Afar sérstakur hundur í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. maí 2021 20:05 María Ísrún og óskar Ingi með Myrru sína, sem þau segja æðislegan hund en hún er svokallaður Lunda-hundur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tíkin Myrra í Reykjanesbæ er afar sérstakur hundur því hún er svokallaður Lunda hundur til að veiða lunda í holum þeirra. Myrra er með auka klær á hverjum fæti og getur getur snúið framfótleggjum í 90 gráður. Aðeins eru til fimm Lunda hundar á Íslandi. Myrra og eigendur hennar búa á Melteignum í Keflavík í Reykjanesbæ. Myrra er ekki nema átta mánaða og segja eigendur hennar að hún sé óþekkt hvolpaskott og ekki sú hlýðnasta í augnablikinu en samt sé hún mjög ljúf og alltaf til í klapp og klór. „Þetta er Norskur Lunda – hundur. Þetta er afar sjaldgæf tegund en 1963 voru bara til sex svona hundar í Noregi en núna eru þeir taldir verða 1500 til 2000, mest í Noregi en það eru bara fimm hér á Íslandi. Það er hún Myrra hérna, svo eru það mamma hennar og pabbi og svo á hún tvö systkini,“ segir María Ísrún Hauksdóttir, eigandi Myrru. Og hún bætir við. „Myrra er með auka klær á hverri löpp. Lunda hundar eru með sex, hún er að vísu með sjö. Það er til þess að geta krafsað sig upp í hellana og náð í lundana og eggin svo hún haldi sér betur. Svo er hún með auka liðamót, það er líka svo hún geti klifrað. Hún getur sveigt fæturna svona og svo getur hún sveigt hausinn alla leið hingað, hún er ekkert voðalega hrifin af því að láta gera það. Svo getur hún lokað eyrunum svo vatn leki ekki inn í þau þegar hún er inn í hellum og annað.“ Hugmyndin er að flytja inn rakka frá Noregi og para við Myrru þannig að það komi hvolpar í þeim tilgangi að halda stofninum við hér á landi. „Þetta er æðislegur hundur, alveg frábær, algjörlega drauma hundurinn, ekki of stór og ekki of lítil,“ segir Óskar Ingi Víglundsson, sem er líka eigandi Myrru með Maríu. Samskonar hundur og Myrra, Lunda-hundur en aðeins eru til fimm svona hundar á Íslandi.Aðsend Reykjanesbær Dýr Gæludýr Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Myrra og eigendur hennar búa á Melteignum í Keflavík í Reykjanesbæ. Myrra er ekki nema átta mánaða og segja eigendur hennar að hún sé óþekkt hvolpaskott og ekki sú hlýðnasta í augnablikinu en samt sé hún mjög ljúf og alltaf til í klapp og klór. „Þetta er Norskur Lunda – hundur. Þetta er afar sjaldgæf tegund en 1963 voru bara til sex svona hundar í Noregi en núna eru þeir taldir verða 1500 til 2000, mest í Noregi en það eru bara fimm hér á Íslandi. Það er hún Myrra hérna, svo eru það mamma hennar og pabbi og svo á hún tvö systkini,“ segir María Ísrún Hauksdóttir, eigandi Myrru. Og hún bætir við. „Myrra er með auka klær á hverri löpp. Lunda hundar eru með sex, hún er að vísu með sjö. Það er til þess að geta krafsað sig upp í hellana og náð í lundana og eggin svo hún haldi sér betur. Svo er hún með auka liðamót, það er líka svo hún geti klifrað. Hún getur sveigt fæturna svona og svo getur hún sveigt hausinn alla leið hingað, hún er ekkert voðalega hrifin af því að láta gera það. Svo getur hún lokað eyrunum svo vatn leki ekki inn í þau þegar hún er inn í hellum og annað.“ Hugmyndin er að flytja inn rakka frá Noregi og para við Myrru þannig að það komi hvolpar í þeim tilgangi að halda stofninum við hér á landi. „Þetta er æðislegur hundur, alveg frábær, algjörlega drauma hundurinn, ekki of stór og ekki of lítil,“ segir Óskar Ingi Víglundsson, sem er líka eigandi Myrru með Maríu. Samskonar hundur og Myrra, Lunda-hundur en aðeins eru til fimm svona hundar á Íslandi.Aðsend
Reykjanesbær Dýr Gæludýr Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira