Segja það skammarlegt hvað FH-ingar gerðu lítið fyrir kvennaliðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 09:30 FH stelpurnar Aþena Arna Ágústsdóttir og Hildur Guðjónsdóttir ganga niðurlútar af velli eftir tap á móti Haukum. Eitt af þrettán tapleikjum FH-liðsins á tímabilinu. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar létu forráðamenn FH heyra það fyrir það hvað félagið gerði lítið fyrir kvennaliðið sitt í Olís deild kvenna í vetur. Það lítur út fyrir FH konur munu ekki fá stig í Olís deild kvenna í handbolta í vetur. Liðið kom upp úr Grill66-deild kvenna í fyrra en hefur tapað fyrstu þrettán leikjum sínum í Olís deildinni. Sigurlaug Rúnarsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir voru sérfræðingar Svövu Kristínar Grétarsdóttur í síðustu Seinni bylgju og þar barst umræðan að liði FH og frammistöðu Hafnarfjarðarliðsins á tímabilinu. „Það lítur allt út fyrir það að FH sé að fara í gegnum þessa deild án þess að fá stig. Hvað getum við sagt? Er allt of mikill munur á milli Grillsins og Olís,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir og byrjaði umræðuna. „Það er getumunur. Þegar lið ætla að fara upp í Olís deildina og setja enga peninga í það þá er þetta ekki hægt. Ég held að þetta sé skólabókardæmi um það. Félög verða vara að pæla í þessu. Það er ekki hægt að fara upp í Olís ef þú ætlar ekki að gera neitt. Þær voru með smá baráttu fyrstu mínúturnar en svo ekki söguna meir. Þær eiga ekki möguleika í þetta eins leiðinlegt og það er,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um kvennalið FH „Nægu er eitt í karlaliðið, Hefði maður ekki haldið að klúbbur eins og FH ætti að geta alla vega sótt einhverja leikmenn,“ skaut Svava Kristín inn í. „Mér finnst félagið ekki sýna nægilega mikinn áhuga og kvennaliðinu eins og karlaliðinu. Þær fengu sænskan miðjumann en fór síðan í burtu af því að þeir borguðu ekki félagsgjaldið fyrir hana í byrjun. Þetta er bara eitt dæmi,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir. „Komdu upp í úrvalsdeildina og sýndu þessu smá áhuga með að fá fleiri leikmenn. Fáum útlendinga eða gerum eitthvað til þess að halda liðinu í deildinni. FH er alveg stórveldi,“ sagði Íris Ásta sem var mikið niðri fyrir. „FH er stórveldi og ekki bara í handbolta heldur í fullt af íþróttum. Það er skammarlegt að þeir hafi ekki gert þetta almennilega. Þú verður alla vega að fá tvo leikmenn þegar þú ferð upp. Ef þú ert efnilegan hóp þá verður þú að fá tvo leikmenn með til að hjálpa þeim. Að minnsta kosti því það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi. Ef þú ert ekki með fjármagn í það þá átti ekki að fara upp,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir ofan má finna alla umfjöllun Seinni bylgjunnar um FH og umgjörðina í kringum um FH-konur í Olís deild kvenna í vetur. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan FH Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Það lítur út fyrir FH konur munu ekki fá stig í Olís deild kvenna í handbolta í vetur. Liðið kom upp úr Grill66-deild kvenna í fyrra en hefur tapað fyrstu þrettán leikjum sínum í Olís deildinni. Sigurlaug Rúnarsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir voru sérfræðingar Svövu Kristínar Grétarsdóttur í síðustu Seinni bylgju og þar barst umræðan að liði FH og frammistöðu Hafnarfjarðarliðsins á tímabilinu. „Það lítur allt út fyrir það að FH sé að fara í gegnum þessa deild án þess að fá stig. Hvað getum við sagt? Er allt of mikill munur á milli Grillsins og Olís,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir og byrjaði umræðuna. „Það er getumunur. Þegar lið ætla að fara upp í Olís deildina og setja enga peninga í það þá er þetta ekki hægt. Ég held að þetta sé skólabókardæmi um það. Félög verða vara að pæla í þessu. Það er ekki hægt að fara upp í Olís ef þú ætlar ekki að gera neitt. Þær voru með smá baráttu fyrstu mínúturnar en svo ekki söguna meir. Þær eiga ekki möguleika í þetta eins leiðinlegt og það er,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um kvennalið FH „Nægu er eitt í karlaliðið, Hefði maður ekki haldið að klúbbur eins og FH ætti að geta alla vega sótt einhverja leikmenn,“ skaut Svava Kristín inn í. „Mér finnst félagið ekki sýna nægilega mikinn áhuga og kvennaliðinu eins og karlaliðinu. Þær fengu sænskan miðjumann en fór síðan í burtu af því að þeir borguðu ekki félagsgjaldið fyrir hana í byrjun. Þetta er bara eitt dæmi,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir. „Komdu upp í úrvalsdeildina og sýndu þessu smá áhuga með að fá fleiri leikmenn. Fáum útlendinga eða gerum eitthvað til þess að halda liðinu í deildinni. FH er alveg stórveldi,“ sagði Íris Ásta sem var mikið niðri fyrir. „FH er stórveldi og ekki bara í handbolta heldur í fullt af íþróttum. Það er skammarlegt að þeir hafi ekki gert þetta almennilega. Þú verður alla vega að fá tvo leikmenn þegar þú ferð upp. Ef þú ert efnilegan hóp þá verður þú að fá tvo leikmenn með til að hjálpa þeim. Að minnsta kosti því það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi. Ef þú ert ekki með fjármagn í það þá átti ekki að fara upp,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir ofan má finna alla umfjöllun Seinni bylgjunnar um FH og umgjörðina í kringum um FH-konur í Olís deild kvenna í vetur.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan FH Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira