Endurnýjun ekki til marks um óánægju með þingflokkinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. apríl 2021 19:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna. Vísir/vilhelm Mikil endurnýjun verður í þingflokki Vinstri Grænna í haust. Nýir oddvitar eru í öllum kjördæmum þar sem forval hefur farið fram og þingmönnum hefur ítrekað verið hafnað. Formaður Vinstri Grænna telur þetta ekki endurspegla óánægju. Það var ljóst að nokkur endurnýjun yrði í oddvitasætum þar sem þeir Ari Trausti Guðmundsson og Steingrímur J. Sigfússon eru að hætta þingmennsku og Rósa Björk Brynjólfsdóttir er gengin í Samfylkinguna. Þrjú oddvitasæti voru því laus en í gær urðu fjórðu oddvitaskiptin þegar Lilja Rafney Magnúsdóttir tapaði sínu sæti í Norðvesturkjördæmi til sveitarstjórnarmannsins Bjarna Jónsonar. Fólk utan þingflokksins vermir nú öll efstu sætin þar sem forval hefur farið fram. Óli Halldórsson í Norðausturkjördæmi, Hólmfríður Árnadóttir í Suðurkjördæmi og Guðmundur Ingi Guðbrandssson, umhverfis- og auðlindaráðherra í Suðvesturkjördæmi. Þingmenn flokksins sem hafa sóst eftir fyrsta sæti á lista hafa ekki haft erindi sem erfiði og eiga nú á hættu að missa þingsæti miðað við niðurstöður síðustu kosninga. Kolbeinn Óttarsson Proppé sem lenti í fjórða sæti í Suðurkjördæmi ætlar þó að reyna aftur við forvalið í Reykjavíkurkjördæmunum í miðjum maí. Þar gefa Katrín Jakobsdótir og Svandís Svavarsdóttir einar kost á sér í fyrsta sæti. Ekki stór málefnalegur ágreiningur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, telur það að þingmönnum hafi ítrekað verið hafnað ekki til marks um óánægju með þingflokkinn. „Ég hef ekki orðið vör við þá óánægju og held í raun og veru, ef við reynum að greina þetta út frá málefnum að það sé ekki stór málefnalegur ágreiningur. En ég held vissulega að það sé mikill áhugi á því að taka þátt,“ segir Katrín. Hún telur flokksmenn ekki vera að láta í ljós óánægju með stjórnarsamstarfið, þau sem skipi oddvitasætin hafi ekki talað gegn því. „Ég held að þetta snúist meira bara um að sums staðar hafa ekki verið forvöl lengi og það er stemning fyrir því að láta verulega að sér kveða.“ Bjarni Jónsson, nýr oddviti í Norðvesturkjördæmi, sagðist í samtali við fréttastofu í dag telja góða þátttöku í forvalinu endurspegla mikinn áhuga. Hans áherslur hafi hlotið góðan hljómgrunn. „Ég tengi þetta ekki við það sem er að gerast í öðrum kjördæmum. Ég legg bara það á borðið sem ég stend fyrir og vinn fyrir og ég held að það hafi hlotið góðan hljómgrunn. Þess vegna hafi ég unnið þennan afgerandi sigur í kosningunni. En ég legg áherslu á að Lilja Rafney fékk líka fína kosningu og góðan stuðning,“ sagði Bjarni. Lilja Rafney sagðist í færslu á Facebook í dag ætla að nýta næstu daga til þess að íhuga framhaldið í pólitíkinni. Hún þakkar góðan stuðning en segist hafa átt von á þessari niðurstöðu. „Ég þakka öllu því góða fólki sem studdi mig í Forvali VG um helgina. Ég fékk mikinn stuðning sem dugði þó ekki til þess að leiða lista VG áfram. Ég átti von á uppstokkun þegar félögum fjölgaði um 500 manns síðustu vikurnar. En svona eru leikreglurnar og umhugsunarvert til framtíðar litið hvað er besta fyrirkomulagið í vali á frambjóðendum,“ segir Lilja. Alþingi Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Sjá meira
Það var ljóst að nokkur endurnýjun yrði í oddvitasætum þar sem þeir Ari Trausti Guðmundsson og Steingrímur J. Sigfússon eru að hætta þingmennsku og Rósa Björk Brynjólfsdóttir er gengin í Samfylkinguna. Þrjú oddvitasæti voru því laus en í gær urðu fjórðu oddvitaskiptin þegar Lilja Rafney Magnúsdóttir tapaði sínu sæti í Norðvesturkjördæmi til sveitarstjórnarmannsins Bjarna Jónsonar. Fólk utan þingflokksins vermir nú öll efstu sætin þar sem forval hefur farið fram. Óli Halldórsson í Norðausturkjördæmi, Hólmfríður Árnadóttir í Suðurkjördæmi og Guðmundur Ingi Guðbrandssson, umhverfis- og auðlindaráðherra í Suðvesturkjördæmi. Þingmenn flokksins sem hafa sóst eftir fyrsta sæti á lista hafa ekki haft erindi sem erfiði og eiga nú á hættu að missa þingsæti miðað við niðurstöður síðustu kosninga. Kolbeinn Óttarsson Proppé sem lenti í fjórða sæti í Suðurkjördæmi ætlar þó að reyna aftur við forvalið í Reykjavíkurkjördæmunum í miðjum maí. Þar gefa Katrín Jakobsdótir og Svandís Svavarsdóttir einar kost á sér í fyrsta sæti. Ekki stór málefnalegur ágreiningur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, telur það að þingmönnum hafi ítrekað verið hafnað ekki til marks um óánægju með þingflokkinn. „Ég hef ekki orðið vör við þá óánægju og held í raun og veru, ef við reynum að greina þetta út frá málefnum að það sé ekki stór málefnalegur ágreiningur. En ég held vissulega að það sé mikill áhugi á því að taka þátt,“ segir Katrín. Hún telur flokksmenn ekki vera að láta í ljós óánægju með stjórnarsamstarfið, þau sem skipi oddvitasætin hafi ekki talað gegn því. „Ég held að þetta snúist meira bara um að sums staðar hafa ekki verið forvöl lengi og það er stemning fyrir því að láta verulega að sér kveða.“ Bjarni Jónsson, nýr oddviti í Norðvesturkjördæmi, sagðist í samtali við fréttastofu í dag telja góða þátttöku í forvalinu endurspegla mikinn áhuga. Hans áherslur hafi hlotið góðan hljómgrunn. „Ég tengi þetta ekki við það sem er að gerast í öðrum kjördæmum. Ég legg bara það á borðið sem ég stend fyrir og vinn fyrir og ég held að það hafi hlotið góðan hljómgrunn. Þess vegna hafi ég unnið þennan afgerandi sigur í kosningunni. En ég legg áherslu á að Lilja Rafney fékk líka fína kosningu og góðan stuðning,“ sagði Bjarni. Lilja Rafney sagðist í færslu á Facebook í dag ætla að nýta næstu daga til þess að íhuga framhaldið í pólitíkinni. Hún þakkar góðan stuðning en segist hafa átt von á þessari niðurstöðu. „Ég þakka öllu því góða fólki sem studdi mig í Forvali VG um helgina. Ég fékk mikinn stuðning sem dugði þó ekki til þess að leiða lista VG áfram. Ég átti von á uppstokkun þegar félögum fjölgaði um 500 manns síðustu vikurnar. En svona eru leikreglurnar og umhugsunarvert til framtíðar litið hvað er besta fyrirkomulagið í vali á frambjóðendum,“ segir Lilja.
Alþingi Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Sjá meira