Bólusetja í stórum stíl undir sinfóníutónum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2021 12:43 Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði fyrir fólk í bólusetningu í Laugardalshöll í morgun. Vísir/Vilhelm Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk á öllum aldri með undirliggjandi langvinna sjúkdóma. Dagurinn verður óvenjulegur að því leytinu til að Sinfoníuhljómsveit Íslands mun spila undir. Ríflega fimm þúsund manns voru boðaðir í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Um er að ræða fólk á öllum aldri sem er með undirliggjandi sjúkdóma. Það verður bólusett með bóluefni lyfjarisans Pfizer sem gefið er í tveimur skömmtum. „Það er byrjað á þeim listum sem eru með alvarlegustu sjúkdómana en í heildina er þetta mjög stór hópur, þetta er um 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það mun taka okkur nokkrar vikur eða næstu vikur að vinna þennan hóp niður,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að vikan verði annasöm í bólusetningum. „Við erum síðan með sama hóp á morgun og þá erum við með Moderna-efnið það er sami hópur, fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Síðan erum við í næstu viku að halda áfram með sama hóp á þriðjudag, eftir viku, með Pfizer aftur og svo er á plani að taka AstraZeneca á miðvikudag eftir viku. Þá erum við með hópinn sem er sextíu til sjötíu ára, bæði með undirliggjandi en líka almenning,“ segir Ragnheiður Ósk. Dagurinn í dag verður þó nokkuð óvenjulegur því þeir sem koma í bólusetningu fá að njóta ljúfra tóna Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Það var mjög gleðilegt að Sinfóníuhljómsveitin hafði samband við okkur og spurði hvort þau gætu ekki komið og fengið að spila fyrir fólk, því allt okkar fólk þarf að bíða í fimmtán mínútur þangað til það fær að fara. Og við þáðum þetta með þökkum og þau ætla að koma í dag og halda smá tónleika fyrir okkar gesti sem eru að koma í bólusetningu,“ segir Ragnheiður Ósk. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sinfóníuhljómsveit Íslands Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Ríflega fimm þúsund manns voru boðaðir í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Um er að ræða fólk á öllum aldri sem er með undirliggjandi sjúkdóma. Það verður bólusett með bóluefni lyfjarisans Pfizer sem gefið er í tveimur skömmtum. „Það er byrjað á þeim listum sem eru með alvarlegustu sjúkdómana en í heildina er þetta mjög stór hópur, þetta er um 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það mun taka okkur nokkrar vikur eða næstu vikur að vinna þennan hóp niður,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að vikan verði annasöm í bólusetningum. „Við erum síðan með sama hóp á morgun og þá erum við með Moderna-efnið það er sami hópur, fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Síðan erum við í næstu viku að halda áfram með sama hóp á þriðjudag, eftir viku, með Pfizer aftur og svo er á plani að taka AstraZeneca á miðvikudag eftir viku. Þá erum við með hópinn sem er sextíu til sjötíu ára, bæði með undirliggjandi en líka almenning,“ segir Ragnheiður Ósk. Dagurinn í dag verður þó nokkuð óvenjulegur því þeir sem koma í bólusetningu fá að njóta ljúfra tóna Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Það var mjög gleðilegt að Sinfóníuhljómsveitin hafði samband við okkur og spurði hvort þau gætu ekki komið og fengið að spila fyrir fólk, því allt okkar fólk þarf að bíða í fimmtán mínútur þangað til það fær að fara. Og við þáðum þetta með þökkum og þau ætla að koma í dag og halda smá tónleika fyrir okkar gesti sem eru að koma í bólusetningu,“ segir Ragnheiður Ósk.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sinfóníuhljómsveit Íslands Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira