Hættum að refsa fólki fyrir að vinna Kristjana Rut Atladóttir skrifar 5. maí 2021 12:30 Í fyrra varð mikið hneyksli meðal almennings þegar fréttir bárust af hjúkrunarfræðinemum sem gátu ekki aðstoðað við COVID19 faraldurinn vegna skerðinga á námslánum. Stjórnvöld brugðust við með tímabundnum lagabreytingum sem komu í veg fyrir að tekjur námsmanna, sem aflað var með vinnu í bakvarðarsveitum heilbrigðs- og velferðarþjónustu og lögreglunnar, kæmu til frádráttar við útreikning á framfærslu námsmanna. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu kom fram að tilgangur þessarar breytinga var að koma til móts við námsmenn sem kæmu á vinnumarkað vegna sérstakra aðstæðna á árinu 2020. En hvað með langvarandi skort á vinnuafli í hjúkrunarheimilum, leikskólum, þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, o.s.frv. Væri ekki almennt æskilegt ef námsfólk gæti starfað samhliða námi án þess að eiga það á hættu að missa rétt til framfærslu námslána? Þannig getur það fengið starfsreynslu, styrkt atvinnulífið og borgað hærri skatta. Á Íslandi eru ekki bara nemendum refsað fyrir að vinna. Íslensk lög virðast líka hafa það að markmiði að koma í veg fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Atvinnutekjur þeirra eru skertar með svo ofsafengnum hætti að fjárhagslegur ábati verður nánast enginn. Árið 2017 birti Félag eldri borgara í Reykjavík greinargerð um fjárhagslega stöðu aldraðra. Þar kom fram að afnám skerðinga á lífeyrisgreiðslur vegna atvinnutekna þurfi ekki að fela í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð og að hugsanlega gæti ríkissjóður haft fjárhagslegan ávinning af aðgerðinni. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Það er því með öllu óverjandi að öldruðum sem vilja vinna sé refsað fyrir atvinnuþátttöku í formi slíkra skerðinga. Öryrkjar sem afla sér atvinnutekna eiga einnig von á ýmiss konar refsingum. Örorkumat er gjarnan veitt tímabundið og margir óttast skerðingu bóta ef heilsu þeirra hrakar eftir að þeir hefja vinnu. Öryrkjar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af framtíðarhorfum sínum ef þeir gera tilraun til að hefja vinnu á ný. Því hefur Flokkur fólksins lagt til að öryrkjum verði veitt sérstök heimild sem þeir geta nýtt sér þegar þeir vilja reyna að hefja störf á ný eða auka starfsgetu sína. Fari svo að sú tilraun heppnist ekki þarf öryrkinn ekki að óttast frekari skerðingar lífeyrisgreiðslna eða endurmat örorku á grundvelli þeirrar tilraunar. Svipað úrræði skilaði góðum árangri í Svíþjóð. Þar sneri fjöldi þátttakenda aftur á vinnumarkaðinn eftir að hafa gert tilraun til að starfa. Það mun ekki kosta íslenskt samfélag að afnema refsingar sem ríkið hefur sett á nemendur, aldraða og öryrkja sem geta og vilja vinna. Þvert á móti munum við græða á því. Samfélagið hefur ríka hagsmuni af því að allir þegnar þess hafi hvata til vinnu og aukinn starfskraftur er samfélaginu til góðs. Ríkissjóður fær skatttekjur af atvinnutekjum og andleg heilsa batnar gjarnan ef fólk getur tekið virkan þátt í samfélaginu. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram þingmál til þess að afnema skerðingar á atvinnutekjur. Ríkisstjórnin hunsar þessi mál og svæfir þau í nefndum. Þegar kjósendur mæta á kjörstað 25. september geta þeir breytt þessari illa ígrunduðu stefnu og lagt sitt af mörkum í baráttunni fyrir því að allir landsmenn fái að vinna án refsinga. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrra varð mikið hneyksli meðal almennings þegar fréttir bárust af hjúkrunarfræðinemum sem gátu ekki aðstoðað við COVID19 faraldurinn vegna skerðinga á námslánum. Stjórnvöld brugðust við með tímabundnum lagabreytingum sem komu í veg fyrir að tekjur námsmanna, sem aflað var með vinnu í bakvarðarsveitum heilbrigðs- og velferðarþjónustu og lögreglunnar, kæmu til frádráttar við útreikning á framfærslu námsmanna. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu kom fram að tilgangur þessarar breytinga var að koma til móts við námsmenn sem kæmu á vinnumarkað vegna sérstakra aðstæðna á árinu 2020. En hvað með langvarandi skort á vinnuafli í hjúkrunarheimilum, leikskólum, þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, o.s.frv. Væri ekki almennt æskilegt ef námsfólk gæti starfað samhliða námi án þess að eiga það á hættu að missa rétt til framfærslu námslána? Þannig getur það fengið starfsreynslu, styrkt atvinnulífið og borgað hærri skatta. Á Íslandi eru ekki bara nemendum refsað fyrir að vinna. Íslensk lög virðast líka hafa það að markmiði að koma í veg fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Atvinnutekjur þeirra eru skertar með svo ofsafengnum hætti að fjárhagslegur ábati verður nánast enginn. Árið 2017 birti Félag eldri borgara í Reykjavík greinargerð um fjárhagslega stöðu aldraðra. Þar kom fram að afnám skerðinga á lífeyrisgreiðslur vegna atvinnutekna þurfi ekki að fela í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð og að hugsanlega gæti ríkissjóður haft fjárhagslegan ávinning af aðgerðinni. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Það er því með öllu óverjandi að öldruðum sem vilja vinna sé refsað fyrir atvinnuþátttöku í formi slíkra skerðinga. Öryrkjar sem afla sér atvinnutekna eiga einnig von á ýmiss konar refsingum. Örorkumat er gjarnan veitt tímabundið og margir óttast skerðingu bóta ef heilsu þeirra hrakar eftir að þeir hefja vinnu. Öryrkjar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af framtíðarhorfum sínum ef þeir gera tilraun til að hefja vinnu á ný. Því hefur Flokkur fólksins lagt til að öryrkjum verði veitt sérstök heimild sem þeir geta nýtt sér þegar þeir vilja reyna að hefja störf á ný eða auka starfsgetu sína. Fari svo að sú tilraun heppnist ekki þarf öryrkinn ekki að óttast frekari skerðingar lífeyrisgreiðslna eða endurmat örorku á grundvelli þeirrar tilraunar. Svipað úrræði skilaði góðum árangri í Svíþjóð. Þar sneri fjöldi þátttakenda aftur á vinnumarkaðinn eftir að hafa gert tilraun til að starfa. Það mun ekki kosta íslenskt samfélag að afnema refsingar sem ríkið hefur sett á nemendur, aldraða og öryrkja sem geta og vilja vinna. Þvert á móti munum við græða á því. Samfélagið hefur ríka hagsmuni af því að allir þegnar þess hafi hvata til vinnu og aukinn starfskraftur er samfélaginu til góðs. Ríkissjóður fær skatttekjur af atvinnutekjum og andleg heilsa batnar gjarnan ef fólk getur tekið virkan þátt í samfélaginu. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram þingmál til þess að afnema skerðingar á atvinnutekjur. Ríkisstjórnin hunsar þessi mál og svæfir þau í nefndum. Þegar kjósendur mæta á kjörstað 25. september geta þeir breytt þessari illa ígrunduðu stefnu og lagt sitt af mörkum í baráttunni fyrir því að allir landsmenn fái að vinna án refsinga. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun