Samhæfð sundfimi (e. synchronized swimming) Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 16. apríl 2021 07:02 Sveitarfélögin vinna saman á mörgum sviðum Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga margt sameiginlegt og vinna saman að mörgum verkefnum. Sumum finnst þau mættu vinna meira saman, jafnvel að einhverju öðru en þeim verkefnum sem eru skylduverkefni eins og t.d. sorphirðu og slökkviliði. Hagsmunir íbúanna Hagsmunir íbúanna eru nefnilega þeir að þau vinni saman að sem flestu, að ekki séu hindranir á milli þeirra, í þjónustu, aðgengi að afþreyingu eða samgöngum. Að þau vinni saman að virkum samgöngum eins og hjóla og göngustígum. Þetta þarf ekki að hafa neitt með það að gera að sveitarfélögin geti verið sjálfstæðar einingar í sumu, bara að þau teygi sig í átt til íbúanna með samvinnu í þjónustuþáttum sem skipta íbúana máli í daglegu lífi. Íþróttastarf er vettvangur sem sveitarfélögin eru sterk í og þau kosta flest umtalsverðum upphæðum til þess. Börn og ungmenni geta farið á milli sveitarfélaga og stundað æfingar hjá félagi í nágrannasveitarfélagi. Þetta finnst okkur flestum sjálfsagt. Svipað á víða við um tónlistar og listnám, og einnig um margskonar annað tómstundastarf. Samræmt sundkort Svona ætti þetta líka að vera þegar kemur að sundlaugunum. Væri ekki frábært ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu væru með samræmt sundkort. Afsláttarkort eins og þau eru flest með hvort eð er. Þetta gætu bæði verið fjölskyldukort og einstaklingskort. Íbúar gætu þá farið á milli lauga og kynnst lauginni í næsta byggðarlagi eða þar næsta. Án þess að það leiddi til verulegra útgjalda. Sundkort frá einum gilti alls staðar, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum öll að hreyfa okkur, og sundferð er ágætis leið fyrir fjölskyldur og vini til að gera eitthvað saman án umtalsverðs kostnaðar. Ég beini því hér með til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að drífa í þessu fyrir sumarið, í seinasta lagi fyrir haustið. Það væri sannarlega skemmtileg viðbót við annars ágætt samstarf þeirra á mörgum sviðum. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Sveitarstjórnarmál Sundlaugar Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin vinna saman á mörgum sviðum Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga margt sameiginlegt og vinna saman að mörgum verkefnum. Sumum finnst þau mættu vinna meira saman, jafnvel að einhverju öðru en þeim verkefnum sem eru skylduverkefni eins og t.d. sorphirðu og slökkviliði. Hagsmunir íbúanna Hagsmunir íbúanna eru nefnilega þeir að þau vinni saman að sem flestu, að ekki séu hindranir á milli þeirra, í þjónustu, aðgengi að afþreyingu eða samgöngum. Að þau vinni saman að virkum samgöngum eins og hjóla og göngustígum. Þetta þarf ekki að hafa neitt með það að gera að sveitarfélögin geti verið sjálfstæðar einingar í sumu, bara að þau teygi sig í átt til íbúanna með samvinnu í þjónustuþáttum sem skipta íbúana máli í daglegu lífi. Íþróttastarf er vettvangur sem sveitarfélögin eru sterk í og þau kosta flest umtalsverðum upphæðum til þess. Börn og ungmenni geta farið á milli sveitarfélaga og stundað æfingar hjá félagi í nágrannasveitarfélagi. Þetta finnst okkur flestum sjálfsagt. Svipað á víða við um tónlistar og listnám, og einnig um margskonar annað tómstundastarf. Samræmt sundkort Svona ætti þetta líka að vera þegar kemur að sundlaugunum. Væri ekki frábært ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu væru með samræmt sundkort. Afsláttarkort eins og þau eru flest með hvort eð er. Þetta gætu bæði verið fjölskyldukort og einstaklingskort. Íbúar gætu þá farið á milli lauga og kynnst lauginni í næsta byggðarlagi eða þar næsta. Án þess að það leiddi til verulegra útgjalda. Sundkort frá einum gilti alls staðar, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum öll að hreyfa okkur, og sundferð er ágætis leið fyrir fjölskyldur og vini til að gera eitthvað saman án umtalsverðs kostnaðar. Ég beini því hér með til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að drífa í þessu fyrir sumarið, í seinasta lagi fyrir haustið. Það væri sannarlega skemmtileg viðbót við annars ágætt samstarf þeirra á mörgum sviðum. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar