Hlíðarbúar vilja smurbrauð í stað smurolíu Eiður Þór Árnason skrifar 23. apríl 2021 20:25 Smurstöðin er vel staðsett nærri íbúðabyggð og Bústaðavegi. Jóhanna Svala Rafnsdóttir Íbúar í Hlíðum vilja sjá veitingarekstur í gömlu smurstöðinni við Skógarhlíð og fá kaffi og kruðerí þar sem nú fæst bensín og smurolía. Á ýmist að skipta út einum svörtum vökva fyrir annan eða opna fjölorkustöð sem þjónar fýrum jafnt sem bílum. Umræða um stöðina kviknaði í Facebook-hópi hverfisins þar sem um 180 taka undir ákallið og láta sig dreyma um smurbrauð, bjór og bakkelsi í stílhreina húsinu sem hannað var af Þóri Sandholt arkitekt. Bragi Þorsteinsson, annar eigandi smurstöðvarinnar sem rekin er í húsnæðinu tekur nokkuð vel í hugmynd íbúanna og segist opinn fyrir því að reyna að finna lausn sem henti öllum aðilum. Hjón vildu opna kaffihús Bragi hefur rekið stöðina ásamt mági sínum Bent Helgasyni frá árinu 2016 en smurstöð hefur verið rekin í húsinu allt frá árinu 1955. Bragi kannast við áhugann segir að hjón nokkur hafi leitað til máganna og leigusalans Skeljungs með hugmynd um að hefja þar kaffihúsarekstur fyrir um tveimur árum. Þær viðræður hafi þó runnið út í sandinn. „Ég held að það hafi bara verið frekar erfitt í framkvæmd að koma þessu fyrir svo við myndum hafa afgreiðslu og annað. Við erum líka með búð þarna með olíuvörum og þyrftum eiginlega að fórna henni til að koma fyrir annarri starfsemi.“ Verslun má einnig finna í húsnæðinu.Jóhanna Svala Rafnsdóttir Sakar aldrei að setjast niður Bragi segist skilja vel að íbúum hverfisins þyki staðsetningin og sjarmerandi húsið vera eftirsóknarverður staður fyrir bar eða kaffihús. Slíkar hugmyndir þyrfti þó að útfæra í samvinnu við máganna og Skeljung. „Það þarf bara að hefja einhverja umræðu til að sjá hvort þetta sé gerlegt, það leit ekkert rosalega vel út síðast. Húsið er þannig uppsett að það þyrfti frekar mikið rask til að koma þessu fyrir en það sakar aldrei að setjast niður,“ bætir Bragi við. Hann á heldur erfitt með að sjá veitingadrauma íbúanna raungerast á meðan smurolían flæðir enn í húsnæðinu. „En ef þetta væri eitthvað sem virkaði fyrir alla aðila þá er ekki hægt að útiloka neitt.“ Reykjavík Veitingastaðir Bensín og olía Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Umræða um stöðina kviknaði í Facebook-hópi hverfisins þar sem um 180 taka undir ákallið og láta sig dreyma um smurbrauð, bjór og bakkelsi í stílhreina húsinu sem hannað var af Þóri Sandholt arkitekt. Bragi Þorsteinsson, annar eigandi smurstöðvarinnar sem rekin er í húsnæðinu tekur nokkuð vel í hugmynd íbúanna og segist opinn fyrir því að reyna að finna lausn sem henti öllum aðilum. Hjón vildu opna kaffihús Bragi hefur rekið stöðina ásamt mági sínum Bent Helgasyni frá árinu 2016 en smurstöð hefur verið rekin í húsinu allt frá árinu 1955. Bragi kannast við áhugann segir að hjón nokkur hafi leitað til máganna og leigusalans Skeljungs með hugmynd um að hefja þar kaffihúsarekstur fyrir um tveimur árum. Þær viðræður hafi þó runnið út í sandinn. „Ég held að það hafi bara verið frekar erfitt í framkvæmd að koma þessu fyrir svo við myndum hafa afgreiðslu og annað. Við erum líka með búð þarna með olíuvörum og þyrftum eiginlega að fórna henni til að koma fyrir annarri starfsemi.“ Verslun má einnig finna í húsnæðinu.Jóhanna Svala Rafnsdóttir Sakar aldrei að setjast niður Bragi segist skilja vel að íbúum hverfisins þyki staðsetningin og sjarmerandi húsið vera eftirsóknarverður staður fyrir bar eða kaffihús. Slíkar hugmyndir þyrfti þó að útfæra í samvinnu við máganna og Skeljung. „Það þarf bara að hefja einhverja umræðu til að sjá hvort þetta sé gerlegt, það leit ekkert rosalega vel út síðast. Húsið er þannig uppsett að það þyrfti frekar mikið rask til að koma þessu fyrir en það sakar aldrei að setjast niður,“ bætir Bragi við. Hann á heldur erfitt með að sjá veitingadrauma íbúanna raungerast á meðan smurolían flæðir enn í húsnæðinu. „En ef þetta væri eitthvað sem virkaði fyrir alla aðila þá er ekki hægt að útiloka neitt.“
Reykjavík Veitingastaðir Bensín og olía Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira