Kolbeinn telur netauglýsingar fela í sér óeðlileg afskipti af komandi forvali Vg Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2021 16:29 Hópurinn Við, fólkið í landinu, hefur að undanförnu birt á samfélagsmiðlum auglýsingar þar sem fjórir þingmenn Vg, sem taka þátt í forvali flokksins í Reykjavík, birtast sem eindregnir stuðningsmenn sölu Íslandsbanka. Facebook/skjáskot Félagsskapur sem kallar sig Við, fólkið í landinu, hefur að undanförnu birt auglýsingar þar sem birtar er myndir af þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og sagt að viðkomandi ætli að selja Íslandsbanka. „Ég man sannast sagna ekki eftir svona blygðunarlausri tilraun utanaðkomandi félagsskapar til að hafa áhrif á val félaga í ákveðnum stjórnmálaflokki,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé í samtali við Vísi. Hann er hugsi vegna Facebook-herferðar sem nú beinist gegn þingmönnum Vg, þeirra hinna sömu og hafa boðið sig fram í forvali flokksins sem fram fer rafrænt dagana 16. til 19. maí næstkomandi. Gefur tóninn fyrir ansi ljóta kosningabaráttu Kolbeinn vísar til umræðu sem verið hefur um tröllaskap og falsfréttir og beintengir þennan gjörning við slíkt. „Ég var nú að vona að svona neikvæðar auglýsingar heyrðu sögunni til í pólitíkinni, en mér sýnist þau sem að þessu standa gefa tóninn fyrir ansi hreint ljóta kosningabaráttu af þeirra hálfu í haust. Það er miður.“ Í herferðinni er því slegið upp að þau Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Kolbeinn vilji selja Íslandsbanka. Atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt sölu á Íslandsbanka. Ekki vanþörf á fjármunum í samneysluna Við, fólkið í landinu vill mótmæla þeim áformum að Íslandsbanki verði seldur. Á síðu hópsins er yfirlýsing og fólki gefst kostur á að skrifa þar undir. Sagt er að Ísland sé lýðræðisríki þar sem stjórnvöldum beri að stjórna í takt við vilja lýðsins, almennings í landinu. Það hefur komið fram aftur og aftur í könnunum að mikill meirihluti almennings vill ekki selja hlut sinn í Íslandsbanka. Þessi eru meðal þeirra sem standa að samtökunum Við, fólkið í landinu.skjáskot „Enginn hefur sett þessa kröfu fram nema hagsmunasamtök hinna fáu, ríkustu fjármagnseigendanna og allra stærstu eigenda allra stærstu fyrirtækjanna. Við, fólkið í landinu, eigum hins vegar bankann og ætlum ekki að selja hann. Og í lýðræðisríki erum það við sem ráðum,“ segir í yfirlýsingu á síðu samtakanna. En af hverju vill Kolbeinn selja Íslandsbanka? „Ég fylgi samþykktri stefnu Vinstri grænna um að ríkið sé áfram eigandi Landsbankans. Í því ljósi tel ég ágætt að losa að einhverju leyti um þá fjármuni sem eru í Íslandsbanka með því að selja 25 til 35 prósenta hlut, fáist gott verð fyrir, dreift eignarhald sé tryggt og ferlið sé opið og gagnsætt, en búið er að binda hnúta um allt þetta. Ekki er vanþörf á fjármunum í samneysluna í því efnahagsástandi sem nú ríkir,“ segir Kolbeinn. Hafnar því að um óeðlileg afskipti af innanbúðarmálum sé að ræða Andri Sigurðsson er einn tólfmenninganna og hann hafnar því algjörlega að um einhvern trölladans á netinu sé að ræða eða óeðlileg afskipti af prófkjöri. Það sé algjör misskilningur. Andri Sigurðsson er einn forsprakka hópsins og hann hafnar því alfarið að um óeðlileg afskipti af innanbúðarmálum Vg sé að ræða.Aðsend „Við, fólkið í landinu er síða sem við settum upp og tilgangurinn var fyrst og fremst sá að reyna koma í veg fyrir söluna á Íslandsbanka. Almenningur er á móti þessari sölu, Vg er í ríkisstjórn og hefur skrifað uppá söluna.“ Að sögn Andri hafa hartnær 3000 manns sem hafa skrifað undir yfirlýsinguna og að um sé að ræða óformlegan félagsskap, ótengdan stjórnmálaflokkum sem vill berast gegn sölunni. „Við erum með Facebook-hóp þar sem eru um fjögur hundruð manns. Þar skipuleggjum við okkur, höfum haldið Zoom-fund þar sem þetta var ákveðið. Við viljum freista þess að fá fram skoðanir Vinstri grænna á þessu og vekja athygli grasrótar flokksins á þessu. Hvort almennir kjósendur vinstri grænna séu sáttir við þessa stefnu? Fáir í Vg hafa verið að biðja um að selja Íslandsbanka í miðjum heimsfaraldri; 20 prósent lánabókar bankans er í frystingu, þannig að þetta er ekki góður tími.“ Vinstri græn Félagasamtök Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Tólf berjast um átta sæti Samtals verða tólf í framboði í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem verður dagana 16. til 19. maí. Sex bjóða sig fram í annað sætið. 25. apríl 2021 22:36 Endurnýjun ekki til marks um óánægju með þingflokkinn Mikil endurnýjun verður í þingflokki Vinstri Grænna í haust. Nýir oddvitar eru í öllum kjördæmum þar sem forval hefur farið fram og þingmönnum hefur ítrekað verið hafnað. Formaður Vinstri Grænna telur þetta ekki endurspegla óánægju. 26. apríl 2021 19:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
„Ég man sannast sagna ekki eftir svona blygðunarlausri tilraun utanaðkomandi félagsskapar til að hafa áhrif á val félaga í ákveðnum stjórnmálaflokki,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé í samtali við Vísi. Hann er hugsi vegna Facebook-herferðar sem nú beinist gegn þingmönnum Vg, þeirra hinna sömu og hafa boðið sig fram í forvali flokksins sem fram fer rafrænt dagana 16. til 19. maí næstkomandi. Gefur tóninn fyrir ansi ljóta kosningabaráttu Kolbeinn vísar til umræðu sem verið hefur um tröllaskap og falsfréttir og beintengir þennan gjörning við slíkt. „Ég var nú að vona að svona neikvæðar auglýsingar heyrðu sögunni til í pólitíkinni, en mér sýnist þau sem að þessu standa gefa tóninn fyrir ansi hreint ljóta kosningabaráttu af þeirra hálfu í haust. Það er miður.“ Í herferðinni er því slegið upp að þau Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Kolbeinn vilji selja Íslandsbanka. Atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt sölu á Íslandsbanka. Ekki vanþörf á fjármunum í samneysluna Við, fólkið í landinu vill mótmæla þeim áformum að Íslandsbanki verði seldur. Á síðu hópsins er yfirlýsing og fólki gefst kostur á að skrifa þar undir. Sagt er að Ísland sé lýðræðisríki þar sem stjórnvöldum beri að stjórna í takt við vilja lýðsins, almennings í landinu. Það hefur komið fram aftur og aftur í könnunum að mikill meirihluti almennings vill ekki selja hlut sinn í Íslandsbanka. Þessi eru meðal þeirra sem standa að samtökunum Við, fólkið í landinu.skjáskot „Enginn hefur sett þessa kröfu fram nema hagsmunasamtök hinna fáu, ríkustu fjármagnseigendanna og allra stærstu eigenda allra stærstu fyrirtækjanna. Við, fólkið í landinu, eigum hins vegar bankann og ætlum ekki að selja hann. Og í lýðræðisríki erum það við sem ráðum,“ segir í yfirlýsingu á síðu samtakanna. En af hverju vill Kolbeinn selja Íslandsbanka? „Ég fylgi samþykktri stefnu Vinstri grænna um að ríkið sé áfram eigandi Landsbankans. Í því ljósi tel ég ágætt að losa að einhverju leyti um þá fjármuni sem eru í Íslandsbanka með því að selja 25 til 35 prósenta hlut, fáist gott verð fyrir, dreift eignarhald sé tryggt og ferlið sé opið og gagnsætt, en búið er að binda hnúta um allt þetta. Ekki er vanþörf á fjármunum í samneysluna í því efnahagsástandi sem nú ríkir,“ segir Kolbeinn. Hafnar því að um óeðlileg afskipti af innanbúðarmálum sé að ræða Andri Sigurðsson er einn tólfmenninganna og hann hafnar því algjörlega að um einhvern trölladans á netinu sé að ræða eða óeðlileg afskipti af prófkjöri. Það sé algjör misskilningur. Andri Sigurðsson er einn forsprakka hópsins og hann hafnar því alfarið að um óeðlileg afskipti af innanbúðarmálum Vg sé að ræða.Aðsend „Við, fólkið í landinu er síða sem við settum upp og tilgangurinn var fyrst og fremst sá að reyna koma í veg fyrir söluna á Íslandsbanka. Almenningur er á móti þessari sölu, Vg er í ríkisstjórn og hefur skrifað uppá söluna.“ Að sögn Andri hafa hartnær 3000 manns sem hafa skrifað undir yfirlýsinguna og að um sé að ræða óformlegan félagsskap, ótengdan stjórnmálaflokkum sem vill berast gegn sölunni. „Við erum með Facebook-hóp þar sem eru um fjögur hundruð manns. Þar skipuleggjum við okkur, höfum haldið Zoom-fund þar sem þetta var ákveðið. Við viljum freista þess að fá fram skoðanir Vinstri grænna á þessu og vekja athygli grasrótar flokksins á þessu. Hvort almennir kjósendur vinstri grænna séu sáttir við þessa stefnu? Fáir í Vg hafa verið að biðja um að selja Íslandsbanka í miðjum heimsfaraldri; 20 prósent lánabókar bankans er í frystingu, þannig að þetta er ekki góður tími.“
Vinstri græn Félagasamtök Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Tólf berjast um átta sæti Samtals verða tólf í framboði í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem verður dagana 16. til 19. maí. Sex bjóða sig fram í annað sætið. 25. apríl 2021 22:36 Endurnýjun ekki til marks um óánægju með þingflokkinn Mikil endurnýjun verður í þingflokki Vinstri Grænna í haust. Nýir oddvitar eru í öllum kjördæmum þar sem forval hefur farið fram og þingmönnum hefur ítrekað verið hafnað. Formaður Vinstri Grænna telur þetta ekki endurspegla óánægju. 26. apríl 2021 19:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Tólf berjast um átta sæti Samtals verða tólf í framboði í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem verður dagana 16. til 19. maí. Sex bjóða sig fram í annað sætið. 25. apríl 2021 22:36
Endurnýjun ekki til marks um óánægju með þingflokkinn Mikil endurnýjun verður í þingflokki Vinstri Grænna í haust. Nýir oddvitar eru í öllum kjördæmum þar sem forval hefur farið fram og þingmönnum hefur ítrekað verið hafnað. Formaður Vinstri Grænna telur þetta ekki endurspegla óánægju. 26. apríl 2021 19:30