Biden viðurkennir þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2021 07:47 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Joe Biden Bandaríkjaforseti varð í gær fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að formlega lýsa fjöldamorðunum á Armenum árið 1915 sem þjóðarmorði. Morðin áttu sér stað í þá deyjandi Ottómanveldinu þar sem nú er Tyrkland. Málið hefur lengi verið viðkvæmt: Tyrkir hafa viðurkennt að morðin hafi átt sér stað en hafa alltaf neitað að kalla þau þjóðarmorð. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði í gær að Tyrkland neitaði algerlega að viðurkenna ákvörðun Bandaríkjanna um að kalla morðin þjóðarmorð. „Við munum ekki leyfa öðrum að kenna okkur sögu okkar,“ skrifaði Cavusoglu á Twitter í gær. Síðdegis í gær greindi svo tyrkneska utanríkisráðuneytið frá því að það hafi boðað bandaríska sendiherrann í Tyrklandi á sinn fund. Bandaríkjaforsetar og ríkisstjórnir þeirra hafa aldrei áður sagt opinberlega að morðin hafi verið þjóðarmorð vegna áhyggna um að það myndi mynda spennu í sambandi ríkjanna, en Tyrkland er einnig meðlimur Atlantshafsbandalagsins. Kaliforníubúar gengu í gegn um borgina í gær til þes að minnast þjóðarmorðs Tyrkja á Armenum.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Þjóðarmorðin á Armenum 1915 má rekja til stríðs Rússa og Tyrkja um yfirráðasvæði í Kákasusfjöllunum. Löndin höfðu lengi deilt og átt í stríðum allt frá sextándu öld og var þar gjarnan deilt um yfirráð á Balkanskaganum og í Kákasusfjöllum. Eftir sigur Rússa í stríði ríkjanna árið 1914 héldu Ottómanar því fram að kristnir Armenar hafi svikið land sitt, Ottómanveldið, og gengið til liðs við Rússa. Armenum var útskúfað af heimkynnum sínum og voru þeir fluttir í massavís til sýrlensku eyðimerkurinnar og annarra svæða. Hundruð þúsundir Armena fórust, þeir voru margir myrtir en margir dóu úr sulti eða af veikindum eftir útskúfunina. Lengi hefur verið deilt um fjölda þeirra Armena sem fórust í aðför Tyrkja að þeim. Armenar hafa lengi sagt að allt að 1,5 milljón hafi farist en Tyrkir halda því fram að aðeins um 300 þúsund hafi farist. Samkvæmt tölum International Association of Genocide Scolars fórust meira en milljón Armena. Þrátt fyrir að Tyrkir hafi viðurkennt ódæðisverkin sem áttu sér þarna stað hafa þeir alltaf neitað því að kerfisbundin aðför að kristnum Armenum hafi átt sér stað. Tyrkland Bandaríkin Joe Biden Armenía Tengdar fréttir Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. 14. nóvember 2019 16:46 Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47 Ísraelskir þingmenn vilja fordæma þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Þingmenn tveggja flokka á ísraelska þinginu ætla að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að Ísrael viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. 16. maí 2018 12:14 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Málið hefur lengi verið viðkvæmt: Tyrkir hafa viðurkennt að morðin hafi átt sér stað en hafa alltaf neitað að kalla þau þjóðarmorð. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði í gær að Tyrkland neitaði algerlega að viðurkenna ákvörðun Bandaríkjanna um að kalla morðin þjóðarmorð. „Við munum ekki leyfa öðrum að kenna okkur sögu okkar,“ skrifaði Cavusoglu á Twitter í gær. Síðdegis í gær greindi svo tyrkneska utanríkisráðuneytið frá því að það hafi boðað bandaríska sendiherrann í Tyrklandi á sinn fund. Bandaríkjaforsetar og ríkisstjórnir þeirra hafa aldrei áður sagt opinberlega að morðin hafi verið þjóðarmorð vegna áhyggna um að það myndi mynda spennu í sambandi ríkjanna, en Tyrkland er einnig meðlimur Atlantshafsbandalagsins. Kaliforníubúar gengu í gegn um borgina í gær til þes að minnast þjóðarmorðs Tyrkja á Armenum.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Þjóðarmorðin á Armenum 1915 má rekja til stríðs Rússa og Tyrkja um yfirráðasvæði í Kákasusfjöllunum. Löndin höfðu lengi deilt og átt í stríðum allt frá sextándu öld og var þar gjarnan deilt um yfirráð á Balkanskaganum og í Kákasusfjöllum. Eftir sigur Rússa í stríði ríkjanna árið 1914 héldu Ottómanar því fram að kristnir Armenar hafi svikið land sitt, Ottómanveldið, og gengið til liðs við Rússa. Armenum var útskúfað af heimkynnum sínum og voru þeir fluttir í massavís til sýrlensku eyðimerkurinnar og annarra svæða. Hundruð þúsundir Armena fórust, þeir voru margir myrtir en margir dóu úr sulti eða af veikindum eftir útskúfunina. Lengi hefur verið deilt um fjölda þeirra Armena sem fórust í aðför Tyrkja að þeim. Armenar hafa lengi sagt að allt að 1,5 milljón hafi farist en Tyrkir halda því fram að aðeins um 300 þúsund hafi farist. Samkvæmt tölum International Association of Genocide Scolars fórust meira en milljón Armena. Þrátt fyrir að Tyrkir hafi viðurkennt ódæðisverkin sem áttu sér þarna stað hafa þeir alltaf neitað því að kerfisbundin aðför að kristnum Armenum hafi átt sér stað.
Tyrkland Bandaríkin Joe Biden Armenía Tengdar fréttir Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. 14. nóvember 2019 16:46 Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47 Ísraelskir þingmenn vilja fordæma þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Þingmenn tveggja flokka á ísraelska þinginu ætla að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að Ísrael viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. 16. maí 2018 12:14 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. 14. nóvember 2019 16:46
Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47
Ísraelskir þingmenn vilja fordæma þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Þingmenn tveggja flokka á ísraelska þinginu ætla að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að Ísrael viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. 16. maí 2018 12:14