Mögnuð tilfinning að taka flugprófið yfir eldgosi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. apríl 2021 07:31 Birta Óskarsdóttir fékk draumaveður þegar hún flaug yfir eldgosið á Reykjanesskaga í lokaprófinu sínu. „Ég fékk fyrst áhuga á flugi þegar ég var í níunda eða tíunda bekk þegar það kom flugmaður í grunnskólann minn og hélt kynningu um flug,“ segir Birta Óskarsdóttir, nýútskrifaður atvinnuflugmaður. Birta er 21 árs gömul og fór á dögunum í ógleymanlega flugferð yfir eldgosið í Geldingardal. Hún sat þar sjálf í flugstjórnarsætinu og þreytti færnipróf til atvinnuflugmannsskírteinis hjá prófdómara. „Prófdómarinn minn stakk upp á því að hafa það part af prófinu þar sem að ég hafði ekki séð eldgosið áður. Tilfinningin var alveg mögnuð,“ segir Birta í samtali við Vísi. Birta Óskarsdóttir sátt að loknu vel heppnuðu prófi. Birta hafði á þessum tímapunkti lokið öllum bóklegum prófum og verklegu þjálfuninni til atvinnuflugmannsréttinda og átti því einungis færniprófið eftir til að fá skírteinið loksins í hendurnar. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndskeið úr flugvélinni. Klippa: Flugpróf yfir eldgosi Stressandi en spennandi Í frétt á vef skólans kemur fram að þetta hafi síður en svo verið auðvelt verkefni, enda mikil eftirspurn eftir því að fljúga yfir gosstöðvarnar. Einungis átta flugvélar eru leyfðar inn í flugsvæðið á sama tíma og því þurfa flugmennirnir að vera einstaklega vel á varðbergi og halda góðum samskiptum í talstöðinni. Svo þarf auðvitað líka að fylgjast með öðrum flugvélum í kring og fljúga flugvélinni af mikilli nákvæmni. Birta segir að allt þetta hafi gengið einstaklega vel. Birta við lendingu eftir að fljúga yfir gosið. „Ég flaug flugvél í fyrst skiptið þegar ég byrjaði í skólanum árið 2018. Það var smá stressandi en spennandi tilfinning,“ segir Birta. Hún hafði lengi látið sig dreyma um að fá að fljúga flugvél, enda ákvað hún að stefna á einkaflugmanninn strax í grunnskóla. „Það sem heillaði var að fá að fljúga flugvél og ferðast um allan heim, síðan skemmir útsýnið ekki fyrir.“ Birta segir að allt við flugnámið hafi verið skemmtilegt. Lítið að tækifærum í Covid Birta fór í samtvinnaða atvinnuflugnámið í Flugakademíunni í Keili og stóðst hún færniprófið sitt með glæsibrag. „Þetta var mjög skemmtilegt og krefjandi nám þar sem að við lærum svo mikið á stuttum tíma.“ Það skemmtilegasta fannst henni samt að fá að fljúga flugvélum. „Næst hjá mér er MCC námskeið (multi crew co-operation) og síðan ætla ég að skrá mig í flugkennarann,“ segir Birta um framhaldið. Hún ætlar að halda áfram í námi og samhliða því að vinna og fljúga eins mikið og hún getur. „Heimsfaraldurinn hefur haft veruleg áhrif á námið mitt og seinkað því um ár. Hann hefur einnig haft þau áhrif á að það verður erfitt fyrir mig og aðra flugmenn að fá vinnu.“ Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Skóla - og menntamál Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Birta er 21 árs gömul og fór á dögunum í ógleymanlega flugferð yfir eldgosið í Geldingardal. Hún sat þar sjálf í flugstjórnarsætinu og þreytti færnipróf til atvinnuflugmannsskírteinis hjá prófdómara. „Prófdómarinn minn stakk upp á því að hafa það part af prófinu þar sem að ég hafði ekki séð eldgosið áður. Tilfinningin var alveg mögnuð,“ segir Birta í samtali við Vísi. Birta Óskarsdóttir sátt að loknu vel heppnuðu prófi. Birta hafði á þessum tímapunkti lokið öllum bóklegum prófum og verklegu þjálfuninni til atvinnuflugmannsréttinda og átti því einungis færniprófið eftir til að fá skírteinið loksins í hendurnar. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndskeið úr flugvélinni. Klippa: Flugpróf yfir eldgosi Stressandi en spennandi Í frétt á vef skólans kemur fram að þetta hafi síður en svo verið auðvelt verkefni, enda mikil eftirspurn eftir því að fljúga yfir gosstöðvarnar. Einungis átta flugvélar eru leyfðar inn í flugsvæðið á sama tíma og því þurfa flugmennirnir að vera einstaklega vel á varðbergi og halda góðum samskiptum í talstöðinni. Svo þarf auðvitað líka að fylgjast með öðrum flugvélum í kring og fljúga flugvélinni af mikilli nákvæmni. Birta segir að allt þetta hafi gengið einstaklega vel. Birta við lendingu eftir að fljúga yfir gosið. „Ég flaug flugvél í fyrst skiptið þegar ég byrjaði í skólanum árið 2018. Það var smá stressandi en spennandi tilfinning,“ segir Birta. Hún hafði lengi látið sig dreyma um að fá að fljúga flugvél, enda ákvað hún að stefna á einkaflugmanninn strax í grunnskóla. „Það sem heillaði var að fá að fljúga flugvél og ferðast um allan heim, síðan skemmir útsýnið ekki fyrir.“ Birta segir að allt við flugnámið hafi verið skemmtilegt. Lítið að tækifærum í Covid Birta fór í samtvinnaða atvinnuflugnámið í Flugakademíunni í Keili og stóðst hún færniprófið sitt með glæsibrag. „Þetta var mjög skemmtilegt og krefjandi nám þar sem að við lærum svo mikið á stuttum tíma.“ Það skemmtilegasta fannst henni samt að fá að fljúga flugvélum. „Næst hjá mér er MCC námskeið (multi crew co-operation) og síðan ætla ég að skrá mig í flugkennarann,“ segir Birta um framhaldið. Hún ætlar að halda áfram í námi og samhliða því að vinna og fljúga eins mikið og hún getur. „Heimsfaraldurinn hefur haft veruleg áhrif á námið mitt og seinkað því um ár. Hann hefur einnig haft þau áhrif á að það verður erfitt fyrir mig og aðra flugmenn að fá vinnu.“
Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Skóla - og menntamál Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira