„Leyfið líkunum að hrannast upp í þúsundatali!“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2021 07:37 Boris hefur þverneitað fyrir að hafa látið ummælin falla. epa/Neil Hall Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sætir nú auknum þrýstingi eftir að breskir miðlar greindu frá því í gær að hann hefði sagt að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að grípa aftur til harðra sóttvarnaðgerða. Mikil reiði greip um sig vegna málsins, ekki síst af hálfu þeirra sem misst hafa ástvin sökum Covid-19, en forsætisráðherrann og stuðningsmenn hans hafa neitað því að hann hafi nokkurn tímann sagt annað eins. Ummælin eru sögð hafa fallið að loknum fundi í Downing-stræti í nóvember síðastliðnum, þegar Johnson sá sig tilneyddan til að fyrirskipa fjögurra vikna sóttvarnaðgerðir vegna uppsveiflu í kórónuveirufaraldrinum. „Engin fleiri fokking útgöngubönn; leyfið líkunum að hrannast upp í þúsundatali!“ á Johnson að hafa sagt. Fjöldi miðla hefur greint frá atvikinu en að sögn heimildarmanns Guardian voru ummælin látin falla fyrir utan skrifstofu forsætisráðherrans, í viðurvist nokkurra einstaklinga. Annar heimildarmaður, sem var ekki viðstaddur, segir að um þau hafi verið rætt á síðasta ári en sá heyrði að Johnson hefði sagt: „Engin fleiri fokking útgöngubönn; skítt með afleiðingarnar“. Þrátt fyrir staðfasta neitun frá Johnson og talsmanni hans greindi BBC frá atvikinu og sagðist hafa fengið það staðfest að þau hefðu fallið eftir heitar umræður í Downing-stræti. Andstæðingar Johnson hafa gagnrýnt hann harðlega í kjölfarið og sagt hann hafa náð botninum með því að gera lítið úr þeim 127 þúsund sem hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi. Þá hafa samtök aðstandenda sem hafa misst ástvini úr Covid-19 sagt ummælin eins og að fá hnefahögg í magann og hafa magnað reiði þeirra vegna þeirra svara stjórnvalda að ekki verði hægt að hefja rannsókn á viðbrögðum yfirvalda vegna faraldursins á næstu mánuðum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Mikil reiði greip um sig vegna málsins, ekki síst af hálfu þeirra sem misst hafa ástvin sökum Covid-19, en forsætisráðherrann og stuðningsmenn hans hafa neitað því að hann hafi nokkurn tímann sagt annað eins. Ummælin eru sögð hafa fallið að loknum fundi í Downing-stræti í nóvember síðastliðnum, þegar Johnson sá sig tilneyddan til að fyrirskipa fjögurra vikna sóttvarnaðgerðir vegna uppsveiflu í kórónuveirufaraldrinum. „Engin fleiri fokking útgöngubönn; leyfið líkunum að hrannast upp í þúsundatali!“ á Johnson að hafa sagt. Fjöldi miðla hefur greint frá atvikinu en að sögn heimildarmanns Guardian voru ummælin látin falla fyrir utan skrifstofu forsætisráðherrans, í viðurvist nokkurra einstaklinga. Annar heimildarmaður, sem var ekki viðstaddur, segir að um þau hafi verið rætt á síðasta ári en sá heyrði að Johnson hefði sagt: „Engin fleiri fokking útgöngubönn; skítt með afleiðingarnar“. Þrátt fyrir staðfasta neitun frá Johnson og talsmanni hans greindi BBC frá atvikinu og sagðist hafa fengið það staðfest að þau hefðu fallið eftir heitar umræður í Downing-stræti. Andstæðingar Johnson hafa gagnrýnt hann harðlega í kjölfarið og sagt hann hafa náð botninum með því að gera lítið úr þeim 127 þúsund sem hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi. Þá hafa samtök aðstandenda sem hafa misst ástvini úr Covid-19 sagt ummælin eins og að fá hnefahögg í magann og hafa magnað reiði þeirra vegna þeirra svara stjórnvalda að ekki verði hægt að hefja rannsókn á viðbrögðum yfirvalda vegna faraldursins á næstu mánuðum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira