Síminn hagnaðist um 2,8 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2021 13:08 Orri Hauksson, forstjóri Símans. Aðsend Hagnaður Símans nam 2,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 762 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Símans af sölu upplýsingatæknifyrirtækisins Sensa til hins norska Crayon Group AS nam 2,1 milljarði króna á ársfjórðungnum og skýrir því stærstan hluta hagnaðarins. Tekjur Símans á fyrsta ársfjórðungi hækkuðu um 1,6% og námu 6,4 milljörðum króna samanborið við 6,3 milljarða á sama tímabili í fyrra. Eigið fé Símans var 39,4 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 59,8% í lok fyrsta ársfjórðungs. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Símans. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) lækkaði milli ára og nam 2,5 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hann nam 2,6 milljörðum á sama tímabili árið 2020 og lækkar 3,7%. Lægri reikitekjur og aukinn erlendur kostnaður Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að umtalsverð lækkun reikitekna vegna erlendra ferðamanna milli ára og aukning í erlendum kostnaði valdi lækkun EBITDA. Þá hafi fyrsti ársfjórðungur 2020 verið einn sá besti í sögu félagsins. Hann segir að heildartekjur hafi aukist meðal annars vegna aukinnar búnaðarsölu, sem beri þó lága framlegð. Einnig tiltekur hann að tekjur af auglýsingasölu hafi aukist vegna breyttrar og sérsniðinnar þjónustu Símans við auglýsendur sem auðveldi þeim nú að ná til vel skilgreindra markhópa. Skoða framtíð Mílu Í tilkynningu frá félaginu er greint frá því að það hafi nú ráðið fjárfestingabankann Lazard og Íslandsbanka til að ráðleggja um stefnumarkmið og framtíðarmöguleika Mílu. „Mikil og ör þróun hefur átt sér stað síðustu misserin á samsetningu fjarskiptafélaga á alþjóðamörkuðum. Innlendir og erlendir fjárfestar sýna þannig aukinn áhuga á sérhæfingu í fjárfestingum, meðal annars með því að innviðaeignir séu aðskildar frá þjónustufélögum í smásölu,“ er haft eftir Orra sem segir að undanfarin misseri hafi verið unnið markvisst að því að auka sjálfstæði Mílu innan samstæðu Símans. Markaðir Fjarskipti Tengdar fréttir Síminn dæmdur til að greiða sekt fyrir ítrekað brot á fjölmiðlalögum Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 2. júlí 2020 13:32 Netárás olli truflunum á þjónustu Símans Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins. 1. febrúar 2021 13:55 Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Tekjur Símans á fyrsta ársfjórðungi hækkuðu um 1,6% og námu 6,4 milljörðum króna samanborið við 6,3 milljarða á sama tímabili í fyrra. Eigið fé Símans var 39,4 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 59,8% í lok fyrsta ársfjórðungs. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Símans. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) lækkaði milli ára og nam 2,5 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hann nam 2,6 milljörðum á sama tímabili árið 2020 og lækkar 3,7%. Lægri reikitekjur og aukinn erlendur kostnaður Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að umtalsverð lækkun reikitekna vegna erlendra ferðamanna milli ára og aukning í erlendum kostnaði valdi lækkun EBITDA. Þá hafi fyrsti ársfjórðungur 2020 verið einn sá besti í sögu félagsins. Hann segir að heildartekjur hafi aukist meðal annars vegna aukinnar búnaðarsölu, sem beri þó lága framlegð. Einnig tiltekur hann að tekjur af auglýsingasölu hafi aukist vegna breyttrar og sérsniðinnar þjónustu Símans við auglýsendur sem auðveldi þeim nú að ná til vel skilgreindra markhópa. Skoða framtíð Mílu Í tilkynningu frá félaginu er greint frá því að það hafi nú ráðið fjárfestingabankann Lazard og Íslandsbanka til að ráðleggja um stefnumarkmið og framtíðarmöguleika Mílu. „Mikil og ör þróun hefur átt sér stað síðustu misserin á samsetningu fjarskiptafélaga á alþjóðamörkuðum. Innlendir og erlendir fjárfestar sýna þannig aukinn áhuga á sérhæfingu í fjárfestingum, meðal annars með því að innviðaeignir séu aðskildar frá þjónustufélögum í smásölu,“ er haft eftir Orra sem segir að undanfarin misseri hafi verið unnið markvisst að því að auka sjálfstæði Mílu innan samstæðu Símans.
Markaðir Fjarskipti Tengdar fréttir Síminn dæmdur til að greiða sekt fyrir ítrekað brot á fjölmiðlalögum Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 2. júlí 2020 13:32 Netárás olli truflunum á þjónustu Símans Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins. 1. febrúar 2021 13:55 Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Síminn dæmdur til að greiða sekt fyrir ítrekað brot á fjölmiðlalögum Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 2. júlí 2020 13:32
Netárás olli truflunum á þjónustu Símans Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins. 1. febrúar 2021 13:55