Íslenskt par talið hafa grætt 84 milljónir vegna sölu lyfseðilskyldra lyfja Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 3. maí 2021 23:08 Við húsleit hjá manninum fannst mikið magn lyfseðilskyldra lyfja. Vísir/Egill Íslenskt par er grunað um að hafa grætt rúmlega 84 milljónir króna á sölu og dreifingu lyfseðilskyldra lyfja. Talið er að parið, ásamt tveimur öðrum, hafi stundað glæpi kerfisbundið í tæpan áratug. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af vaxandi tökum skipulagðra glæpahópa í íslensku samfélagi eins og kom fram í Kompás sem birtur var hér á Vísi í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært íslenskan karlmann um sextugt fyrir að hafa allt frá árinu 2013 selt og afhent fjölda fólks lyfseðilskyld lyf og ávana- og fíkniefni, án þess að hafa leyfi Lyfjastofnunar. Við húsleit hjá manninum fannst mikið magn lyfseðilskyldra lyfja á borð við Rítalín, OxiContyn og Contalgin. Þá eru maðurinn og eiginkona hans, sem fædd er 1982, einnig ákærð fyrir peningaþvætti en lögregla telur að parið hafi hagnast um rúmlega 84 milljónir með sölu og dreifingu mannsins á lyfjunum. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að parið gat ekki gefið upp trúverðugar skýringar á innkomu sinni. Þá eru tveir til viðbótar ákærðir vegna málsins fyrir peningaþvætti og skotvopnalagabrot. Í Kompás kom fram að lögreglan hafi gríðarlegar áhyggjur af vaxandi tökum glæpahópa á Íslandi. Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik upp á fleiri hundruð milljónir og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenni nú undirheima Íslands. Hugmyndir hafa verið uppi um að lögleiðing fíkniefna myndi kippa fótunum undan starfsemi skipulagðra glæpahópa. „Þetta held ég að sé ekki rétta leiðin því eins og með lyf, læknalyf og svoleiðis, hvernig gengur okkur að halda utan um það? Þar erum við að sjá stóran markað á götunni. Þannig að ég held að það sé ekki rétta nálgunin að fara lögleiða þessi efni,“ sagði Margeir Sveinsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar í Kompás. Kompás Lögreglumál Fíkn Heilbrigðismál Lyf Efnahagsbrot Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Lögreglan hefur miklar áhyggjur af vaxandi tökum skipulagðra glæpahópa í íslensku samfélagi eins og kom fram í Kompás sem birtur var hér á Vísi í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært íslenskan karlmann um sextugt fyrir að hafa allt frá árinu 2013 selt og afhent fjölda fólks lyfseðilskyld lyf og ávana- og fíkniefni, án þess að hafa leyfi Lyfjastofnunar. Við húsleit hjá manninum fannst mikið magn lyfseðilskyldra lyfja á borð við Rítalín, OxiContyn og Contalgin. Þá eru maðurinn og eiginkona hans, sem fædd er 1982, einnig ákærð fyrir peningaþvætti en lögregla telur að parið hafi hagnast um rúmlega 84 milljónir með sölu og dreifingu mannsins á lyfjunum. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að parið gat ekki gefið upp trúverðugar skýringar á innkomu sinni. Þá eru tveir til viðbótar ákærðir vegna málsins fyrir peningaþvætti og skotvopnalagabrot. Í Kompás kom fram að lögreglan hafi gríðarlegar áhyggjur af vaxandi tökum glæpahópa á Íslandi. Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik upp á fleiri hundruð milljónir og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenni nú undirheima Íslands. Hugmyndir hafa verið uppi um að lögleiðing fíkniefna myndi kippa fótunum undan starfsemi skipulagðra glæpahópa. „Þetta held ég að sé ekki rétta leiðin því eins og með lyf, læknalyf og svoleiðis, hvernig gengur okkur að halda utan um það? Þar erum við að sjá stóran markað á götunni. Þannig að ég held að það sé ekki rétta nálgunin að fara lögleiða þessi efni,“ sagði Margeir Sveinsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar í Kompás.
Kompás Lögreglumál Fíkn Heilbrigðismál Lyf Efnahagsbrot Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira