Svartíminn átta vikur á næstunni: Kenna Krabbameinsfélaginu og Covid-19 um langan biðtíma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2021 10:24 „Leghálskrabbamein þróast yfirleitt 10-30 árum eftir að kona smitast af HPV. Því hefur töf á skimun eða svörum við henni um vikur, mánuði eða jafnvel ár þannig sjaldan áhrif á heilsu heilbrigðra einkennalausra kvenna,“ segir í tilkynningu heilsugæslunnar. Getty Svartími vegna leghálssýna verður átta vikur á næstunni, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að vel gangi að koma sýnum út og svör berist innan þriggja vikna frá komu á rannsóknarstofuna. Leghálssýnin eru rannsökuð á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Í tilkynningunni segir að átta vikna svartímann megi meðal annars rekja til uppsafnaðra sýna frá fyrri þjónustuaðila, aukins fjölda sýna, Covid-19 og skráningar í skimunarskrá Embættis landslæknis. „Fyrri þjónustuaðili“ er Krabbameinsfélag Íslands en ítrekað hefur verið greint frá því að um 2.000 sýni voru órannsökuð þegar heilsugæslan tók við verkefninu. Þess ber þó að geta að stjórnendur KÍ höfðu gert heilbrigðisráðuneytinu grein fyrir því í október að þessar aðstæður myndu skapast þegar verkefnið skipti um hendur og lagt til lausnir. Heilbrigðisráðuneytið sagðist hins vegar ekki telja þörf á því að fresta því að KÍ hætti að taka sýni (30. nóvember) en þó var ekki gengið frá samningnum við Hvidovre fyrr en í febrúar. Fram að þeim tíma lágu umrædd sýni óhreyfð hjá heilsugæslunni. Í tilkynningunni sem birtist á heimasíðu heilsugæslunnar í gær segir að þegar búið verði að vinna upp töf og launsir á skráningu í skimunarskrá verði komnar til framkvæmda verði hægt að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla. Þeir staðlar kveði á um að yfir 80 prósent kvenna fái niðurstöðu innan fjögurra vikna frá því að sýni er tekið og allar konur fái niðurstöðu innan sex vikna. Þessi fyrirheit eru í hróplegu ósamræmi við þau tímamörk sem Kristján Oddson, yfirmaður samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, talaði um þegar Vísir ræddi við hann í lok janúar, þegar hyllti í samning við Hvidovre. Þá sagði Kristján að konur fengju niðurstöðu innan tíu til fjórtán daga, að hámarki. Hafa ber í huga í þessu samhengi að þegar leghálsskimunin fluttist frá Krabbameinsfélaginu yfir til heilsugæslunnar var jafnframt tekin upp sú breyting að HPV greining, það er að segja skimun fyrir HPV veirunni, er fyrsta rannsókn. Meirihluti sýnanna sem fara til Kaupmannahöfns eru því aðeins HPV greind. Landspítalinn hefur lýst því yfir að hann geti auðveldlega tekið að sér umræddar rannsóknir, ekki síst með tilkomu nýs tækis sem einnig er notað við skimun fyrir Covid-19, og að svartíminn yrði í mesta lagi þrír dagar. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Meta árlegan kostnað við leghálsýnarannsóknir 99 milljónir króna Landspítalinn metur árlegan kostnað við rannsóknir á leghálssýnum um 99 milljónir króna. Þetta kemur fram í kostnaðargreiningu sem spítalinn skilaði heilbrigðisráðuneytinu 15. mars síðastliðinn. 9. apríl 2021 08:12 Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30 Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. 17. mars 2021 11:20 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Leghálssýnin eru rannsökuð á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Í tilkynningunni segir að átta vikna svartímann megi meðal annars rekja til uppsafnaðra sýna frá fyrri þjónustuaðila, aukins fjölda sýna, Covid-19 og skráningar í skimunarskrá Embættis landslæknis. „Fyrri þjónustuaðili“ er Krabbameinsfélag Íslands en ítrekað hefur verið greint frá því að um 2.000 sýni voru órannsökuð þegar heilsugæslan tók við verkefninu. Þess ber þó að geta að stjórnendur KÍ höfðu gert heilbrigðisráðuneytinu grein fyrir því í október að þessar aðstæður myndu skapast þegar verkefnið skipti um hendur og lagt til lausnir. Heilbrigðisráðuneytið sagðist hins vegar ekki telja þörf á því að fresta því að KÍ hætti að taka sýni (30. nóvember) en þó var ekki gengið frá samningnum við Hvidovre fyrr en í febrúar. Fram að þeim tíma lágu umrædd sýni óhreyfð hjá heilsugæslunni. Í tilkynningunni sem birtist á heimasíðu heilsugæslunnar í gær segir að þegar búið verði að vinna upp töf og launsir á skráningu í skimunarskrá verði komnar til framkvæmda verði hægt að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla. Þeir staðlar kveði á um að yfir 80 prósent kvenna fái niðurstöðu innan fjögurra vikna frá því að sýni er tekið og allar konur fái niðurstöðu innan sex vikna. Þessi fyrirheit eru í hróplegu ósamræmi við þau tímamörk sem Kristján Oddson, yfirmaður samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, talaði um þegar Vísir ræddi við hann í lok janúar, þegar hyllti í samning við Hvidovre. Þá sagði Kristján að konur fengju niðurstöðu innan tíu til fjórtán daga, að hámarki. Hafa ber í huga í þessu samhengi að þegar leghálsskimunin fluttist frá Krabbameinsfélaginu yfir til heilsugæslunnar var jafnframt tekin upp sú breyting að HPV greining, það er að segja skimun fyrir HPV veirunni, er fyrsta rannsókn. Meirihluti sýnanna sem fara til Kaupmannahöfns eru því aðeins HPV greind. Landspítalinn hefur lýst því yfir að hann geti auðveldlega tekið að sér umræddar rannsóknir, ekki síst með tilkomu nýs tækis sem einnig er notað við skimun fyrir Covid-19, og að svartíminn yrði í mesta lagi þrír dagar.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Meta árlegan kostnað við leghálsýnarannsóknir 99 milljónir króna Landspítalinn metur árlegan kostnað við rannsóknir á leghálssýnum um 99 milljónir króna. Þetta kemur fram í kostnaðargreiningu sem spítalinn skilaði heilbrigðisráðuneytinu 15. mars síðastliðinn. 9. apríl 2021 08:12 Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30 Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. 17. mars 2021 11:20 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Meta árlegan kostnað við leghálsýnarannsóknir 99 milljónir króna Landspítalinn metur árlegan kostnað við rannsóknir á leghálssýnum um 99 milljónir króna. Þetta kemur fram í kostnaðargreiningu sem spítalinn skilaði heilbrigðisráðuneytinu 15. mars síðastliðinn. 9. apríl 2021 08:12
Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30
Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. 17. mars 2021 11:20