Segja það skammarlegt hvað FH-ingar gerðu lítið fyrir kvennaliðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 09:30 FH stelpurnar Aþena Arna Ágústsdóttir og Hildur Guðjónsdóttir ganga niðurlútar af velli eftir tap á móti Haukum. Eitt af þrettán tapleikjum FH-liðsins á tímabilinu. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar létu forráðamenn FH heyra það fyrir það hvað félagið gerði lítið fyrir kvennaliðið sitt í Olís deild kvenna í vetur. Það lítur út fyrir FH konur munu ekki fá stig í Olís deild kvenna í handbolta í vetur. Liðið kom upp úr Grill66-deild kvenna í fyrra en hefur tapað fyrstu þrettán leikjum sínum í Olís deildinni. Sigurlaug Rúnarsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir voru sérfræðingar Svövu Kristínar Grétarsdóttur í síðustu Seinni bylgju og þar barst umræðan að liði FH og frammistöðu Hafnarfjarðarliðsins á tímabilinu. „Það lítur allt út fyrir það að FH sé að fara í gegnum þessa deild án þess að fá stig. Hvað getum við sagt? Er allt of mikill munur á milli Grillsins og Olís,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir og byrjaði umræðuna. „Það er getumunur. Þegar lið ætla að fara upp í Olís deildina og setja enga peninga í það þá er þetta ekki hægt. Ég held að þetta sé skólabókardæmi um það. Félög verða vara að pæla í þessu. Það er ekki hægt að fara upp í Olís ef þú ætlar ekki að gera neitt. Þær voru með smá baráttu fyrstu mínúturnar en svo ekki söguna meir. Þær eiga ekki möguleika í þetta eins leiðinlegt og það er,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um kvennalið FH „Nægu er eitt í karlaliðið, Hefði maður ekki haldið að klúbbur eins og FH ætti að geta alla vega sótt einhverja leikmenn,“ skaut Svava Kristín inn í. „Mér finnst félagið ekki sýna nægilega mikinn áhuga og kvennaliðinu eins og karlaliðinu. Þær fengu sænskan miðjumann en fór síðan í burtu af því að þeir borguðu ekki félagsgjaldið fyrir hana í byrjun. Þetta er bara eitt dæmi,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir. „Komdu upp í úrvalsdeildina og sýndu þessu smá áhuga með að fá fleiri leikmenn. Fáum útlendinga eða gerum eitthvað til þess að halda liðinu í deildinni. FH er alveg stórveldi,“ sagði Íris Ásta sem var mikið niðri fyrir. „FH er stórveldi og ekki bara í handbolta heldur í fullt af íþróttum. Það er skammarlegt að þeir hafi ekki gert þetta almennilega. Þú verður alla vega að fá tvo leikmenn þegar þú ferð upp. Ef þú ert efnilegan hóp þá verður þú að fá tvo leikmenn með til að hjálpa þeim. Að minnsta kosti því það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi. Ef þú ert ekki með fjármagn í það þá átti ekki að fara upp,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir ofan má finna alla umfjöllun Seinni bylgjunnar um FH og umgjörðina í kringum um FH-konur í Olís deild kvenna í vetur. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan FH Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Það lítur út fyrir FH konur munu ekki fá stig í Olís deild kvenna í handbolta í vetur. Liðið kom upp úr Grill66-deild kvenna í fyrra en hefur tapað fyrstu þrettán leikjum sínum í Olís deildinni. Sigurlaug Rúnarsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir voru sérfræðingar Svövu Kristínar Grétarsdóttur í síðustu Seinni bylgju og þar barst umræðan að liði FH og frammistöðu Hafnarfjarðarliðsins á tímabilinu. „Það lítur allt út fyrir það að FH sé að fara í gegnum þessa deild án þess að fá stig. Hvað getum við sagt? Er allt of mikill munur á milli Grillsins og Olís,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir og byrjaði umræðuna. „Það er getumunur. Þegar lið ætla að fara upp í Olís deildina og setja enga peninga í það þá er þetta ekki hægt. Ég held að þetta sé skólabókardæmi um það. Félög verða vara að pæla í þessu. Það er ekki hægt að fara upp í Olís ef þú ætlar ekki að gera neitt. Þær voru með smá baráttu fyrstu mínúturnar en svo ekki söguna meir. Þær eiga ekki möguleika í þetta eins leiðinlegt og það er,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um kvennalið FH „Nægu er eitt í karlaliðið, Hefði maður ekki haldið að klúbbur eins og FH ætti að geta alla vega sótt einhverja leikmenn,“ skaut Svava Kristín inn í. „Mér finnst félagið ekki sýna nægilega mikinn áhuga og kvennaliðinu eins og karlaliðinu. Þær fengu sænskan miðjumann en fór síðan í burtu af því að þeir borguðu ekki félagsgjaldið fyrir hana í byrjun. Þetta er bara eitt dæmi,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir. „Komdu upp í úrvalsdeildina og sýndu þessu smá áhuga með að fá fleiri leikmenn. Fáum útlendinga eða gerum eitthvað til þess að halda liðinu í deildinni. FH er alveg stórveldi,“ sagði Íris Ásta sem var mikið niðri fyrir. „FH er stórveldi og ekki bara í handbolta heldur í fullt af íþróttum. Það er skammarlegt að þeir hafi ekki gert þetta almennilega. Þú verður alla vega að fá tvo leikmenn þegar þú ferð upp. Ef þú ert efnilegan hóp þá verður þú að fá tvo leikmenn með til að hjálpa þeim. Að minnsta kosti því það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi. Ef þú ert ekki með fjármagn í það þá átti ekki að fara upp,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir ofan má finna alla umfjöllun Seinni bylgjunnar um FH og umgjörðina í kringum um FH-konur í Olís deild kvenna í vetur.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan FH Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira