Ekki hægt að keppa við ríkisstyrkt námskeið á þrjú þúsund krónur Eiður Þór Árnason skrifar 18. apríl 2021 15:30 Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi. Vísir/vilhelm Annað árið í röð munu stjórnvöld veita hundruð milljóna króna til háskóla og framhaldsskóla til að efla framboð á sumarnámi. Einkarekin fræðslufyrirtæki gagnrýna harðlega að stjórnvöld ætli að endurtaka leikinn á meðan málið er til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Félag atvinnurekenda (FA) segir stuðninginn jafngilda samkeppnishamlandi ríkisstyrkjum. FA segir fjármunina hafa verið nýtta til að niðurgreiða námskeið endurmenntunardeilda háskólanna sem séu í beinni samkeppni við námskeið einkareknu fyrirtækjanna. Átak stjórnvalda er hluti af mótvægisaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins og viðbrögðum við fækkun sumarstarfa. Í ár mun ríkisstjórnin setja 650 milljónir króna í sumarnám en þar af fer hálfur milljarður til háskólanna. Upphæðin var alls 800 milljónir króna í fyrra. Að sögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins sóttu tæplega fimm þúsund nemendur um 260 námskeið á vegum háskólanna síðasta sumar. Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir svörum frá Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Málið enn til meðferðar hjá ESA Í fyrra sendi FA kvartanir til Samkeppniseftirlitsins og Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna málsins og kallaði eftir athugun á því hvort ríkisstuðningurinn brjóti gegn samkeppnislögum og EES-samningnum. Enn hefur ekki fengist niðurstaða í þau mál og furðar framkvæmdastjóri Dale Carnegie sig á því að stjórnvöld hyggist nú hafa óbreytt fyrirkomulag á meðan lögmæti aðgerðarinnar er til skoðunar. Að sögn FA bauð Endurmenntun Háskóla Íslands síðasta sumar upp á fjölda námskeiða, sem alla jafna kostuðu tugi þúsunda, fyrir aðeins þrjú þúsund krónur sem hluta af sumarúrræði stjórnvalda. Ekki hægt að keppa við niðurgreidd verð „Við þetta niðurgreidda verð gátu einkarekin fræðslufyrirtæki engan veginn keppt og voru ýmis námskeið hjá fyrirtækjunum felld niður af þessum sökum, með tilheyrandi tekjutapi,“ segir í nýlegu erindi FA til Lilju Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Við áttum fund með ráðuneytinu í fyrra og lýstum yfir óánægju okkar með þetta og þar var okkur lofað að það yrði ekki staðið eins að þessu aftur,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi, í samtali við Vísi. Því hafi það komið honum mjög á óvart þegar ráðuneytið tilkynnti nýlega að sama fyrirkomulag yrði á sumarnámsátakinu í ár og ekki útlit fyrir að króna færi til einkarekinna fyrirtækja. Tvöfalt áfall fyrir fræðslufyrirtæki Jón bendir sömuleiðis á að sóttvarnaaðgerðir yfirvalda hafi reynst mjög íþyngjandi fyrir einkarekin fræðslufyrirtæki. „Eins og með veitingastaði þá er okkur ekki gert að loka heldur er okkur í raun og veru gert ókleift að starfa, með því að fá ekki að kenna í 30 til 40 manna bekkjum heldur að vera með 10 manna hámörk og annað slíkt.“ Þá hafi fræðslufyrirtækin ekki átt kost á því að sækja um lokunarstyrki til að koma til móts við tekjutapið. „Í ofanálag þá bætist það við að ríkið er að dæla hundruðum milljóna í stofnanir sem keppa beint við þig. Þá hugsar maður: „Bíddu, það er nú eitt að berjast við þessa veiru en það er annað að þurfa líka einhvern veginn að berjast við ríkið sjálft.“ Hvað gengur fólki til?" Leggja til ávísun í anda ferðagjafarinnar „Er þetta besta niðurstaðan fyrir endanlegan notanda? Hvernig getur þú vitað það þegar þú talar ekki við alla á markaðnum heldur bara við næstu ríkisstofnun?“ bætir Jón við sem bendir á að Dale Carnegie hafi lengi átt í samstarfi við Vinnumálastofnun um þróun á námskeiðum fyrir atvinnuleitendur. Hann segir að fræðslufyrirtækin hafi lagt til aðrar útfærslu á sumarnámsátakinu í samskiptum sínum við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ein hugmyndin sé að afhenda hópnum sem aðgerðirnar beinast að eins konar menntaávísun í anda ferðagjafarinnar sem flestir kannast nú við. Endurmenntun Háskóla Íslands hefur verið starfrækt frá árinu 1983.Vísir/Vilhelm „Af hverju tekur þú ekki bara þessa peninga og deildir þeim út til fólksins sem á að fá þá og leyfir þeim að velja hvað það vill styrkja sig í? Þú býrð þá til gott framboð og lætur aðilana á þessum markaði keppa um hylli þessara peninga eins og er gert í ferðaþjónustunni. Eitthvað hefði nú heyrst ef stjórnvöld hefðu tekið milljarð og látið hluta af ferðaþjónustufyrirtækjunum fá hann,“ segir Jón. Hann bætir við að gögn bendi til að Endurmenntun Háskóla Íslands hafi vaxið um tugi prósenta á síðustu árum á sama tíma og markaðshlutdeild einkaaðila hefur dregist saman. „Vonandi er þetta bara misskilningur hjá okkur og það er verið að fara eftir öllum lögum en á meðan þetta er í rannsókn þá finnst mér skrítið að menn staldri ekki við.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkeppnismál Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
FA segir fjármunina hafa verið nýtta til að niðurgreiða námskeið endurmenntunardeilda háskólanna sem séu í beinni samkeppni við námskeið einkareknu fyrirtækjanna. Átak stjórnvalda er hluti af mótvægisaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins og viðbrögðum við fækkun sumarstarfa. Í ár mun ríkisstjórnin setja 650 milljónir króna í sumarnám en þar af fer hálfur milljarður til háskólanna. Upphæðin var alls 800 milljónir króna í fyrra. Að sögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins sóttu tæplega fimm þúsund nemendur um 260 námskeið á vegum háskólanna síðasta sumar. Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir svörum frá Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Málið enn til meðferðar hjá ESA Í fyrra sendi FA kvartanir til Samkeppniseftirlitsins og Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna málsins og kallaði eftir athugun á því hvort ríkisstuðningurinn brjóti gegn samkeppnislögum og EES-samningnum. Enn hefur ekki fengist niðurstaða í þau mál og furðar framkvæmdastjóri Dale Carnegie sig á því að stjórnvöld hyggist nú hafa óbreytt fyrirkomulag á meðan lögmæti aðgerðarinnar er til skoðunar. Að sögn FA bauð Endurmenntun Háskóla Íslands síðasta sumar upp á fjölda námskeiða, sem alla jafna kostuðu tugi þúsunda, fyrir aðeins þrjú þúsund krónur sem hluta af sumarúrræði stjórnvalda. Ekki hægt að keppa við niðurgreidd verð „Við þetta niðurgreidda verð gátu einkarekin fræðslufyrirtæki engan veginn keppt og voru ýmis námskeið hjá fyrirtækjunum felld niður af þessum sökum, með tilheyrandi tekjutapi,“ segir í nýlegu erindi FA til Lilju Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Við áttum fund með ráðuneytinu í fyrra og lýstum yfir óánægju okkar með þetta og þar var okkur lofað að það yrði ekki staðið eins að þessu aftur,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi, í samtali við Vísi. Því hafi það komið honum mjög á óvart þegar ráðuneytið tilkynnti nýlega að sama fyrirkomulag yrði á sumarnámsátakinu í ár og ekki útlit fyrir að króna færi til einkarekinna fyrirtækja. Tvöfalt áfall fyrir fræðslufyrirtæki Jón bendir sömuleiðis á að sóttvarnaaðgerðir yfirvalda hafi reynst mjög íþyngjandi fyrir einkarekin fræðslufyrirtæki. „Eins og með veitingastaði þá er okkur ekki gert að loka heldur er okkur í raun og veru gert ókleift að starfa, með því að fá ekki að kenna í 30 til 40 manna bekkjum heldur að vera með 10 manna hámörk og annað slíkt.“ Þá hafi fræðslufyrirtækin ekki átt kost á því að sækja um lokunarstyrki til að koma til móts við tekjutapið. „Í ofanálag þá bætist það við að ríkið er að dæla hundruðum milljóna í stofnanir sem keppa beint við þig. Þá hugsar maður: „Bíddu, það er nú eitt að berjast við þessa veiru en það er annað að þurfa líka einhvern veginn að berjast við ríkið sjálft.“ Hvað gengur fólki til?" Leggja til ávísun í anda ferðagjafarinnar „Er þetta besta niðurstaðan fyrir endanlegan notanda? Hvernig getur þú vitað það þegar þú talar ekki við alla á markaðnum heldur bara við næstu ríkisstofnun?“ bætir Jón við sem bendir á að Dale Carnegie hafi lengi átt í samstarfi við Vinnumálastofnun um þróun á námskeiðum fyrir atvinnuleitendur. Hann segir að fræðslufyrirtækin hafi lagt til aðrar útfærslu á sumarnámsátakinu í samskiptum sínum við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ein hugmyndin sé að afhenda hópnum sem aðgerðirnar beinast að eins konar menntaávísun í anda ferðagjafarinnar sem flestir kannast nú við. Endurmenntun Háskóla Íslands hefur verið starfrækt frá árinu 1983.Vísir/Vilhelm „Af hverju tekur þú ekki bara þessa peninga og deildir þeim út til fólksins sem á að fá þá og leyfir þeim að velja hvað það vill styrkja sig í? Þú býrð þá til gott framboð og lætur aðilana á þessum markaði keppa um hylli þessara peninga eins og er gert í ferðaþjónustunni. Eitthvað hefði nú heyrst ef stjórnvöld hefðu tekið milljarð og látið hluta af ferðaþjónustufyrirtækjunum fá hann,“ segir Jón. Hann bætir við að gögn bendi til að Endurmenntun Háskóla Íslands hafi vaxið um tugi prósenta á síðustu árum á sama tíma og markaðshlutdeild einkaaðila hefur dregist saman. „Vonandi er þetta bara misskilningur hjá okkur og það er verið að fara eftir öllum lögum en á meðan þetta er í rannsókn þá finnst mér skrítið að menn staldri ekki við.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkeppnismál Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent