Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2021 14:17 Ekki er mjög kært með þeim Helgu Völu og Svandísi í seinni tíð. Helga Vala telur að þó svo virðist sem Svandís sé að beina orðum sínum um skort á samstöðu að stjórnarandstöðunni fái það ekki staðist; hún hljóti að vera að tala við Sjálfstæðismenn. vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. „Þetta beinist ekki að mér. Þetta er klár stunga á samstarfsflokkinn. Hún er að tala við Sjallana. Það er bara þannig,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Fréttastofa ræddi við Svandísi eftir óvenju langan ríkisstjórnarfund sem haldinn var í morgun; þriggja tíma fundur sem fór í að ræða landamærin. Svandís var spurð út í samstöðu á þinginu í tengslum við nýja lagasetningu er varðar sóttvarnarráðstafanir. „Ég hefði gjarnan viljað meiri samstöðu um það mál. En ég held að pólitískar vendingar í því máli ráðist líka að hluta til af því að við erum komin á kosningaár,“ sagði Svandís. Og bætti við: „Það eru komnir skruðningar í pólitíska umræðu sem eru umhugsunarefni vegna þess að jafnaði hefur það ekki verið þannig að baráttan við veiruna væri pólitískt bitbein.“ Frumvarpið miðjumoð vegna átaka innan ríkisstjórnar Helga Vala segir þetta alveg rétt, aðgerðir sóttvarnaryfirvalda og heilbrigðisráðherra séu orðnar að pólitísku bitbeini en innan ríkisstjórnarinnar. „En milli Sjálfstæðiflokksins annars vegar og Vg hins vegar. Frumvarpið sem Svandís komst inn í þingið með var miðjumoð vegna átakanna innan ríkisstjórnarinnar.“ Helga Vala, sem á sæti í velferðarnefnd, segir það klárt mál að stórnarandstöðuflokkarnir allir hafi verið skýrir á því að fylgja ætti ráðleggingum sóttvarnarlæknis og mati hans á hvað eru hááhættusvæði. En ríkisstjórnin ætlaði að fara aðra leið segir Helga Vala; núna virðist sem þær Svandís og Katrín [Jakobsdóttir forsætisráðherra vilji vera að bakka. Svandís sé að biðja Sjálfstæðisflokkinn að róa sig „Já, ef marka má Katrínu og Svandísi eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun. Og fylgja Þórólfi sem hefur vitið í þessum málum. Það er okkar leið. Við fögnum því. “ Helga Vala segist ekki geta tekið ummæli Svandísar til sín eða stórnarandstöðunnar: „Augljóslega er Svandís að biðja Sjálfstæðisflokkinn að róa sig í gagnrýninni á þessar nýjustu aðgerðir. Hún er að tala við samstarfsflokk sinn í ríkisstjórninni.“ Helga Vala segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið mikinn í umræðum um málið á þinginu. „Við vorum beðin um að takmarka umræðuna inni í þinginu af því að þetta þurfti að vinnast hratt. Það var einn þingmaður sem talaði fyrir hvern stjórnarandstöðuflokkanna en Sjálfstæðisflokkurinn þurfti þrjá, til að lýsa andstöðu við málið. Þetta voru það Sigríður Á. Andersen, Birgir Ármannsson og Vilhjálmur Árnason. „Og tveir ráðherrar sjálfstæðisflokksins mættu svo ekki til atkvæðagreiðslunnar,“ segir Helga Vala og telur það segja sína sögu. Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03 Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22. apríl 2021 07:10 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Þetta beinist ekki að mér. Þetta er klár stunga á samstarfsflokkinn. Hún er að tala við Sjallana. Það er bara þannig,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Fréttastofa ræddi við Svandísi eftir óvenju langan ríkisstjórnarfund sem haldinn var í morgun; þriggja tíma fundur sem fór í að ræða landamærin. Svandís var spurð út í samstöðu á þinginu í tengslum við nýja lagasetningu er varðar sóttvarnarráðstafanir. „Ég hefði gjarnan viljað meiri samstöðu um það mál. En ég held að pólitískar vendingar í því máli ráðist líka að hluta til af því að við erum komin á kosningaár,“ sagði Svandís. Og bætti við: „Það eru komnir skruðningar í pólitíska umræðu sem eru umhugsunarefni vegna þess að jafnaði hefur það ekki verið þannig að baráttan við veiruna væri pólitískt bitbein.“ Frumvarpið miðjumoð vegna átaka innan ríkisstjórnar Helga Vala segir þetta alveg rétt, aðgerðir sóttvarnaryfirvalda og heilbrigðisráðherra séu orðnar að pólitísku bitbeini en innan ríkisstjórnarinnar. „En milli Sjálfstæðiflokksins annars vegar og Vg hins vegar. Frumvarpið sem Svandís komst inn í þingið með var miðjumoð vegna átakanna innan ríkisstjórnarinnar.“ Helga Vala, sem á sæti í velferðarnefnd, segir það klárt mál að stórnarandstöðuflokkarnir allir hafi verið skýrir á því að fylgja ætti ráðleggingum sóttvarnarlæknis og mati hans á hvað eru hááhættusvæði. En ríkisstjórnin ætlaði að fara aðra leið segir Helga Vala; núna virðist sem þær Svandís og Katrín [Jakobsdóttir forsætisráðherra vilji vera að bakka. Svandís sé að biðja Sjálfstæðisflokkinn að róa sig „Já, ef marka má Katrínu og Svandísi eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun. Og fylgja Þórólfi sem hefur vitið í þessum málum. Það er okkar leið. Við fögnum því. “ Helga Vala segist ekki geta tekið ummæli Svandísar til sín eða stórnarandstöðunnar: „Augljóslega er Svandís að biðja Sjálfstæðisflokkinn að róa sig í gagnrýninni á þessar nýjustu aðgerðir. Hún er að tala við samstarfsflokk sinn í ríkisstjórninni.“ Helga Vala segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið mikinn í umræðum um málið á þinginu. „Við vorum beðin um að takmarka umræðuna inni í þinginu af því að þetta þurfti að vinnast hratt. Það var einn þingmaður sem talaði fyrir hvern stjórnarandstöðuflokkanna en Sjálfstæðisflokkurinn þurfti þrjá, til að lýsa andstöðu við málið. Þetta voru það Sigríður Á. Andersen, Birgir Ármannsson og Vilhjálmur Árnason. „Og tveir ráðherrar sjálfstæðisflokksins mættu svo ekki til atkvæðagreiðslunnar,“ segir Helga Vala og telur það segja sína sögu.
Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03 Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22. apríl 2021 07:10 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03
Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22. apríl 2021 07:10