Spyrnudólgar gera Vesturbæingum gramt í geði Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2021 12:19 Bílafantarnir eru komnir á stjá á Grandanum Vesturbæingum til mikils ama og hrellingar. Hávaðinn sem myndast þegar menn eru að reykspóla, jafnvel á hljóðkútslausum bílum sínum, getur verið ægilegur. Teitur Atlason hefur ritað Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu opinbert kvörtunarbréf vegna ökufanta sem safnast saman úti á Granda og eru að gera Vesturbæinga gráhærða með látum og háskaakstri. Vesturbæingurinn Teitur vekur máls á því, á Facebooksíðu lögreglunnar, að rétt eins og náttúran taki við sér og líf vakni að vori, þá vakni einnig verri hlutir: „Hraðakstur á Hringbraut er árviss viðburður þegar vora tekur og sumarið gengur í garð. Það eru kappaksturshópar sem hittast á Grandanum og þangað þeysast þeir með miklum og truflandi hávaða á kvöldin.“ Vísir hefur áður fjallað um þetta fyrirbæri og Vesturbæingar hafa lengi kvartað undan þessu en allt kemur fyrir ekki. Til dæmis má sjá í frétt Vísis frá árinu 2016 að þetta er þrálátur vandi: Vælandi dekk og spyrnuakstur hafa haldið vöku fyrir íbúum í Vesturbænum sem standa ráðþrota frammi fyrir vandamálinu. Sjá má myndbandsupptöku en þar hamast ökufantur á bíl sínum sem mest hann má. Fram kemur að Byko-planið er orðið hið nýja Hallærisplan, þangað hópist ungmenni um kvöld og helgar, jafnvel hundruðum saman. Teitur Atlason hefur biðlað opinberlega til lögreglunnar, að hún reyni að stemma stigu við þessum vanda.vísir/frosti Tugir mæta á bílum sínum og vilja sýna bílakúnstir sem felst í spyrnum á hljóðkútslausum bílum auk þess sem vinsælt er að reykspóla þannig að vælir í dekkjum. Hávaðinn sem fylgir er óskaplegur. Fátt virðist breytast: „Það er eins og sumir ráði ekki við sig að sjá beina Hringbílarbrautina þegar sólin er lágt á lofti og gatan tóm. Þetta er afskaplega hvimleitt og íbúar við Hringbraut hafa bundist samtökum gegn þessari óværu,“ segir Teitur. Hann hvetur lögregluna til dáða; að hraðamæla Hringbraut (frá Suðurgötu og að Ánanaustum). „Þar er 40 km hámarkshraði sem margir virða að vettugi. Endilega mælið þegar hraða-fíklarnir fara á stjá. Læti byrja upp úr kl 20 og standa oft fram yfir miðnætti.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heitir Teiti því að hún muni skoða málið. Skipulag Umferðaröryggi Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Vesturbæingurinn Teitur vekur máls á því, á Facebooksíðu lögreglunnar, að rétt eins og náttúran taki við sér og líf vakni að vori, þá vakni einnig verri hlutir: „Hraðakstur á Hringbraut er árviss viðburður þegar vora tekur og sumarið gengur í garð. Það eru kappaksturshópar sem hittast á Grandanum og þangað þeysast þeir með miklum og truflandi hávaða á kvöldin.“ Vísir hefur áður fjallað um þetta fyrirbæri og Vesturbæingar hafa lengi kvartað undan þessu en allt kemur fyrir ekki. Til dæmis má sjá í frétt Vísis frá árinu 2016 að þetta er þrálátur vandi: Vælandi dekk og spyrnuakstur hafa haldið vöku fyrir íbúum í Vesturbænum sem standa ráðþrota frammi fyrir vandamálinu. Sjá má myndbandsupptöku en þar hamast ökufantur á bíl sínum sem mest hann má. Fram kemur að Byko-planið er orðið hið nýja Hallærisplan, þangað hópist ungmenni um kvöld og helgar, jafnvel hundruðum saman. Teitur Atlason hefur biðlað opinberlega til lögreglunnar, að hún reyni að stemma stigu við þessum vanda.vísir/frosti Tugir mæta á bílum sínum og vilja sýna bílakúnstir sem felst í spyrnum á hljóðkútslausum bílum auk þess sem vinsælt er að reykspóla þannig að vælir í dekkjum. Hávaðinn sem fylgir er óskaplegur. Fátt virðist breytast: „Það er eins og sumir ráði ekki við sig að sjá beina Hringbílarbrautina þegar sólin er lágt á lofti og gatan tóm. Þetta er afskaplega hvimleitt og íbúar við Hringbraut hafa bundist samtökum gegn þessari óværu,“ segir Teitur. Hann hvetur lögregluna til dáða; að hraðamæla Hringbraut (frá Suðurgötu og að Ánanaustum). „Þar er 40 km hámarkshraði sem margir virða að vettugi. Endilega mælið þegar hraða-fíklarnir fara á stjá. Læti byrja upp úr kl 20 og standa oft fram yfir miðnætti.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heitir Teiti því að hún muni skoða málið.
Skipulag Umferðaröryggi Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira