo sem mansali og hvaða aðgerðir eru áformaðar til að vinna gegn slíku. Loks verði greint frá því hvort gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að glæpasamtök misnoti opinbera þjónustukerfið sem lið í skipulagðri starfsemi sinni. Þar er átt við bótakerfi, vinnumiðlun, móttökukerfi vegna flóttafólks og hælisleitenda og ýmsa félagslega aðstoð sem stendur þeim til boða. Grípa þarf til aðgerða án tafar Hér ræðir um bresti sem lögreglan telur að berja þurfi í svo takist að afstýra því að skipulögðum glæpahópum vaxi ásmegin hér á landi. Eftir líkani löggæsluáætlunar um fjögur áhættustig er það niðurstaða greiningardeildar að skipulögð glæpastarfsemi valdi „gífurlegri áhættu“ en það er alvarlegasta stigið. Því er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi lögreglustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Miðflokkurinn Karl Gauti Hjaltason Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Umræða um uppgang skipulagðra glæpahópa hefur verið áberandi undanfarið. Hættan sem steðjar að þessari vá er þó ekki nýtilkomin og ábendingar hafa margítrekað komið frá lögreglu. Alvarlegasta ógnin að náttúruhamförum frátöldum Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ritað ítarlegar skýrslur þar sem vaxandi áhættu er líst. Í síðustu skýrslunni, sem er frá 2019 segir: „Að náttúruhamförum frátöldum telur greiningardeild ríkislögreglustjóra skipulagða glæpastarfsemi alvarlegustu ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Skipulögð glæpastarfsemi hefur áhrif á líf og heilsu fólks og samfélagið í heild …“ Skýrar er vart unnt að tala. Áhrif af starfsemi þessara hópa eru margvísleg og ekki öll augljós: „Áhrif skipulagðrar glæpastarfsemi á samfélagið eru margvísleg og öll neikvæð. Það á við um tíðni afbrota, alvarleika þeirra, neikvæð áhrif á viðskiptalíf og vinnumarkað, þar á meðal skekkta samkeppnisstöðu og fjártjón fyrirtækja, tekjumissi hins opinbera auk þess sem skipulagðri brotastarfsemi fylgir ofbeldi sem verður til þess að draga almennt úr öryggi í samfélaginu.“ Geta lögreglunnar Niðurstaða greiningardeildarinnar er einnig sú að staða löggæslumála sé með þeim hætti að geta hennar til að takast á við skipulagða glæpastarfsemi er mjög lítil. Benda þeir á ýmsar leiðir til að takast á við þessa ógn, nauðsynlegt sé að fjölga lögreglumönnum við rannsóknir á glæpum á þessu sviði en þarf að fjölga almennum lögreglumönnum svo unnt sé að sinna frumkvæðislöggæslu við afbrotavarnir, sem oft leiða til uppljóstrunar brota af þessu tagi. Skýrslubeiðni um aðgerðir Fyrir skömmu samþykkti Alþingi samhljóða beiðni mín um að dómsmálaráðherra skilaði skýrslu um uppgang skipulagðra glæpahópa á Íslandi og viðbrögð við því. Þar verði gerð grein fyrir þeim aðgerðum sem hefur verið ráðist í og fyrirhugaðar eru til að vinna gegn uppgangi skipulagðrar glæpastarfsemi. Tilefnið er ærið að fá upplýst til hvaða úrræða hefur verið gripið í tilefni af viðvörunum greiningardeildarinnar, svo alvarlegar hafa þær verið. Rannsóknarúrræði Mikilvægt er að greint verði frá því hvort ábendingum greiningardeildar um rýmkuð rannsóknarúrræði lögreglu hafi verið tekin til skoðunar og þá tekið mið af því sem tíðkast í nágrannalöndunum. Þá þarf að upplýsa hvort aukin áhersla hafi verið lögð á farþegalistagreiningar við landamæraeftirlit og hvort til standi að auðvelda brottvísanir erlendra aðila sem verða uppvísir að afbrotum sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Misnotkun af margvíslegum toga Í beiðninni er þess einnig óskað að upplýst verði hvort gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að þeir sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi kunni, sökum bágrar félagsstöðu, að sæta misnotkun og kúgunum af ýmsum toga svo sem mansali og hvaða aðgerðir eru áformaðar til að vinna gegn slíku. Loks verði greint frá því hvort gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að glæpasamtök misnoti opinbera þjónustukerfið sem lið í skipulagðri starfsemi sinni. Þar er átt við bótakerfi, vinnumiðlun, móttökukerfi vegna flóttafólks og hælisleitenda og ýmsa félagslega aðstoð sem stendur þeim til boða. Grípa þarf til aðgerða án tafar Hér ræðir um bresti sem lögreglan telur að berja þurfi í svo takist að afstýra því að skipulögðum glæpahópum vaxi ásmegin hér á landi. Eftir líkani löggæsluáætlunar um fjögur áhættustig er það niðurstaða greiningardeildar að skipulögð glæpastarfsemi valdi „gífurlegri áhættu“ en það er alvarlegasta stigið. Því er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi lögreglustjóri.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar