„Metnaðarleysi og til skammar fyrir fyrirtæki í eigu almennings“ Snorri Másson skrifar 16. apríl 2021 21:48 Neyðarútgangur, ætti að segja þarna að mati fyrrverandi prófessors í íslenskri málfræði. Hann hefur ítrekað bent Strætó bs. á að upplýsingar í strætisvögnum þurfi að vera á íslensku. Eiríkur Rögnvaldsson Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, gagnrýnir að Strætó bs. hafi ekki enn gert umbætur á merkingum í strætisvögnum sínum, þar sem víða eru enn aðeins leiðbeiningar á ensku. Eiríkur segir það sjálfsagt metnaðarmál að allar upplýsingar í strætisvögnum, svo sem merkingar um útganga og sérstök svæði innan vagnsins, séu á íslensku. Hann gerir engar athugasemdir við að merkingarnar skuli einnig vera til staðar á ensku, en að enskan megi alls ekki koma í stað íslensku. Í færslu sem Eiríkur skrifar um málið á fésbókarhópnum Málspjallinu kveðst hann hafa skrifað upplýsingafulltrúa Strætó oftar en einu sinni um málið. Fyrir þremur árum var svarið þetta: „Samkvæmt öllum gæðastöðlum þá eiga að vera leiðbeiningar á íslensku í öllum bílunum. Við þurfum greinilega að láta yfirfara alla vagnana.“ Eins og Eiríkur bendir á, er ljóst að þetta hefur ekki skilað árangri. Upplýsingar í strætisvögnum eiga að vera á íslensku, rétt eins og önnur skilaboð frá opinberum aðilum. Þær eru einungis á ensku í fjölda vagna.Eiríkur Rögnvaldsson Að mati Eiríks verða allar upplýsingar, svo ekki sé talað um mikilvægar öryggisleiðbeiningar, að vera á íslensku. „Það er í samræmi við íslenska málstefnu og einnig málstefnu Reykjavíkurborgar,“ skrifar Eiríkur. „Það er metnaðarleysi og til skammar fyrir fyrirtæki í eigu almennings að hafa þetta svona. Það þýðir ekkert fyrir Strætó að skjóta sér á bak við það að þetta séu vagnar í eigu verktaka – það væri auðvelt að setja í samninga ákvæði um að allar merkingar skuli vera á íslensku,“ segir Eiríkur og ítrekar um leið að hann geri engar athugasemdir við að einnig séu upplýsingar á ensku í vögnunum. Þvert á móti, sjálfsagt sé að hafa þær einnig til viðbótar við íslensku. Eiríkur Rögnvaldsson Háskólar Strætó Íslenska á tækniöld Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Eiríkur segir það sjálfsagt metnaðarmál að allar upplýsingar í strætisvögnum, svo sem merkingar um útganga og sérstök svæði innan vagnsins, séu á íslensku. Hann gerir engar athugasemdir við að merkingarnar skuli einnig vera til staðar á ensku, en að enskan megi alls ekki koma í stað íslensku. Í færslu sem Eiríkur skrifar um málið á fésbókarhópnum Málspjallinu kveðst hann hafa skrifað upplýsingafulltrúa Strætó oftar en einu sinni um málið. Fyrir þremur árum var svarið þetta: „Samkvæmt öllum gæðastöðlum þá eiga að vera leiðbeiningar á íslensku í öllum bílunum. Við þurfum greinilega að láta yfirfara alla vagnana.“ Eins og Eiríkur bendir á, er ljóst að þetta hefur ekki skilað árangri. Upplýsingar í strætisvögnum eiga að vera á íslensku, rétt eins og önnur skilaboð frá opinberum aðilum. Þær eru einungis á ensku í fjölda vagna.Eiríkur Rögnvaldsson Að mati Eiríks verða allar upplýsingar, svo ekki sé talað um mikilvægar öryggisleiðbeiningar, að vera á íslensku. „Það er í samræmi við íslenska málstefnu og einnig málstefnu Reykjavíkurborgar,“ skrifar Eiríkur. „Það er metnaðarleysi og til skammar fyrir fyrirtæki í eigu almennings að hafa þetta svona. Það þýðir ekkert fyrir Strætó að skjóta sér á bak við það að þetta séu vagnar í eigu verktaka – það væri auðvelt að setja í samninga ákvæði um að allar merkingar skuli vera á íslensku,“ segir Eiríkur og ítrekar um leið að hann geri engar athugasemdir við að einnig séu upplýsingar á ensku í vögnunum. Þvert á móti, sjálfsagt sé að hafa þær einnig til viðbótar við íslensku. Eiríkur Rögnvaldsson
Háskólar Strætó Íslenska á tækniöld Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira