Nú þarf sjálfbærni í öllum rekstri Tómas Njáll Möller skrifar 27. apríl 2021 07:31 Við erum á tímamótunvarðandi þróun umhverfis okkar og samfélaga. Við stöndum á krossgötum þar sem val um leiðir, aðgerðir og aðgerðarleysi ræður miklu um hvort við náum að snúa samfélögum okkar, framleiðslu og neyslu á braut sjálfbærni. Það mun hafa mikil áhrif á framtíð okkar, barna okkar og afkomenda þeirra. Við stöndum frammi fyrir gríðarlegri áskorun varðandi loftslagmál og grundvöllvistkerfa sem við treystum á. Þessar áskoranir kunna að virka ógnvekjandi en þær fela í líka í sér óþrjótandi tækifæri fyrir nýsköpun, ný atvinnutækifæri og sterkari samkeppnisstöðu. Frá Holocene til Anthropocene – hvað er það? Í fyrsta sinn í sögu jarðar eru athafnir manna ráðandi þáttur í þróun vistkerfa. Við lok síðustu ísaldar tók við rúmlega tíu þúsund ára tímabil sem er nefnt Holocene (nútíminn). Á þeim tíma hefur hitastig sveiflast á um einnar gráðu bili. Það skapaði aðstæður fyrir manninn að þróa þau nútímasamfélög sem við þekkjum. Upp úr 1950 tók við nýtt tímabil sem nefnist Anthropocene. Það vísar til áhrifa mannsins sem birtast m.a. í óæskilegri hlýnun loftslags, ógnun líffræðilegs fjölbreytileika og ójafnvægis í mikilvægum vistkerfum. Þessi áhrif mannsins munu að óbreyttu valda mannkyninu gríðarlegum búsifjum. Iðnbyltingin hefur fært okkur fordæmalausa velmegun en því miður byggir hún ekki á sjálfbærum forsendum. Mikilvægur vitnisburður um stöðuna og leiðir fram á við Sir David Attenborough dregur upp sterka mynd í bók sinni A Life on Our Planet sem og í samnefndri kvikmynd. Bókin byggir á ævistarfi hans en hann er nú 94 ára.Attenborough bendir okkur á að frá árinu 1938 hafi mannfjöldi farið úr 2,3 milljörðum í 7,8 milljarða og villt landsvæði minnkað úr 64% í 35%. Á sama tíma hefur kolefni í andrúmsloftinu aukist um nær helming og er nú meira en nokkru sinni í sögu mannkyns. Attenborough kveðst hafa áhyggjur fyrir hönd þeirra sem lifa munu næstu 90 árin ef við höldum óbreyttum lifnaðarháttum. Vísindamenn benda á að líf á jörðinni sé á leið á endastöð. Attenborough bendir okkur þó á leið til bjartari framtíðar en sú leið krefst þess að við stýrum athöfnum okkar innan ramma sjálfbærs hagkerfis. Til þess þurfum við að: hætta að reikna með að vöxtur geti verið óendanlegur færa okkur yfir í hreina orku vernda lífríki heimshafanna og gefa þeim færi á að ná fyrri styrk taka minna pláss fyrir athafnir okkar veita villtri náttúru meira rými skapa aðstæður til að stöðva fólksfjölgun og síðast en ekki síst; ná tökum á sjálfbærri þróun og lifnaðarháttum Við höfum þekkinguna og framtíðin er í okkar höndum. Viljinn er allt sem þarf. Tilvísun til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun: Samstillt náum við miklu meiri árangri Grunnstef Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni - er að vera umræðuvaki, fræðsluvettvangur og brúarsmiður. Með því að horfa á stóru myndina og setja hlutina í samhengi vill Festa styðja aðildarfélög sín og aðra til að vinna að sjálfbæru samfélagi. Samfélagi sem útilokar ekki komandi kynslóðir frá því að geta lifað góðu lífi. Meðal helstu áherslumála Festu eru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, loftslagsmarkmið, hringrásarhagkerfi, fjárfestingar í þágu sjálfbærni og vegvísar fyrir sjálfbæran rekstur. Á vef Festu (www.samfelagsabyrgd.is) má finna ýmsan fróðleik og leiðbeiningar fyrir fyrirtæki, stofnanir og einyrkja varðandi sjálfbæran rekstur. Vegferðin að sjálfbæru samfélagi getur falið í sér óþrjótandi tækifæri fyrir Ísland til að skapa ný og góð störf, styðja við sanngjarnt samfélag, viðhalda lífsgæðum, skapa sjálfbær fjárfestingartækifæri og efla samkeppnisstöðu okkar. Bill Gates bendir á það og útskýrir í nýlegri bók sinni, How to Avoid a Climate Disaster, að þau ríki sem nái fyrst kolefnishlutleysi muni standa mun betur að vígi í samkeppninni. Áratugur aðgerða er runninn upp Þjóðir heims settu sér skýr og metnaðarfull markmið árið 2015 með gerð Parísarsáttmálans um aðgerðir í loftslagsmálum og með samþykkt heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sáttmálarnir eru öflugir vegvísar og innihalda mikilvæg markmið sem er brýnt að ná fyrir árið 2030. Það er viðeigandi að nefna nýhafinn áratug, áratug aðgerða. Við þurfum að vinna saman að settum markmiðum, sýna áræðni og framsýni. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni og yfirlögfræðingur lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Sjá meira
Við erum á tímamótunvarðandi þróun umhverfis okkar og samfélaga. Við stöndum á krossgötum þar sem val um leiðir, aðgerðir og aðgerðarleysi ræður miklu um hvort við náum að snúa samfélögum okkar, framleiðslu og neyslu á braut sjálfbærni. Það mun hafa mikil áhrif á framtíð okkar, barna okkar og afkomenda þeirra. Við stöndum frammi fyrir gríðarlegri áskorun varðandi loftslagmál og grundvöllvistkerfa sem við treystum á. Þessar áskoranir kunna að virka ógnvekjandi en þær fela í líka í sér óþrjótandi tækifæri fyrir nýsköpun, ný atvinnutækifæri og sterkari samkeppnisstöðu. Frá Holocene til Anthropocene – hvað er það? Í fyrsta sinn í sögu jarðar eru athafnir manna ráðandi þáttur í þróun vistkerfa. Við lok síðustu ísaldar tók við rúmlega tíu þúsund ára tímabil sem er nefnt Holocene (nútíminn). Á þeim tíma hefur hitastig sveiflast á um einnar gráðu bili. Það skapaði aðstæður fyrir manninn að þróa þau nútímasamfélög sem við þekkjum. Upp úr 1950 tók við nýtt tímabil sem nefnist Anthropocene. Það vísar til áhrifa mannsins sem birtast m.a. í óæskilegri hlýnun loftslags, ógnun líffræðilegs fjölbreytileika og ójafnvægis í mikilvægum vistkerfum. Þessi áhrif mannsins munu að óbreyttu valda mannkyninu gríðarlegum búsifjum. Iðnbyltingin hefur fært okkur fordæmalausa velmegun en því miður byggir hún ekki á sjálfbærum forsendum. Mikilvægur vitnisburður um stöðuna og leiðir fram á við Sir David Attenborough dregur upp sterka mynd í bók sinni A Life on Our Planet sem og í samnefndri kvikmynd. Bókin byggir á ævistarfi hans en hann er nú 94 ára.Attenborough bendir okkur á að frá árinu 1938 hafi mannfjöldi farið úr 2,3 milljörðum í 7,8 milljarða og villt landsvæði minnkað úr 64% í 35%. Á sama tíma hefur kolefni í andrúmsloftinu aukist um nær helming og er nú meira en nokkru sinni í sögu mannkyns. Attenborough kveðst hafa áhyggjur fyrir hönd þeirra sem lifa munu næstu 90 árin ef við höldum óbreyttum lifnaðarháttum. Vísindamenn benda á að líf á jörðinni sé á leið á endastöð. Attenborough bendir okkur þó á leið til bjartari framtíðar en sú leið krefst þess að við stýrum athöfnum okkar innan ramma sjálfbærs hagkerfis. Til þess þurfum við að: hætta að reikna með að vöxtur geti verið óendanlegur færa okkur yfir í hreina orku vernda lífríki heimshafanna og gefa þeim færi á að ná fyrri styrk taka minna pláss fyrir athafnir okkar veita villtri náttúru meira rými skapa aðstæður til að stöðva fólksfjölgun og síðast en ekki síst; ná tökum á sjálfbærri þróun og lifnaðarháttum Við höfum þekkinguna og framtíðin er í okkar höndum. Viljinn er allt sem þarf. Tilvísun til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun: Samstillt náum við miklu meiri árangri Grunnstef Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni - er að vera umræðuvaki, fræðsluvettvangur og brúarsmiður. Með því að horfa á stóru myndina og setja hlutina í samhengi vill Festa styðja aðildarfélög sín og aðra til að vinna að sjálfbæru samfélagi. Samfélagi sem útilokar ekki komandi kynslóðir frá því að geta lifað góðu lífi. Meðal helstu áherslumála Festu eru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, loftslagsmarkmið, hringrásarhagkerfi, fjárfestingar í þágu sjálfbærni og vegvísar fyrir sjálfbæran rekstur. Á vef Festu (www.samfelagsabyrgd.is) má finna ýmsan fróðleik og leiðbeiningar fyrir fyrirtæki, stofnanir og einyrkja varðandi sjálfbæran rekstur. Vegferðin að sjálfbæru samfélagi getur falið í sér óþrjótandi tækifæri fyrir Ísland til að skapa ný og góð störf, styðja við sanngjarnt samfélag, viðhalda lífsgæðum, skapa sjálfbær fjárfestingartækifæri og efla samkeppnisstöðu okkar. Bill Gates bendir á það og útskýrir í nýlegri bók sinni, How to Avoid a Climate Disaster, að þau ríki sem nái fyrst kolefnishlutleysi muni standa mun betur að vígi í samkeppninni. Áratugur aðgerða er runninn upp Þjóðir heims settu sér skýr og metnaðarfull markmið árið 2015 með gerð Parísarsáttmálans um aðgerðir í loftslagsmálum og með samþykkt heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sáttmálarnir eru öflugir vegvísar og innihalda mikilvæg markmið sem er brýnt að ná fyrir árið 2030. Það er viðeigandi að nefna nýhafinn áratug, áratug aðgerða. Við þurfum að vinna saman að settum markmiðum, sýna áræðni og framsýni. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni og yfirlögfræðingur lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar