Stálbarnið Andri Fannar Baldursson Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2021 07:01 Andri Fannar í leiknum á miðvikudagskvöld. Mario Carlini/Getty Images Hinn ungi og efnilegi Andri Fannar Baldursson lék tæplega fimmtíu mínútur í liði Bologna í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á miðvikudagskvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Torino. Hinn 19 ára gamli Andri Fannar var þarna að taka þátt í sínum sjötta leik með Bologna á tímabilinu. Hann kom inn af bekknum strax á 9. mínútu þar sem Nicolas Dominguez meiddist og þurfti að fara af velli. Andri Fannar nældi sér í gult spjald um miðbik fyrri hálfleiks og var á endanum tekinn af velli þegar 56 mínútur voru á klukkunni. Þá var staðan 1-0 Bologna í vil en Torino jafnaði aðeins tveimur mínútum eftir að Andri Fannar var tekinn af velli. 8' - We're forced into an early change as #Dominguez goes off injured. #Baldursson takes his place #BolognaTorino | 0-0 | #WeAreOne— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 21, 2021 Í stuttu spjalli við Fótbolti.net staðfesti Andri Fannar að Siniša Mihajlović, þjálfari liðsins, hefði tekið hann af velli þar sem dómari leiksins var mjög strangur og Andri Fannar átti á hættu að fá sitt annað gula spjald. Íslendingurinn hefði til að mynda fengið gult spjald fyrir sitt fyrsta brot í leiknum. Í umfjöllun Gazzetta dello Sport á Ítalíu var Andri Fannar kallaður Stálbarnið eða „Baby d‘accio“ á ítölsku. Björn Már Ólafsson vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Gazzettan gefur Andra Fannari viðurnefnið Stálbarnið. Baby d acciaio. Hann sinnti iðnaði á miðjunni fyrir Bologna í gær og fær 6 í einkunn að launum. Ég hlakka til að sjá járnbræðurna Stálbarnið og Iron-Mike sækja eðalmálm með landsliðinu á komandi árum pic.twitter.com/zOV0I1DIFa— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) April 22, 2021 Iron-Mike er tilvísun í Mikael Neville Anderson sem virðist einhvern veginn hafa erft gamla gælunafnið hans Mike Tyson þó þeir verðu nú seint sakaðir um að vera svipaðir innan vallar sem utan. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Andri Fannar var þarna að taka þátt í sínum sjötta leik með Bologna á tímabilinu. Hann kom inn af bekknum strax á 9. mínútu þar sem Nicolas Dominguez meiddist og þurfti að fara af velli. Andri Fannar nældi sér í gult spjald um miðbik fyrri hálfleiks og var á endanum tekinn af velli þegar 56 mínútur voru á klukkunni. Þá var staðan 1-0 Bologna í vil en Torino jafnaði aðeins tveimur mínútum eftir að Andri Fannar var tekinn af velli. 8' - We're forced into an early change as #Dominguez goes off injured. #Baldursson takes his place #BolognaTorino | 0-0 | #WeAreOne— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 21, 2021 Í stuttu spjalli við Fótbolti.net staðfesti Andri Fannar að Siniša Mihajlović, þjálfari liðsins, hefði tekið hann af velli þar sem dómari leiksins var mjög strangur og Andri Fannar átti á hættu að fá sitt annað gula spjald. Íslendingurinn hefði til að mynda fengið gult spjald fyrir sitt fyrsta brot í leiknum. Í umfjöllun Gazzetta dello Sport á Ítalíu var Andri Fannar kallaður Stálbarnið eða „Baby d‘accio“ á ítölsku. Björn Már Ólafsson vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Gazzettan gefur Andra Fannari viðurnefnið Stálbarnið. Baby d acciaio. Hann sinnti iðnaði á miðjunni fyrir Bologna í gær og fær 6 í einkunn að launum. Ég hlakka til að sjá járnbræðurna Stálbarnið og Iron-Mike sækja eðalmálm með landsliðinu á komandi árum pic.twitter.com/zOV0I1DIFa— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) April 22, 2021 Iron-Mike er tilvísun í Mikael Neville Anderson sem virðist einhvern veginn hafa erft gamla gælunafnið hans Mike Tyson þó þeir verðu nú seint sakaðir um að vera svipaðir innan vallar sem utan. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira