Heiftarleg valdabarátta innan konungsfjölskyldu Súlúmanna eftir lát drottningar Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2021 07:43 Sumir innan konungsfjölskyldunnar hafa dregið í efa áreiðanleika erfðaskrár Zwelithinis konungs, eiginmanns Mantfombi Dlamini-Zulu drottningar. twitter Heiftarleg valdabarátta stendur nú yfir innan konungsfjölskyldu Súlúmanna í Suður-Afríku eftir andlát Mantfombi Dlamini-Zulu drottningar sem lést óvænt í lok síðasta mánaðar. Drottningin, sem varð 65 ára, var jörðuð í KwaZulu-Natal héraði í austurhluta Suður-Afríku í morgun. Drottningin lést 29. apríl síðastliðinn, fáeinum vikum eftir andlát eiginmanns hennar, Goodwill Zwelithini konungs, sem lést 12. mars, 72 ára að aldri. BBC segir frá deilunum innan konungsfjölskyldunnar, en hún hefur hafnað orðrómum um að eitrað hafi verið fyrir drottningunni. Enn hefur ekki verið getið upp um hvað hafi dregið drottninguna til dauða. Enn á eftir að taka ákvörðun um hver muni nú leiða þjóð Súlúmanna sem telur um ellefu milljónir manna. Þjóðhöfðingi Súlúmanna, stærsta þjóðarbrots Suður-Afríku, hefur almennt haft mikil áhrif á samfélag sinna manna í landinu. Goodwill Zwelithini var afkomandi Cetshwayo konungs sem leiddi þjóð Súlúmanna í stríðinu við Breta árið 1879. Zwelithini settist á konungsstól árið 1968 þegar faðir hans lést. Zwelithini konungur átti sex eiginkonur og 26 börn hið minnsta. Hann hafði hins vegar valið Mantfombi Dlamini-Zulu til að taka við skyldum konungsborins þjóðhöfðingja Súlúmanna að honum gengnum þar sem hún væri sú eina með blátt blóð í æðum. Hún var systir Mswati III, konungs Esvatíní, eða Svasílands. Sumir innan konungsfjölskyldunnar hafa dregið í efa áreiðanleika erfðaskrár Zwelithinis konungs. Dlamini-Zulu drottning eignaðist átta börn – fimm syni og þrjár dætur – með Zwelithini konungi. Suður-Afríka Kóngafólk Tengdar fréttir Drottningin látin fáeinum vikum eftir lát konungsins Shiyiwe Mantfombi Dlamini Zulu, drottning Súlúmanna í Suður-Afríku, er látin, 65 ára að aldri. Hún lést einungis fáeinum vikum eftir að eiginmaður hennar, Goodwill Zwelithini konungur, lést. 30. apríl 2021 07:42 Konungur Súlúmanna fallinn frá Goodwill Zwelithini, konungur Súlúmanna í Suður-Afríki, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi þar sem hann hafði notið aðhlynningar að undanförnu vegna einkenna sykursýki. 12. mars 2021 12:09 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Drottningin lést 29. apríl síðastliðinn, fáeinum vikum eftir andlát eiginmanns hennar, Goodwill Zwelithini konungs, sem lést 12. mars, 72 ára að aldri. BBC segir frá deilunum innan konungsfjölskyldunnar, en hún hefur hafnað orðrómum um að eitrað hafi verið fyrir drottningunni. Enn hefur ekki verið getið upp um hvað hafi dregið drottninguna til dauða. Enn á eftir að taka ákvörðun um hver muni nú leiða þjóð Súlúmanna sem telur um ellefu milljónir manna. Þjóðhöfðingi Súlúmanna, stærsta þjóðarbrots Suður-Afríku, hefur almennt haft mikil áhrif á samfélag sinna manna í landinu. Goodwill Zwelithini var afkomandi Cetshwayo konungs sem leiddi þjóð Súlúmanna í stríðinu við Breta árið 1879. Zwelithini settist á konungsstól árið 1968 þegar faðir hans lést. Zwelithini konungur átti sex eiginkonur og 26 börn hið minnsta. Hann hafði hins vegar valið Mantfombi Dlamini-Zulu til að taka við skyldum konungsborins þjóðhöfðingja Súlúmanna að honum gengnum þar sem hún væri sú eina með blátt blóð í æðum. Hún var systir Mswati III, konungs Esvatíní, eða Svasílands. Sumir innan konungsfjölskyldunnar hafa dregið í efa áreiðanleika erfðaskrár Zwelithinis konungs. Dlamini-Zulu drottning eignaðist átta börn – fimm syni og þrjár dætur – með Zwelithini konungi.
Suður-Afríka Kóngafólk Tengdar fréttir Drottningin látin fáeinum vikum eftir lát konungsins Shiyiwe Mantfombi Dlamini Zulu, drottning Súlúmanna í Suður-Afríku, er látin, 65 ára að aldri. Hún lést einungis fáeinum vikum eftir að eiginmaður hennar, Goodwill Zwelithini konungur, lést. 30. apríl 2021 07:42 Konungur Súlúmanna fallinn frá Goodwill Zwelithini, konungur Súlúmanna í Suður-Afríki, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi þar sem hann hafði notið aðhlynningar að undanförnu vegna einkenna sykursýki. 12. mars 2021 12:09 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Drottningin látin fáeinum vikum eftir lát konungsins Shiyiwe Mantfombi Dlamini Zulu, drottning Súlúmanna í Suður-Afríku, er látin, 65 ára að aldri. Hún lést einungis fáeinum vikum eftir að eiginmaður hennar, Goodwill Zwelithini konungur, lést. 30. apríl 2021 07:42
Konungur Súlúmanna fallinn frá Goodwill Zwelithini, konungur Súlúmanna í Suður-Afríki, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi þar sem hann hafði notið aðhlynningar að undanförnu vegna einkenna sykursýki. 12. mars 2021 12:09