Að sækjast eftir greiningu eða ekki? Friðrik Agni skrifar 21. apríl 2021 07:00 ,,Ég er með ADHD” heyrði ég marga segja í síðustu viku. Ég veit ekki hvort það var eitthvað alþjóðlegt átak til að vekja athygli á athyglisbresti. Hugsanlega var þetta bara tilviljun. Ég hef svo sem heyrt þessa setningu oft. En einnig hef ég oft fengið spurninguna: Ert þú með ADHD? Og ég ætla að skrifa aðeins um það. Maður spyr sig. Ég er ekki endilega hissa á því að fólk spyrji mig þessarar spurningar. Ég veit að athyglisbrestur lýsir sér á afar ólíkan hátt hjá einstaklingum. Ég hef samt ekki alltaf vitað það. Lengi vel hélt ég að fólk með athyglisbrest væru þeir sem gætu ekki einbeitt sér að neinu og trufluðust auðveldlega. Ég tengi mjög sterkt við það reyndar. Ég tengi þó mest við að vera gera marga hluti í einu. Mér finnst samt bara svo margir vera þannig í kringum mig. Er þetta eitthvað íslenskt dæmi? Eru bara allir á milljón með athyglina hingað og þangað og með bresti út um allt í hausnum? Það fer sennilega allt eftir hvernig maður sjálfur meðhöndlar það og ber sig að. Ertu að ná að afkasta hlutum þó þú sért að gera milljón hluti í einu? Er þetta að aftra þér og angra þig? Ég hef alltaf litið á það að hafa mikið að gera sé skemmtilegt. Svona er venjulegur dagur í mínu lífi: Vakna 5:00, teygjur og léttar æfingar, skrif í dag/planbók, lestur eða hlaðvarpshlustun, morgunmatur, sturta og dagstart. Hoppa frá einum flipa í tölvunni yfir í næsta, fréttir, Facebook, tölvupóstur.. Opna nýtt google docs og byrja að skrifa skipulagsskjal, styrkumsókn, hugmynd eða pistil. Fatta svo að ég á eftir að senda póst - opna nýjan póst byrja að skrifa. Fatta í miðjum pósti að ég var að læra. Samkvæmt planinu mínu átti ég hinsvegar að vera vinna í nýrri heimasíðu en ég hugsa að ég nái að gera það bara síðar í dag. Inn á milli ,,stelst” ég til að hlusta á nýja tónlist til að fá innblástur fyrir danstíma. Ég geri spilunarlista fyrir danskennslu dagsins og hlusta á þau sem ég þarf að æfa. Fatta að ég hef ekki klárað það sem mig langaði að klára. Forgangsraða upp á nýtt og vel það sem ég ætla að klára. Gef mér klukkutíma í fullum fókus, klára þetta eina litla smáatriði, líður eins og sigurvegara. Danskennsla, matur, rólegheit, svefn. Inn á milli er ég að gleyma að loka útidyrahurðinni heilu næturnar, gleymi að fara úr úlpunni, held á símanum á meðan ég tek úr uppþvottavélinni, sé kámugt eldhúsborð og enda á að þurrka af öllu í íbúðinni o.fl. Hljómar svona dagur eins og ég sé með athyglisbrest fyrir þeim sem þekkja þau einkenni? Málið er að það getur vel verið. En ég er líka viss um að mjög margir kannist við mína lýsingu á svona venjulegum degi, að vaða úr einu í annað. Mér finnst næstum allir vera svona í kringum mig. Líkur sækir líkan kannski. Það kemur fyrir að mér finnst ég ekki hafa tök á þessu og er að gleyma allt of miklu eða keyra mig út með milljón hluti í einu. Hugurinn höndlar ekki ástandið og það smitast yfir í svefninn, svefnleysið veldur enn meiri einbeitingarskorti en samt minnkar ekki ,,To do” listinn þannig ég verð að keyra áfram. Þannig er pressan hingað til. Pressan hefur alltaf komið frá sjálfum mér aðallega. Sem betur fer er ég að ná að tækla þessi tímabil betur. Ef ég finn að ég hef sofið illa og get ekki gert hlutina sem ég þarf að gera vel þá tek ég þá út. Ég gef mér tíma til að borða eitthvað gott, lesa, horfa á góða bíómynd, setja símann á ,,flight mode” og oftast leiðir það til betri svefns nóttina eftir og ég get haldið áfram mínum verkefnum næsta dag. Það sem ég vil meina með þessum skrifum er að ég hugsa það gæti vel verið að ég sé með einhverskonar athyglisbrest eða ofvirkni. Kannski ekki. Málið er samt að ég er ekki viss um að ég hefði áorkað þeim hlutum sem ég hef þó áorkað væri ég ekki akkúrat svona eins og ég er. Ég hef staðið mig mjög vel í námi, í starfi og sem sjálfstætt starfandi ,,allskonar”. Ef ég hefði sóst eftir greiningu, greinst með einhverskonar brest og farið á lyf. Hefði ég þá staðið mig jafn vel? Þetta hugsa ég stundum. Sumir fá kannski sitt super power út frá ákveðnum brestum? Nú er ég ekki að meina endilega að ég líti á mig sjálfan sem einhvern súpermann heldur velta því fyrir mér hvort ég væri að gera alla þessa hluti sem ég er að gera og elska að gera ef ég myndi upplifa og líta á það sem galla að gera milljón hluti í einu og keyra stundum á vegg. Ég hef ákveðið að líta svo á að ég geti gert allt sem mig langar að gera. Stundum fer ég í flækjuklessu á meðan en það er þess virði því ég klára alltaf eitthvað. Sumt situr eftir en þá varð því bara ekki ætlað að verða. Nú sanka ég örugglega að mér einhverjum óvinum en mér hefur nefnilega stundum fundist fólk nota sína bresti of mikið í formi afsakana. Þá á ég við þegar fólk hefur markmið, nær þeim ekki og notar andlega kvilla sem útskýringu á því að markmiðinu var ekki náð. Nú vil ég ekki að meina að svo geti ekki verið. Það getur vel verið að ADHD geri það að verkum að einstaklingur á erfiðara með að ná settum markmiðum og eiginlega er það mjög líklegt. Ég vil hinsvegar meina að ef þú ert meðvitaður fullorðinn einstaklingur um þessa bresti þá hefur þú samt ákveðið val. Þú getur valið að leggja enn harðar að þér, finna þér nýjar leiðir í átt að markmiðunum. Hugsa í lausnum og ákveða að vera ekki fórnarlamb. Ég trúi því allavega afar heitt að ef okkur langar alveg virkilega í eitthvað þá finnum við leið til að vinna í áttina að því. Mér finnst alltaf þess virði að reyna og leggja á mig mikla vinnu í áttina að einhverju markmiði því ég hef engu að tapa. Og ef markmiðið næst ekki þá veit ég að ég gerði mitt allra besta. Ég get þá ekki álasað sjálfan mig. Það er erfiðara fyrir suma vegna allskyns kvilla og aðstæðna að uppfylla markmið. En valið um að verða ekki fórnarlamb aðstæðna, er okkar. Hverju get ég breytt? Hvað hef ég þó sem vinnur með mér? Því ef við festumst inn í gallanum og öllu því sem hann hemlar okkur í þá verðum við þar og við munum ekki sjá aðrar lausnir og við munum verða fórnarlamb. Ertu með ADHD? Já kannski. Mögulega. Ég ætti kannski að athuga það og þá bara veit ég það. En ég ætla að ákveða fyrirfram að gera það ekki að mínum galla. Hann verður frekar leynivopnið mitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
,,Ég er með ADHD” heyrði ég marga segja í síðustu viku. Ég veit ekki hvort það var eitthvað alþjóðlegt átak til að vekja athygli á athyglisbresti. Hugsanlega var þetta bara tilviljun. Ég hef svo sem heyrt þessa setningu oft. En einnig hef ég oft fengið spurninguna: Ert þú með ADHD? Og ég ætla að skrifa aðeins um það. Maður spyr sig. Ég er ekki endilega hissa á því að fólk spyrji mig þessarar spurningar. Ég veit að athyglisbrestur lýsir sér á afar ólíkan hátt hjá einstaklingum. Ég hef samt ekki alltaf vitað það. Lengi vel hélt ég að fólk með athyglisbrest væru þeir sem gætu ekki einbeitt sér að neinu og trufluðust auðveldlega. Ég tengi mjög sterkt við það reyndar. Ég tengi þó mest við að vera gera marga hluti í einu. Mér finnst samt bara svo margir vera þannig í kringum mig. Er þetta eitthvað íslenskt dæmi? Eru bara allir á milljón með athyglina hingað og þangað og með bresti út um allt í hausnum? Það fer sennilega allt eftir hvernig maður sjálfur meðhöndlar það og ber sig að. Ertu að ná að afkasta hlutum þó þú sért að gera milljón hluti í einu? Er þetta að aftra þér og angra þig? Ég hef alltaf litið á það að hafa mikið að gera sé skemmtilegt. Svona er venjulegur dagur í mínu lífi: Vakna 5:00, teygjur og léttar æfingar, skrif í dag/planbók, lestur eða hlaðvarpshlustun, morgunmatur, sturta og dagstart. Hoppa frá einum flipa í tölvunni yfir í næsta, fréttir, Facebook, tölvupóstur.. Opna nýtt google docs og byrja að skrifa skipulagsskjal, styrkumsókn, hugmynd eða pistil. Fatta svo að ég á eftir að senda póst - opna nýjan póst byrja að skrifa. Fatta í miðjum pósti að ég var að læra. Samkvæmt planinu mínu átti ég hinsvegar að vera vinna í nýrri heimasíðu en ég hugsa að ég nái að gera það bara síðar í dag. Inn á milli ,,stelst” ég til að hlusta á nýja tónlist til að fá innblástur fyrir danstíma. Ég geri spilunarlista fyrir danskennslu dagsins og hlusta á þau sem ég þarf að æfa. Fatta að ég hef ekki klárað það sem mig langaði að klára. Forgangsraða upp á nýtt og vel það sem ég ætla að klára. Gef mér klukkutíma í fullum fókus, klára þetta eina litla smáatriði, líður eins og sigurvegara. Danskennsla, matur, rólegheit, svefn. Inn á milli er ég að gleyma að loka útidyrahurðinni heilu næturnar, gleymi að fara úr úlpunni, held á símanum á meðan ég tek úr uppþvottavélinni, sé kámugt eldhúsborð og enda á að þurrka af öllu í íbúðinni o.fl. Hljómar svona dagur eins og ég sé með athyglisbrest fyrir þeim sem þekkja þau einkenni? Málið er að það getur vel verið. En ég er líka viss um að mjög margir kannist við mína lýsingu á svona venjulegum degi, að vaða úr einu í annað. Mér finnst næstum allir vera svona í kringum mig. Líkur sækir líkan kannski. Það kemur fyrir að mér finnst ég ekki hafa tök á þessu og er að gleyma allt of miklu eða keyra mig út með milljón hluti í einu. Hugurinn höndlar ekki ástandið og það smitast yfir í svefninn, svefnleysið veldur enn meiri einbeitingarskorti en samt minnkar ekki ,,To do” listinn þannig ég verð að keyra áfram. Þannig er pressan hingað til. Pressan hefur alltaf komið frá sjálfum mér aðallega. Sem betur fer er ég að ná að tækla þessi tímabil betur. Ef ég finn að ég hef sofið illa og get ekki gert hlutina sem ég þarf að gera vel þá tek ég þá út. Ég gef mér tíma til að borða eitthvað gott, lesa, horfa á góða bíómynd, setja símann á ,,flight mode” og oftast leiðir það til betri svefns nóttina eftir og ég get haldið áfram mínum verkefnum næsta dag. Það sem ég vil meina með þessum skrifum er að ég hugsa það gæti vel verið að ég sé með einhverskonar athyglisbrest eða ofvirkni. Kannski ekki. Málið er samt að ég er ekki viss um að ég hefði áorkað þeim hlutum sem ég hef þó áorkað væri ég ekki akkúrat svona eins og ég er. Ég hef staðið mig mjög vel í námi, í starfi og sem sjálfstætt starfandi ,,allskonar”. Ef ég hefði sóst eftir greiningu, greinst með einhverskonar brest og farið á lyf. Hefði ég þá staðið mig jafn vel? Þetta hugsa ég stundum. Sumir fá kannski sitt super power út frá ákveðnum brestum? Nú er ég ekki að meina endilega að ég líti á mig sjálfan sem einhvern súpermann heldur velta því fyrir mér hvort ég væri að gera alla þessa hluti sem ég er að gera og elska að gera ef ég myndi upplifa og líta á það sem galla að gera milljón hluti í einu og keyra stundum á vegg. Ég hef ákveðið að líta svo á að ég geti gert allt sem mig langar að gera. Stundum fer ég í flækjuklessu á meðan en það er þess virði því ég klára alltaf eitthvað. Sumt situr eftir en þá varð því bara ekki ætlað að verða. Nú sanka ég örugglega að mér einhverjum óvinum en mér hefur nefnilega stundum fundist fólk nota sína bresti of mikið í formi afsakana. Þá á ég við þegar fólk hefur markmið, nær þeim ekki og notar andlega kvilla sem útskýringu á því að markmiðinu var ekki náð. Nú vil ég ekki að meina að svo geti ekki verið. Það getur vel verið að ADHD geri það að verkum að einstaklingur á erfiðara með að ná settum markmiðum og eiginlega er það mjög líklegt. Ég vil hinsvegar meina að ef þú ert meðvitaður fullorðinn einstaklingur um þessa bresti þá hefur þú samt ákveðið val. Þú getur valið að leggja enn harðar að þér, finna þér nýjar leiðir í átt að markmiðunum. Hugsa í lausnum og ákveða að vera ekki fórnarlamb. Ég trúi því allavega afar heitt að ef okkur langar alveg virkilega í eitthvað þá finnum við leið til að vinna í áttina að því. Mér finnst alltaf þess virði að reyna og leggja á mig mikla vinnu í áttina að einhverju markmiði því ég hef engu að tapa. Og ef markmiðið næst ekki þá veit ég að ég gerði mitt allra besta. Ég get þá ekki álasað sjálfan mig. Það er erfiðara fyrir suma vegna allskyns kvilla og aðstæðna að uppfylla markmið. En valið um að verða ekki fórnarlamb aðstæðna, er okkar. Hverju get ég breytt? Hvað hef ég þó sem vinnur með mér? Því ef við festumst inn í gallanum og öllu því sem hann hemlar okkur í þá verðum við þar og við munum ekki sjá aðrar lausnir og við munum verða fórnarlamb. Ertu með ADHD? Já kannski. Mögulega. Ég ætti kannski að athuga það og þá bara veit ég það. En ég ætla að ákveða fyrirfram að gera það ekki að mínum galla. Hann verður frekar leynivopnið mitt.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun