Að sækjast eftir greiningu eða ekki? Friðrik Agni skrifar 21. apríl 2021 07:00 ,,Ég er með ADHD” heyrði ég marga segja í síðustu viku. Ég veit ekki hvort það var eitthvað alþjóðlegt átak til að vekja athygli á athyglisbresti. Hugsanlega var þetta bara tilviljun. Ég hef svo sem heyrt þessa setningu oft. En einnig hef ég oft fengið spurninguna: Ert þú með ADHD? Og ég ætla að skrifa aðeins um það. Maður spyr sig. Ég er ekki endilega hissa á því að fólk spyrji mig þessarar spurningar. Ég veit að athyglisbrestur lýsir sér á afar ólíkan hátt hjá einstaklingum. Ég hef samt ekki alltaf vitað það. Lengi vel hélt ég að fólk með athyglisbrest væru þeir sem gætu ekki einbeitt sér að neinu og trufluðust auðveldlega. Ég tengi mjög sterkt við það reyndar. Ég tengi þó mest við að vera gera marga hluti í einu. Mér finnst samt bara svo margir vera þannig í kringum mig. Er þetta eitthvað íslenskt dæmi? Eru bara allir á milljón með athyglina hingað og þangað og með bresti út um allt í hausnum? Það fer sennilega allt eftir hvernig maður sjálfur meðhöndlar það og ber sig að. Ertu að ná að afkasta hlutum þó þú sért að gera milljón hluti í einu? Er þetta að aftra þér og angra þig? Ég hef alltaf litið á það að hafa mikið að gera sé skemmtilegt. Svona er venjulegur dagur í mínu lífi: Vakna 5:00, teygjur og léttar æfingar, skrif í dag/planbók, lestur eða hlaðvarpshlustun, morgunmatur, sturta og dagstart. Hoppa frá einum flipa í tölvunni yfir í næsta, fréttir, Facebook, tölvupóstur.. Opna nýtt google docs og byrja að skrifa skipulagsskjal, styrkumsókn, hugmynd eða pistil. Fatta svo að ég á eftir að senda póst - opna nýjan póst byrja að skrifa. Fatta í miðjum pósti að ég var að læra. Samkvæmt planinu mínu átti ég hinsvegar að vera vinna í nýrri heimasíðu en ég hugsa að ég nái að gera það bara síðar í dag. Inn á milli ,,stelst” ég til að hlusta á nýja tónlist til að fá innblástur fyrir danstíma. Ég geri spilunarlista fyrir danskennslu dagsins og hlusta á þau sem ég þarf að æfa. Fatta að ég hef ekki klárað það sem mig langaði að klára. Forgangsraða upp á nýtt og vel það sem ég ætla að klára. Gef mér klukkutíma í fullum fókus, klára þetta eina litla smáatriði, líður eins og sigurvegara. Danskennsla, matur, rólegheit, svefn. Inn á milli er ég að gleyma að loka útidyrahurðinni heilu næturnar, gleymi að fara úr úlpunni, held á símanum á meðan ég tek úr uppþvottavélinni, sé kámugt eldhúsborð og enda á að þurrka af öllu í íbúðinni o.fl. Hljómar svona dagur eins og ég sé með athyglisbrest fyrir þeim sem þekkja þau einkenni? Málið er að það getur vel verið. En ég er líka viss um að mjög margir kannist við mína lýsingu á svona venjulegum degi, að vaða úr einu í annað. Mér finnst næstum allir vera svona í kringum mig. Líkur sækir líkan kannski. Það kemur fyrir að mér finnst ég ekki hafa tök á þessu og er að gleyma allt of miklu eða keyra mig út með milljón hluti í einu. Hugurinn höndlar ekki ástandið og það smitast yfir í svefninn, svefnleysið veldur enn meiri einbeitingarskorti en samt minnkar ekki ,,To do” listinn þannig ég verð að keyra áfram. Þannig er pressan hingað til. Pressan hefur alltaf komið frá sjálfum mér aðallega. Sem betur fer er ég að ná að tækla þessi tímabil betur. Ef ég finn að ég hef sofið illa og get ekki gert hlutina sem ég þarf að gera vel þá tek ég þá út. Ég gef mér tíma til að borða eitthvað gott, lesa, horfa á góða bíómynd, setja símann á ,,flight mode” og oftast leiðir það til betri svefns nóttina eftir og ég get haldið áfram mínum verkefnum næsta dag. Það sem ég vil meina með þessum skrifum er að ég hugsa það gæti vel verið að ég sé með einhverskonar athyglisbrest eða ofvirkni. Kannski ekki. Málið er samt að ég er ekki viss um að ég hefði áorkað þeim hlutum sem ég hef þó áorkað væri ég ekki akkúrat svona eins og ég er. Ég hef staðið mig mjög vel í námi, í starfi og sem sjálfstætt starfandi ,,allskonar”. Ef ég hefði sóst eftir greiningu, greinst með einhverskonar brest og farið á lyf. Hefði ég þá staðið mig jafn vel? Þetta hugsa ég stundum. Sumir fá kannski sitt super power út frá ákveðnum brestum? Nú er ég ekki að meina endilega að ég líti á mig sjálfan sem einhvern súpermann heldur velta því fyrir mér hvort ég væri að gera alla þessa hluti sem ég er að gera og elska að gera ef ég myndi upplifa og líta á það sem galla að gera milljón hluti í einu og keyra stundum á vegg. Ég hef ákveðið að líta svo á að ég geti gert allt sem mig langar að gera. Stundum fer ég í flækjuklessu á meðan en það er þess virði því ég klára alltaf eitthvað. Sumt situr eftir en þá varð því bara ekki ætlað að verða. Nú sanka ég örugglega að mér einhverjum óvinum en mér hefur nefnilega stundum fundist fólk nota sína bresti of mikið í formi afsakana. Þá á ég við þegar fólk hefur markmið, nær þeim ekki og notar andlega kvilla sem útskýringu á því að markmiðinu var ekki náð. Nú vil ég ekki að meina að svo geti ekki verið. Það getur vel verið að ADHD geri það að verkum að einstaklingur á erfiðara með að ná settum markmiðum og eiginlega er það mjög líklegt. Ég vil hinsvegar meina að ef þú ert meðvitaður fullorðinn einstaklingur um þessa bresti þá hefur þú samt ákveðið val. Þú getur valið að leggja enn harðar að þér, finna þér nýjar leiðir í átt að markmiðunum. Hugsa í lausnum og ákveða að vera ekki fórnarlamb. Ég trúi því allavega afar heitt að ef okkur langar alveg virkilega í eitthvað þá finnum við leið til að vinna í áttina að því. Mér finnst alltaf þess virði að reyna og leggja á mig mikla vinnu í áttina að einhverju markmiði því ég hef engu að tapa. Og ef markmiðið næst ekki þá veit ég að ég gerði mitt allra besta. Ég get þá ekki álasað sjálfan mig. Það er erfiðara fyrir suma vegna allskyns kvilla og aðstæðna að uppfylla markmið. En valið um að verða ekki fórnarlamb aðstæðna, er okkar. Hverju get ég breytt? Hvað hef ég þó sem vinnur með mér? Því ef við festumst inn í gallanum og öllu því sem hann hemlar okkur í þá verðum við þar og við munum ekki sjá aðrar lausnir og við munum verða fórnarlamb. Ertu með ADHD? Já kannski. Mögulega. Ég ætti kannski að athuga það og þá bara veit ég það. En ég ætla að ákveða fyrirfram að gera það ekki að mínum galla. Hann verður frekar leynivopnið mitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
,,Ég er með ADHD” heyrði ég marga segja í síðustu viku. Ég veit ekki hvort það var eitthvað alþjóðlegt átak til að vekja athygli á athyglisbresti. Hugsanlega var þetta bara tilviljun. Ég hef svo sem heyrt þessa setningu oft. En einnig hef ég oft fengið spurninguna: Ert þú með ADHD? Og ég ætla að skrifa aðeins um það. Maður spyr sig. Ég er ekki endilega hissa á því að fólk spyrji mig þessarar spurningar. Ég veit að athyglisbrestur lýsir sér á afar ólíkan hátt hjá einstaklingum. Ég hef samt ekki alltaf vitað það. Lengi vel hélt ég að fólk með athyglisbrest væru þeir sem gætu ekki einbeitt sér að neinu og trufluðust auðveldlega. Ég tengi mjög sterkt við það reyndar. Ég tengi þó mest við að vera gera marga hluti í einu. Mér finnst samt bara svo margir vera þannig í kringum mig. Er þetta eitthvað íslenskt dæmi? Eru bara allir á milljón með athyglina hingað og þangað og með bresti út um allt í hausnum? Það fer sennilega allt eftir hvernig maður sjálfur meðhöndlar það og ber sig að. Ertu að ná að afkasta hlutum þó þú sért að gera milljón hluti í einu? Er þetta að aftra þér og angra þig? Ég hef alltaf litið á það að hafa mikið að gera sé skemmtilegt. Svona er venjulegur dagur í mínu lífi: Vakna 5:00, teygjur og léttar æfingar, skrif í dag/planbók, lestur eða hlaðvarpshlustun, morgunmatur, sturta og dagstart. Hoppa frá einum flipa í tölvunni yfir í næsta, fréttir, Facebook, tölvupóstur.. Opna nýtt google docs og byrja að skrifa skipulagsskjal, styrkumsókn, hugmynd eða pistil. Fatta svo að ég á eftir að senda póst - opna nýjan póst byrja að skrifa. Fatta í miðjum pósti að ég var að læra. Samkvæmt planinu mínu átti ég hinsvegar að vera vinna í nýrri heimasíðu en ég hugsa að ég nái að gera það bara síðar í dag. Inn á milli ,,stelst” ég til að hlusta á nýja tónlist til að fá innblástur fyrir danstíma. Ég geri spilunarlista fyrir danskennslu dagsins og hlusta á þau sem ég þarf að æfa. Fatta að ég hef ekki klárað það sem mig langaði að klára. Forgangsraða upp á nýtt og vel það sem ég ætla að klára. Gef mér klukkutíma í fullum fókus, klára þetta eina litla smáatriði, líður eins og sigurvegara. Danskennsla, matur, rólegheit, svefn. Inn á milli er ég að gleyma að loka útidyrahurðinni heilu næturnar, gleymi að fara úr úlpunni, held á símanum á meðan ég tek úr uppþvottavélinni, sé kámugt eldhúsborð og enda á að þurrka af öllu í íbúðinni o.fl. Hljómar svona dagur eins og ég sé með athyglisbrest fyrir þeim sem þekkja þau einkenni? Málið er að það getur vel verið. En ég er líka viss um að mjög margir kannist við mína lýsingu á svona venjulegum degi, að vaða úr einu í annað. Mér finnst næstum allir vera svona í kringum mig. Líkur sækir líkan kannski. Það kemur fyrir að mér finnst ég ekki hafa tök á þessu og er að gleyma allt of miklu eða keyra mig út með milljón hluti í einu. Hugurinn höndlar ekki ástandið og það smitast yfir í svefninn, svefnleysið veldur enn meiri einbeitingarskorti en samt minnkar ekki ,,To do” listinn þannig ég verð að keyra áfram. Þannig er pressan hingað til. Pressan hefur alltaf komið frá sjálfum mér aðallega. Sem betur fer er ég að ná að tækla þessi tímabil betur. Ef ég finn að ég hef sofið illa og get ekki gert hlutina sem ég þarf að gera vel þá tek ég þá út. Ég gef mér tíma til að borða eitthvað gott, lesa, horfa á góða bíómynd, setja símann á ,,flight mode” og oftast leiðir það til betri svefns nóttina eftir og ég get haldið áfram mínum verkefnum næsta dag. Það sem ég vil meina með þessum skrifum er að ég hugsa það gæti vel verið að ég sé með einhverskonar athyglisbrest eða ofvirkni. Kannski ekki. Málið er samt að ég er ekki viss um að ég hefði áorkað þeim hlutum sem ég hef þó áorkað væri ég ekki akkúrat svona eins og ég er. Ég hef staðið mig mjög vel í námi, í starfi og sem sjálfstætt starfandi ,,allskonar”. Ef ég hefði sóst eftir greiningu, greinst með einhverskonar brest og farið á lyf. Hefði ég þá staðið mig jafn vel? Þetta hugsa ég stundum. Sumir fá kannski sitt super power út frá ákveðnum brestum? Nú er ég ekki að meina endilega að ég líti á mig sjálfan sem einhvern súpermann heldur velta því fyrir mér hvort ég væri að gera alla þessa hluti sem ég er að gera og elska að gera ef ég myndi upplifa og líta á það sem galla að gera milljón hluti í einu og keyra stundum á vegg. Ég hef ákveðið að líta svo á að ég geti gert allt sem mig langar að gera. Stundum fer ég í flækjuklessu á meðan en það er þess virði því ég klára alltaf eitthvað. Sumt situr eftir en þá varð því bara ekki ætlað að verða. Nú sanka ég örugglega að mér einhverjum óvinum en mér hefur nefnilega stundum fundist fólk nota sína bresti of mikið í formi afsakana. Þá á ég við þegar fólk hefur markmið, nær þeim ekki og notar andlega kvilla sem útskýringu á því að markmiðinu var ekki náð. Nú vil ég ekki að meina að svo geti ekki verið. Það getur vel verið að ADHD geri það að verkum að einstaklingur á erfiðara með að ná settum markmiðum og eiginlega er það mjög líklegt. Ég vil hinsvegar meina að ef þú ert meðvitaður fullorðinn einstaklingur um þessa bresti þá hefur þú samt ákveðið val. Þú getur valið að leggja enn harðar að þér, finna þér nýjar leiðir í átt að markmiðunum. Hugsa í lausnum og ákveða að vera ekki fórnarlamb. Ég trúi því allavega afar heitt að ef okkur langar alveg virkilega í eitthvað þá finnum við leið til að vinna í áttina að því. Mér finnst alltaf þess virði að reyna og leggja á mig mikla vinnu í áttina að einhverju markmiði því ég hef engu að tapa. Og ef markmiðið næst ekki þá veit ég að ég gerði mitt allra besta. Ég get þá ekki álasað sjálfan mig. Það er erfiðara fyrir suma vegna allskyns kvilla og aðstæðna að uppfylla markmið. En valið um að verða ekki fórnarlamb aðstæðna, er okkar. Hverju get ég breytt? Hvað hef ég þó sem vinnur með mér? Því ef við festumst inn í gallanum og öllu því sem hann hemlar okkur í þá verðum við þar og við munum ekki sjá aðrar lausnir og við munum verða fórnarlamb. Ertu með ADHD? Já kannski. Mögulega. Ég ætti kannski að athuga það og þá bara veit ég það. En ég ætla að ákveða fyrirfram að gera það ekki að mínum galla. Hann verður frekar leynivopnið mitt.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun