Stendur ekki við gefin loftslagsloforð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. apríl 2021 15:19 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Getty/Andressa Anholete Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær. Loftslagsráðstefna fór fram á vegum Bandaríkjastjórnar í gær þar sem Bolsonaro hét því að tvöfalda fjárveitingar til loftslagsmála í von um að stemma stigu við ólöglegri skógareyðingu. Sagðist hann stefna á að allur slíkur skógruðningur yrði hættur fyrir árið 2030. Bolsonaro gekk hins vegar hratt á bak orða sinna og skrifaði í gær undir fjárlög þar sem ekki er gert ráð fyrir tvöföldun þessarar fjárveitingar. Þá samþykkti hann ekki aukalegar fjárveitingar sem lagðar voru til af brasilíska þinginu. Frá því að Bolsonaro tók við forsetastóli hefur ríkisstjórn hans dregið úr fjárveitingum til málefnisins og talað gegn umhverfisvernd. Þá hefur hann talað fyrir uppbyggingu á vernduðum svæðum. Gagnrýnendur segja loforð Bolsonaro mega rekja til samnings sem Brasilía og Bandaríkin eru að semja um þessa dagana. Samningurinn snýst um fjárveitingar Bandaríkjanna til Brasilíu gegn því að Brasilía verndi Amazon skóginn, stærsta regnskóg jarðarinnar, og önnur svæði. Samkvæmt fjárlögum Brasilíu 2021 fær umhverfisráðuneytið 380 milljónir Bandaríkjadala, eða um 47,8 milljarða íslenskra króna, í fjárveitingar en árið 2020 var tæpum 550 milljónum Bandaríkjadala, eða um 68,8 milljörðum króna, varið í ráðuneytið. Umhverfisráðherra Brasilíu hefur óskað eftir því að fjárveitingarnar verði endurskoðaðar og verði í samræmi við loforð Bolsonaros. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Loftslagsráðstefna fór fram á vegum Bandaríkjastjórnar í gær þar sem Bolsonaro hét því að tvöfalda fjárveitingar til loftslagsmála í von um að stemma stigu við ólöglegri skógareyðingu. Sagðist hann stefna á að allur slíkur skógruðningur yrði hættur fyrir árið 2030. Bolsonaro gekk hins vegar hratt á bak orða sinna og skrifaði í gær undir fjárlög þar sem ekki er gert ráð fyrir tvöföldun þessarar fjárveitingar. Þá samþykkti hann ekki aukalegar fjárveitingar sem lagðar voru til af brasilíska þinginu. Frá því að Bolsonaro tók við forsetastóli hefur ríkisstjórn hans dregið úr fjárveitingum til málefnisins og talað gegn umhverfisvernd. Þá hefur hann talað fyrir uppbyggingu á vernduðum svæðum. Gagnrýnendur segja loforð Bolsonaro mega rekja til samnings sem Brasilía og Bandaríkin eru að semja um þessa dagana. Samningurinn snýst um fjárveitingar Bandaríkjanna til Brasilíu gegn því að Brasilía verndi Amazon skóginn, stærsta regnskóg jarðarinnar, og önnur svæði. Samkvæmt fjárlögum Brasilíu 2021 fær umhverfisráðuneytið 380 milljónir Bandaríkjadala, eða um 47,8 milljarða íslenskra króna, í fjárveitingar en árið 2020 var tæpum 550 milljónum Bandaríkjadala, eða um 68,8 milljörðum króna, varið í ráðuneytið. Umhverfisráðherra Brasilíu hefur óskað eftir því að fjárveitingarnar verði endurskoðaðar og verði í samræmi við loforð Bolsonaros.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41