Gætu þurft að herða tökin í skólunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2021 12:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær. Á þriðja þúsund manns fóru í sýnatöku í gær eftir ákall almannavarna þess efnis, og af þeim 21 sem greindust með sjúkdóminn í gær voru þrír þeirra utan sóttkvíar. Í fyrradag greindust 27 með kórónuveiruna og 44 alls yfir helgina. Smitin eru meðal annars rakin til hópsýkingarinnar á leikskólanum Jörfa, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Ég er að vonast til að þetta sé takmarkað við þennan skóla og nánasta umhverfi þar og við erum að taka mjög aggressívt á því að skima og setja í sóttkví. Og vonandi mun það skila sér í því að við náum utan um þetta en það gæti líka komið til þess að við þyrftum þá að beita einhverjum harðari takmörkunum ef að okkur sýnist þetta ekki ætla að fara rétta leið,“ sagði Þórólfur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sérðu fram á að leggja til hertar aðgerðir á næstu dögum? „Ég er tilbúinn ef á þarf að halda með það og hef það svo sem ekki rætt það neitt sérstaklega við ráðherra. Við höfum verið að spila þennan leik þannig að ef okkur sýnist við ekki ná utan um þetta þurfum við að beita harðari takmörkunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur sagði smitrakningu ganga vel og fagnaði því að fólk skilaði sér í sýnatöku. Hins vegar verði að grípa til harðari aðgerð ef fram fer sem horfi og fleiri greinist. Hann útilokaði ekki að herða tökin í skólum. „Það eru kannski ekkert svakalega harðar aðgerðir í skólunum og við höfum verið slakari á skólunum núna undanfarið heldur en við vorum oft í fyrra. Þannig að það getur kannski vel verið að það sé ein af ástæðunum fyrir því að þessi smit eru að koma upp núna.“ „Ég vil ég bara hvetja alla til að forðast þær hópamyndanir í skólum sérstaklega og í tengslum við skólana. Það er mjög mikilvægt núna að það sé gert og hafi skólar planlagt einhverjar ferðir eða skólaferðir í samkurli við aðra skóla þá myndi ég biðla til þessara sömu aðila að hugsa sig um tvisvar þó að það sé ekki komið í reglugerð,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Tengdar fréttir Svandís boðar blaðamannafund Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 20. apríl 2021 11:40 21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. 20. apríl 2021 10:56 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Á þriðja þúsund manns fóru í sýnatöku í gær eftir ákall almannavarna þess efnis, og af þeim 21 sem greindust með sjúkdóminn í gær voru þrír þeirra utan sóttkvíar. Í fyrradag greindust 27 með kórónuveiruna og 44 alls yfir helgina. Smitin eru meðal annars rakin til hópsýkingarinnar á leikskólanum Jörfa, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Ég er að vonast til að þetta sé takmarkað við þennan skóla og nánasta umhverfi þar og við erum að taka mjög aggressívt á því að skima og setja í sóttkví. Og vonandi mun það skila sér í því að við náum utan um þetta en það gæti líka komið til þess að við þyrftum þá að beita einhverjum harðari takmörkunum ef að okkur sýnist þetta ekki ætla að fara rétta leið,“ sagði Þórólfur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sérðu fram á að leggja til hertar aðgerðir á næstu dögum? „Ég er tilbúinn ef á þarf að halda með það og hef það svo sem ekki rætt það neitt sérstaklega við ráðherra. Við höfum verið að spila þennan leik þannig að ef okkur sýnist við ekki ná utan um þetta þurfum við að beita harðari takmörkunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur sagði smitrakningu ganga vel og fagnaði því að fólk skilaði sér í sýnatöku. Hins vegar verði að grípa til harðari aðgerð ef fram fer sem horfi og fleiri greinist. Hann útilokaði ekki að herða tökin í skólum. „Það eru kannski ekkert svakalega harðar aðgerðir í skólunum og við höfum verið slakari á skólunum núna undanfarið heldur en við vorum oft í fyrra. Þannig að það getur kannski vel verið að það sé ein af ástæðunum fyrir því að þessi smit eru að koma upp núna.“ „Ég vil ég bara hvetja alla til að forðast þær hópamyndanir í skólum sérstaklega og í tengslum við skólana. Það er mjög mikilvægt núna að það sé gert og hafi skólar planlagt einhverjar ferðir eða skólaferðir í samkurli við aðra skóla þá myndi ég biðla til þessara sömu aðila að hugsa sig um tvisvar þó að það sé ekki komið í reglugerð,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Tengdar fréttir Svandís boðar blaðamannafund Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 20. apríl 2021 11:40 21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. 20. apríl 2021 10:56 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Svandís boðar blaðamannafund Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 20. apríl 2021 11:40
21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. 20. apríl 2021 10:56