Tölum um dauðann Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 29. apríl 2021 08:01 Eitt er það sem við Íslendingar nefnum sjaldan á nafn sem er þó óhjákvæmilegur atburður í lífi okkar allra – dauðinn. Flest vonumst við til að það sé langt í að við skiljum við lífið og við hugum sjaldan að endalokunum. Því miður er þó hópur fólks sem tekur þá ákvörðun að binda enda á eigið líf og sér þá jafnvel ekki aðra lausn úr þeim vanda sem það býr við. En heilt yfir má segja að dauðinn sé að mörgu leyti orðinn okkur fjarlægur, ekki bara vegna þess að við tölum lítið um hann heldur einnig vegna þess að útfararþjónustur sjá yfirleitt um mest allan undirbúning fyrir útför þess látna. Meðan við vorum í torfkofunum ekki alls fyrir löngu var sá látni innan veggja heimilisins fram að útför hans og var þá dauðinn áþreifanlegri í lífi hvers og eins einstaklings. Ungbarnadauði var miklu algengari og húsakostur oft slæmur sem hafði áhrif á heilsufar, öryggi og lífslengd fólks. Með auknum lífsgæðum og hækkandi lífaldri upplifum við sjaldnar dauðann og oft hugum við ekki að honum fyrr en við neyðumst til að takast á við hann, til dæmis þegar ástvinur okkar kveður þessa jarðvist. Mörg okkar kannast við þá tilfinningu að þegar við fregnum af andláti einhvers sem við þekktum að upp koma hugsanir um mikilvægi þess að njóta lífsins meðan það varir. Við vitum yfirleitt ekki fyrir fram hvenær líf okkar endar og kannski sem betur fer. Og þegar einstaklingar fá þær fregnir að þeir eigi lítið eftir ólifað, m.a. vegna ólæknandi sjúkdóms, er algengt að skipuleggja vel þær stundir sem eftir eru svo hægt sé að njóta þeirra sem best. En þegar við stöndum frammi fyrir því að ástvinir og nánir aðstandendur okkar deyja komumst við ekki hjá því að fjalla um dauðann. Fyrir utan það áfall, sorg og söknuð sem aðstandendur standa frammi fyrir bætast oft við fjárhagsáhyggjur. Kostnaðurinn við útför má áætla að sé frá um 300 þúsund til 1,5 milljón miðað við gjaldskrá útfararþjónustu. Það er svo sem enginn sem skikkar fólk til að hafa útför með öllum þeim kostnaðarliðum sem þar eru taldir fram og eflaust væri hægt að jarða ástvini sína með minni tilkostnaði. Það hafa hins vegar skapast ákveðnar hefðir í samfélaginu varðandi þessar athafnir og eðlilega vilja aðstandendur tryggja sínum látna ástvini útför í samræmi við þá staðla. Ef aðstandendur hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa straum af kostnaði er hægt að leita til félagsþjónustu sveitarfélaga. Ákveðinn hámarksstyrkur er þá veittur ef aðstandendur uppfylla þau skilyrði sem sett eru til að fá þann styrk. Ég tel mikilvægt að kostnaður við útfarir verði alfarið greiddur úr ríkissjóði. Vissulega er um mikla fjármuni að ræða miðað við hver núverandi kostnaður er við útfarir. En þar sem dauðinn er óhjákvæmilegur hjá okkur öllum ætti það að vera sjálfsagður hlutur að skattfé okkar sé varið í útfarir okkar. Það fyrirkomulag getur um leið gefið okkur tækifæri til að endurmeta hvernig tilhögun útfara er í dag og hvort við viljum skapa nýjar hefðir og venjur samhliða þeim. Áður en kórónuveiran hóf innreið sína var algengt að gestir við útfarir fóru beint í erfidrykkju þess látna og voru jafnvel búnir að borða sig sadda af brauðtertum, pönnukökum og marsípankökum áður en nánustu aðstandendur komu þangað úr kirkjugarðinum og jafnvel voru hluti gestanna þá farnir á brott. Því miður hefur tilstandið í kringum útfarir oft orðið til þess að það skortir persónulega nálgun en eftir standa ástvinir með bæði söknuð og háan reikning fyrir útförinni. Tölum um dauðann og tölum um hvernig við viljum hafa fyrirkomulag útfara. En tryggjum fyrst og fremst að fjárhagsáhyggjur vegna útfara bætist ekki á þær áhyggjur sem eftirlifandi ástvinir hafa. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Eitt er það sem við Íslendingar nefnum sjaldan á nafn sem er þó óhjákvæmilegur atburður í lífi okkar allra – dauðinn. Flest vonumst við til að það sé langt í að við skiljum við lífið og við hugum sjaldan að endalokunum. Því miður er þó hópur fólks sem tekur þá ákvörðun að binda enda á eigið líf og sér þá jafnvel ekki aðra lausn úr þeim vanda sem það býr við. En heilt yfir má segja að dauðinn sé að mörgu leyti orðinn okkur fjarlægur, ekki bara vegna þess að við tölum lítið um hann heldur einnig vegna þess að útfararþjónustur sjá yfirleitt um mest allan undirbúning fyrir útför þess látna. Meðan við vorum í torfkofunum ekki alls fyrir löngu var sá látni innan veggja heimilisins fram að útför hans og var þá dauðinn áþreifanlegri í lífi hvers og eins einstaklings. Ungbarnadauði var miklu algengari og húsakostur oft slæmur sem hafði áhrif á heilsufar, öryggi og lífslengd fólks. Með auknum lífsgæðum og hækkandi lífaldri upplifum við sjaldnar dauðann og oft hugum við ekki að honum fyrr en við neyðumst til að takast á við hann, til dæmis þegar ástvinur okkar kveður þessa jarðvist. Mörg okkar kannast við þá tilfinningu að þegar við fregnum af andláti einhvers sem við þekktum að upp koma hugsanir um mikilvægi þess að njóta lífsins meðan það varir. Við vitum yfirleitt ekki fyrir fram hvenær líf okkar endar og kannski sem betur fer. Og þegar einstaklingar fá þær fregnir að þeir eigi lítið eftir ólifað, m.a. vegna ólæknandi sjúkdóms, er algengt að skipuleggja vel þær stundir sem eftir eru svo hægt sé að njóta þeirra sem best. En þegar við stöndum frammi fyrir því að ástvinir og nánir aðstandendur okkar deyja komumst við ekki hjá því að fjalla um dauðann. Fyrir utan það áfall, sorg og söknuð sem aðstandendur standa frammi fyrir bætast oft við fjárhagsáhyggjur. Kostnaðurinn við útför má áætla að sé frá um 300 þúsund til 1,5 milljón miðað við gjaldskrá útfararþjónustu. Það er svo sem enginn sem skikkar fólk til að hafa útför með öllum þeim kostnaðarliðum sem þar eru taldir fram og eflaust væri hægt að jarða ástvini sína með minni tilkostnaði. Það hafa hins vegar skapast ákveðnar hefðir í samfélaginu varðandi þessar athafnir og eðlilega vilja aðstandendur tryggja sínum látna ástvini útför í samræmi við þá staðla. Ef aðstandendur hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa straum af kostnaði er hægt að leita til félagsþjónustu sveitarfélaga. Ákveðinn hámarksstyrkur er þá veittur ef aðstandendur uppfylla þau skilyrði sem sett eru til að fá þann styrk. Ég tel mikilvægt að kostnaður við útfarir verði alfarið greiddur úr ríkissjóði. Vissulega er um mikla fjármuni að ræða miðað við hver núverandi kostnaður er við útfarir. En þar sem dauðinn er óhjákvæmilegur hjá okkur öllum ætti það að vera sjálfsagður hlutur að skattfé okkar sé varið í útfarir okkar. Það fyrirkomulag getur um leið gefið okkur tækifæri til að endurmeta hvernig tilhögun útfara er í dag og hvort við viljum skapa nýjar hefðir og venjur samhliða þeim. Áður en kórónuveiran hóf innreið sína var algengt að gestir við útfarir fóru beint í erfidrykkju þess látna og voru jafnvel búnir að borða sig sadda af brauðtertum, pönnukökum og marsípankökum áður en nánustu aðstandendur komu þangað úr kirkjugarðinum og jafnvel voru hluti gestanna þá farnir á brott. Því miður hefur tilstandið í kringum útfarir oft orðið til þess að það skortir persónulega nálgun en eftir standa ástvinir með bæði söknuð og háan reikning fyrir útförinni. Tölum um dauðann og tölum um hvernig við viljum hafa fyrirkomulag útfara. En tryggjum fyrst og fremst að fjárhagsáhyggjur vegna útfara bætist ekki á þær áhyggjur sem eftirlifandi ástvinir hafa. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun