Fjölmargar skotárásir í Bandaríkjunum á þessu ári Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2021 12:41 Frá kröfugöngu um lagabreytingar varðandi byssueign í Bandaríkjunum árið 2018. AP/John Minchillo Eftir tiltölulega rólegt ár í fyrra virðist mannskæðum skotárásum fara hratt fjölgandi í Bandaríkjunum. Átta eru látnir eftir skotárás í Indianapolis í nótt og fimm voru fluttir á sjúkrahús vegna skotsára. Minnst einn hinna særðu er í alvarlegu ástandi. Skothríðin fór fram í vöruhúsi FedEx og er árásarmaðurinn í Indianapolis er sagður hafa beint byssu sinni að sjálfum sér. Samkvæmt frétt New York Times er ekki búið að bera kennsl á manninn og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Lögreglan er að störfum og er búist við frekari upplýsingum í dag. Hér má sjá stutt viðtal við mann sem var í vöruhúsin þegar árásin hófst. Witness to mass shooting at Indianapolis FedEx facility describes how he had just sat down to eat lunch with a coworker when the shots rang out. https://t.co/qKDnGcMFsB pic.twitter.com/lMZaHdSfBL— ABC News (@ABC) April 16, 2021 Gun Violence Archive, sem AP fréttaveitan vitnar í, segir 147 skotárásir, þar sem minnst fjórir verða fyrir skoti, hafa átt sér stað í Bandaríkjunum það sem af sé þessu ári. Meðal þeirra sem hafa verið mest áberandi var árásin í Atlanta í síðasta mánuði. Þá skaut ungur maður átta manns til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árás á þrjár mismunandi nuddstofur. Sjá einnig: Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Viku síðar ruddist þungvopnaður maður inn í stórmarkað í Boulder í Colorado og skaut tíu manns til bana. Þar á meðal lögregluþjón sem var fyrstur til að mæta á vettvang. Tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir. Sjá einnig: „Ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum“ Nokkrum dögum eftir það, í lok mars, skaut maður fjóra til bana og særði einn í skrifstofubyggingu í Kaliforníu. Meðal fórnarlamba hans var níu ára gamalt barn sem fannst í fangi móður sinnar. Hún var sú eina sem lifði árásina af. Sá var svo særður í skotbardaga við lögreglu. Hann þekkti fórnarlömb sín persónulega og hefur lögreglan sagt að viðskiptadeildur hafi leitt til árásarinnar. Sjá einnig: Barn meðal látinna í þriðju fjöldaskotárásinni á innan við mánuði Þá virðist sem að komiðo hafi verið í veg fyrir enn eina skotárás á flugvelli í San Antonio í Texas í gær. Árásarmaður var skotinn til bana eftir að hann hóf skothríð fyrir utan flugvöllinn. Maðurinn hafði keyrt gegn einstefnu í átt að flugstöð flugvallarins og tók lögregluþjónn á móti honum þar fyrir utan. Þegar lögregluþjónninn kallaði á manninn, hóf hann skothríð að lögregluþjóninum og öðrum. Maðurinn var skotinn til bana en einn borgari særðist og annar slasaðist við að flýja af vettvangi. ABC News sögðu frá því í gær að maðurinn hefði verið vopnaður .45 kalibera skammbyssu og hefði verið með mikið af skotfærum í fórum sínum. Lögreglan telur að mörgum lífum hafi verið bjargað. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. 16. apríl 2021 09:36 Leiddur fyrir dómara grunaður um skotárásina í Boulder Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í matvöruverslun í Boulder í Colorado-ríki í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í fyrsta sinn í dag. 25. mars 2021 23:17 Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Minnst einn hinna særðu er í alvarlegu ástandi. Skothríðin fór fram í vöruhúsi FedEx og er árásarmaðurinn í Indianapolis er sagður hafa beint byssu sinni að sjálfum sér. Samkvæmt frétt New York Times er ekki búið að bera kennsl á manninn og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Lögreglan er að störfum og er búist við frekari upplýsingum í dag. Hér má sjá stutt viðtal við mann sem var í vöruhúsin þegar árásin hófst. Witness to mass shooting at Indianapolis FedEx facility describes how he had just sat down to eat lunch with a coworker when the shots rang out. https://t.co/qKDnGcMFsB pic.twitter.com/lMZaHdSfBL— ABC News (@ABC) April 16, 2021 Gun Violence Archive, sem AP fréttaveitan vitnar í, segir 147 skotárásir, þar sem minnst fjórir verða fyrir skoti, hafa átt sér stað í Bandaríkjunum það sem af sé þessu ári. Meðal þeirra sem hafa verið mest áberandi var árásin í Atlanta í síðasta mánuði. Þá skaut ungur maður átta manns til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árás á þrjár mismunandi nuddstofur. Sjá einnig: Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Viku síðar ruddist þungvopnaður maður inn í stórmarkað í Boulder í Colorado og skaut tíu manns til bana. Þar á meðal lögregluþjón sem var fyrstur til að mæta á vettvang. Tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir. Sjá einnig: „Ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum“ Nokkrum dögum eftir það, í lok mars, skaut maður fjóra til bana og særði einn í skrifstofubyggingu í Kaliforníu. Meðal fórnarlamba hans var níu ára gamalt barn sem fannst í fangi móður sinnar. Hún var sú eina sem lifði árásina af. Sá var svo særður í skotbardaga við lögreglu. Hann þekkti fórnarlömb sín persónulega og hefur lögreglan sagt að viðskiptadeildur hafi leitt til árásarinnar. Sjá einnig: Barn meðal látinna í þriðju fjöldaskotárásinni á innan við mánuði Þá virðist sem að komiðo hafi verið í veg fyrir enn eina skotárás á flugvelli í San Antonio í Texas í gær. Árásarmaður var skotinn til bana eftir að hann hóf skothríð fyrir utan flugvöllinn. Maðurinn hafði keyrt gegn einstefnu í átt að flugstöð flugvallarins og tók lögregluþjónn á móti honum þar fyrir utan. Þegar lögregluþjónninn kallaði á manninn, hóf hann skothríð að lögregluþjóninum og öðrum. Maðurinn var skotinn til bana en einn borgari særðist og annar slasaðist við að flýja af vettvangi. ABC News sögðu frá því í gær að maðurinn hefði verið vopnaður .45 kalibera skammbyssu og hefði verið með mikið af skotfærum í fórum sínum. Lögreglan telur að mörgum lífum hafi verið bjargað.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. 16. apríl 2021 09:36 Leiddur fyrir dómara grunaður um skotárásina í Boulder Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í matvöruverslun í Boulder í Colorado-ríki í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í fyrsta sinn í dag. 25. mars 2021 23:17 Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. 16. apríl 2021 09:36
Leiddur fyrir dómara grunaður um skotárásina í Boulder Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í matvöruverslun í Boulder í Colorado-ríki í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í fyrsta sinn í dag. 25. mars 2021 23:17
Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent