Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2021 11:59 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. Sóttvarnalæknir segir sex af þeim átta sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsýkingunni á leikskólanum Jörfa. „Það er þarna hópur sem tengist nánast allur fyrri hópsmitum en það kom ekki upp í rakningunni. Þetta var fólk með mjög lítil einkenni,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ekki margir sem þurfa að fara í sóttkví Tveir þeirra átta sem greindust utan sóttkvíar virðast við fyrstu sýn ekki tengjast hópsýkingu. „Það á eftir að skoða það betur.“ Hann segir ekki marga hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra sem greindust utan sóttkvíar. Aðallega hafi verið um fullorði fólk að ræða. „Það er ekki stór fjöldi virðist vera sem betur fer.“ Sóttvarnalæknir segir þessar tölur óþægilegar og valda áhyggjum. Fáir alvarlega veikar „Þær segja það að veiran er búin að dreifa sér víða eins og við höfum rætt á undanförnum dögum. Það er ákveðið áhyggjuefni en á móti kemur þá eru fáir sem eru alvarlega veikir. En það gæti átt eftir að breytast ef það verður mikil útbreiðsla. Þetta eru ekki ánægjulegar tölur. Ég hefði gjarnan viljað sjá þær öðurvísi.“ Þegar greint var frá hópsýkingunni á Jörfa um liðna helgi var talað um að næstu dagar myndu ráða úrslitum varðandi viðbrögð við faraldrinum hér á landi. Þórólfur segir stöðuna þá sömu og þá. „Við erum kannski í sömu sporunum. Það hefur lítið hreyfst upp eða niður á við. Þannig að það er verið að skoða málin og kanna hvort að það þurfi að grípa til einhverra hertra aðgerða. En auðvitað vill maður reyna að forðast það eins og hægt er og ekki grípa til þeirra aðgerða fyrr en það er útséð að þess þurfi,“ segir Þórólfur. Sértækar aðgerðir ekki líklegar Næstu dagar muni því ráða úrslitum en Þórólfur segir sértækar aðgerðir, líkt og reynt var að beita síðastliðið haust, ekki hafa gefið góða raun. „Ég hef sagt áður að við höfum reynt að fara í sértækar aðgerðir og reyndum það í byrjun á þriðju bylgjunni. Það gafst ekki vel. Það var ekki fyrr en við gripum til almennra aðgerða að við förum að ná tökum á því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir sex af þeim átta sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsýkingunni á leikskólanum Jörfa. „Það er þarna hópur sem tengist nánast allur fyrri hópsmitum en það kom ekki upp í rakningunni. Þetta var fólk með mjög lítil einkenni,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ekki margir sem þurfa að fara í sóttkví Tveir þeirra átta sem greindust utan sóttkvíar virðast við fyrstu sýn ekki tengjast hópsýkingu. „Það á eftir að skoða það betur.“ Hann segir ekki marga hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra sem greindust utan sóttkvíar. Aðallega hafi verið um fullorði fólk að ræða. „Það er ekki stór fjöldi virðist vera sem betur fer.“ Sóttvarnalæknir segir þessar tölur óþægilegar og valda áhyggjum. Fáir alvarlega veikar „Þær segja það að veiran er búin að dreifa sér víða eins og við höfum rætt á undanförnum dögum. Það er ákveðið áhyggjuefni en á móti kemur þá eru fáir sem eru alvarlega veikir. En það gæti átt eftir að breytast ef það verður mikil útbreiðsla. Þetta eru ekki ánægjulegar tölur. Ég hefði gjarnan viljað sjá þær öðurvísi.“ Þegar greint var frá hópsýkingunni á Jörfa um liðna helgi var talað um að næstu dagar myndu ráða úrslitum varðandi viðbrögð við faraldrinum hér á landi. Þórólfur segir stöðuna þá sömu og þá. „Við erum kannski í sömu sporunum. Það hefur lítið hreyfst upp eða niður á við. Þannig að það er verið að skoða málin og kanna hvort að það þurfi að grípa til einhverra hertra aðgerða. En auðvitað vill maður reyna að forðast það eins og hægt er og ekki grípa til þeirra aðgerða fyrr en það er útséð að þess þurfi,“ segir Þórólfur. Sértækar aðgerðir ekki líklegar Næstu dagar muni því ráða úrslitum en Þórólfur segir sértækar aðgerðir, líkt og reynt var að beita síðastliðið haust, ekki hafa gefið góða raun. „Ég hef sagt áður að við höfum reynt að fara í sértækar aðgerðir og reyndum það í byrjun á þriðju bylgjunni. Það gafst ekki vel. Það var ekki fyrr en við gripum til almennra aðgerða að við förum að ná tökum á því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira