Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2021 12:05 Eldgos í Geldingadölum við Fagradalsfjall Vísir/Vilhelm Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. Svæðið við eldgosið í Geldingadölum var rýmt í gær og fólki ráðlagt að halda sig í fimm hundruð metra fjarlægð eftir að kvika rigndi yfir staði þar sem áður var leyfilegt að vera á. Bjarki Kaldalóns Friis er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Svæðið var rýmt um fjögur í gær eftir að því gosefni komu frá gígnum á svæðið þar sem fólk sat. Svo verður eflaust gefið út nýtt hættukort í dag,“ segir Bjarki. Tveir jarðskjálftar voru á svæðinu í nótt um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni 3,2 og 2,8 að stærð og fundust þeir á Höfuðborgarsvæðinu. Um 150 eftirskjálftar hafa mælst síðan þá. Talið er að um gikkskjálfta hafi verið að ræða. „Þessir gikkskjálftar eru auðvitað spennulosun bæði austur og vestur af sjálfu gossvæðinu og ekki merki um að kvika sé að koma upp á því svæði,“ segir hann. Breytingar eru að verða á eldgosinu. „Það urðu kaflaskipti fyrir einum og hálfum sólahring þegar og nú er ný þróun í gosinu. Við fylgjumst með og svo kom sinubruni í Geldingadölum í gær eftir að kvikan rigndi yfir þurrlendi,“ segir Bjarki. Frá því eldgosið hófst hafa 7-8 gígar gosið á svæðinu en nú er aðeins einn gígur virkur. „Það er sami gígurinn sem gýs ennþá en stoppar í nokkrar mínútur inná milli. Svo byrjar að malla í pottinum og gýs 100-200 metra upp í loft í svona hálfa mínútu og svo dettur virknin niður aftur. Það er bara eins og að horfa niður í hver sem byrjar að sjóða og svo fer kvikan upp,“ segir hann. Kvöldhiminninn hefur skartað sínu fegursta síðustu daga og hafa litabrigðin verðið gríðarmörg. Bjarki segir að af hluta til megi skýra litina með mengun frá eldgosinu. „Það eru sumar gastegundir sem gefa frá sér gráan og bláan lit sem getur haft áhrif á himinninn en svo eru nokkrar gastegundir alveg litalausar,“ segir hann. Bannað er að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum á grasflötum við veginn en aðkoma að bílastæðum er bæði úr austri og vestri. Áætla má að gangan taki 3-4 klst. fram og til baka fyrir meðalvant göngufólk. Gönguleiðin er stikuð og greinileg. Hafið síma fullhlaðna. Verið með höfuðljós/vasaljós og auka rafhlöður í kvöldgöngu. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Svæðið við eldgosið í Geldingadölum var rýmt í gær og fólki ráðlagt að halda sig í fimm hundruð metra fjarlægð eftir að kvika rigndi yfir staði þar sem áður var leyfilegt að vera á. Bjarki Kaldalóns Friis er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Svæðið var rýmt um fjögur í gær eftir að því gosefni komu frá gígnum á svæðið þar sem fólk sat. Svo verður eflaust gefið út nýtt hættukort í dag,“ segir Bjarki. Tveir jarðskjálftar voru á svæðinu í nótt um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni 3,2 og 2,8 að stærð og fundust þeir á Höfuðborgarsvæðinu. Um 150 eftirskjálftar hafa mælst síðan þá. Talið er að um gikkskjálfta hafi verið að ræða. „Þessir gikkskjálftar eru auðvitað spennulosun bæði austur og vestur af sjálfu gossvæðinu og ekki merki um að kvika sé að koma upp á því svæði,“ segir hann. Breytingar eru að verða á eldgosinu. „Það urðu kaflaskipti fyrir einum og hálfum sólahring þegar og nú er ný þróun í gosinu. Við fylgjumst með og svo kom sinubruni í Geldingadölum í gær eftir að kvikan rigndi yfir þurrlendi,“ segir Bjarki. Frá því eldgosið hófst hafa 7-8 gígar gosið á svæðinu en nú er aðeins einn gígur virkur. „Það er sami gígurinn sem gýs ennþá en stoppar í nokkrar mínútur inná milli. Svo byrjar að malla í pottinum og gýs 100-200 metra upp í loft í svona hálfa mínútu og svo dettur virknin niður aftur. Það er bara eins og að horfa niður í hver sem byrjar að sjóða og svo fer kvikan upp,“ segir hann. Kvöldhiminninn hefur skartað sínu fegursta síðustu daga og hafa litabrigðin verðið gríðarmörg. Bjarki segir að af hluta til megi skýra litina með mengun frá eldgosinu. „Það eru sumar gastegundir sem gefa frá sér gráan og bláan lit sem getur haft áhrif á himinninn en svo eru nokkrar gastegundir alveg litalausar,“ segir hann. Bannað er að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum á grasflötum við veginn en aðkoma að bílastæðum er bæði úr austri og vestri. Áætla má að gangan taki 3-4 klst. fram og til baka fyrir meðalvant göngufólk. Gönguleiðin er stikuð og greinileg. Hafið síma fullhlaðna. Verið með höfuðljós/vasaljós og auka rafhlöður í kvöldgöngu.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira