Telja 1. júní ekki raunhæfa dagsetningu Snorri Másson skrifar 22. apríl 2021 19:21 Nú hafa meira en 58 þúsund manns fengið fyrsta skammt bólusetningarinnar gegn Covid-19. Vísir/Vilhelm Dagsetningin 1. júní varð samkvæmt vísindamönnum ranglega að viðmiði um betri tíma í huga margra eftir að ríkisstjórnin sýndi glæru á blaðamannafundi í vikunni, þar sem á stóð að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna hefði verið „varinn“ með fyrri skammt af bóluefni. 67% Íslendinga yfir 16 ára eiga að vera komin með fyrsta skammt af bóluefni 1. júní, en það þýðir þó ekki að allir þeirra verði komnir með vörn. Þess vegna er 1. júní ekki raunhæf dagsetning að mati tveggja vísindamanna, sem benda á að vörn fáist ekki eftir bóluefnasprautu fyrr en að liðnum að minnsta kosti tveimur til þremur vikum. Þegar glærusýningin var samin virðist ríkisstjórnin hafa haft þessi 2-3 vikna tímamörk í huga, enda stendur þar að afléttingarnar komi til þegar búið er að „verja“ stærstan hluta fullorðinna með bóluefni, en ekki bara bólusetja. Orðalagið hefur þó ekki skilað sér betur en svo að Sjálfstæðisflokkurinn, einn þriggja ríkisstjórnarflokkanna, dreifir nú skilaboðum á Facebook, þar sem sagt er fullum fetum: „Öllum takmörkunum verður aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefur fengið fyrri skammt bóluefnis.“ Slíkar fullyrðingar eru ekki alls kostar í takt við glærusýningu heilbrigðisráðherra, sem er þó enn um sinn eina heimildin um tímasetningar meiri háttar afléttinga í sumar. Ef marka má Jóhönnu Jakobsdóttur, lektor í líftölfræði við HÍ, og Ingileif Jónsdóttur, prófessor við læknadeild, verður erfitt að standa við loforð um afléttingar á öllum takmörkunum um leið og tilsettur fjöldi hefur fengið fyrri sprautu. „Það tekur 2+ vikur að fá vörn (að hluta) eftir einn skammt af bóluefni. Áætlun stjórnvalda þarf því að hliðra um a.m.k. tvær vikur,“ skrifar Jóhanna Jakobsdóttir á Twitter. Hún telur jafnframt að vegna aldursdreifingar í bólusetningu náist hjarðónæmisþröskuldur ekki við 65% bólusetningu. Ingileif skrifar að full vernd fáist ekki eftir bólusetningu fyrr en eftir mun lengri tíma en 2-3 vikur. „Þess vegna þarf að bíða helst mánuði lengur með opnun landamæranna en stjórnvöld gera ráð fyrir,“ skrifar Ingileif, en vægari ráðstafanir gagnvart ákveðnum löndum eiga að taka gildi á landamærunum 1. júní. Ingileif bendir á að jafnan veiti einn bóluefnaskammtur aðeins vernd upp á um 60-70% og það yfirleitt ekki fyrr en að liðnum nokkrum vikum. Pifzer veitti þannig 61% vernd fjórum vikum eftir fyrsta skammt samkvæmt rannsókn í Bretlandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21 Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
67% Íslendinga yfir 16 ára eiga að vera komin með fyrsta skammt af bóluefni 1. júní, en það þýðir þó ekki að allir þeirra verði komnir með vörn. Þess vegna er 1. júní ekki raunhæf dagsetning að mati tveggja vísindamanna, sem benda á að vörn fáist ekki eftir bóluefnasprautu fyrr en að liðnum að minnsta kosti tveimur til þremur vikum. Þegar glærusýningin var samin virðist ríkisstjórnin hafa haft þessi 2-3 vikna tímamörk í huga, enda stendur þar að afléttingarnar komi til þegar búið er að „verja“ stærstan hluta fullorðinna með bóluefni, en ekki bara bólusetja. Orðalagið hefur þó ekki skilað sér betur en svo að Sjálfstæðisflokkurinn, einn þriggja ríkisstjórnarflokkanna, dreifir nú skilaboðum á Facebook, þar sem sagt er fullum fetum: „Öllum takmörkunum verður aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefur fengið fyrri skammt bóluefnis.“ Slíkar fullyrðingar eru ekki alls kostar í takt við glærusýningu heilbrigðisráðherra, sem er þó enn um sinn eina heimildin um tímasetningar meiri háttar afléttinga í sumar. Ef marka má Jóhönnu Jakobsdóttur, lektor í líftölfræði við HÍ, og Ingileif Jónsdóttur, prófessor við læknadeild, verður erfitt að standa við loforð um afléttingar á öllum takmörkunum um leið og tilsettur fjöldi hefur fengið fyrri sprautu. „Það tekur 2+ vikur að fá vörn (að hluta) eftir einn skammt af bóluefni. Áætlun stjórnvalda þarf því að hliðra um a.m.k. tvær vikur,“ skrifar Jóhanna Jakobsdóttir á Twitter. Hún telur jafnframt að vegna aldursdreifingar í bólusetningu náist hjarðónæmisþröskuldur ekki við 65% bólusetningu. Ingileif skrifar að full vernd fáist ekki eftir bólusetningu fyrr en eftir mun lengri tíma en 2-3 vikur. „Þess vegna þarf að bíða helst mánuði lengur með opnun landamæranna en stjórnvöld gera ráð fyrir,“ skrifar Ingileif, en vægari ráðstafanir gagnvart ákveðnum löndum eiga að taka gildi á landamærunum 1. júní. Ingileif bendir á að jafnan veiti einn bóluefnaskammtur aðeins vernd upp á um 60-70% og það yfirleitt ekki fyrr en að liðnum nokkrum vikum. Pifzer veitti þannig 61% vernd fjórum vikum eftir fyrsta skammt samkvæmt rannsókn í Bretlandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21 Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21
Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20