Snorri Steinn ósáttur: „Einhver undarlegasta ákvörðun sem ég hef séð HSÍ taka“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2021 14:05 Snorri Steinn Guðjónsson segir að fréttir dagsins hafi verið högg fyrir sig og leikmenn Vals. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, er mjög ósáttur og skilur hvorki upp né niður í leikjaáætlun Olís-deildar karla sem var gefin út í dag. Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi í dag og íslenskt íþróttafólk mátti þá byrja að æfa og keppa á ný eftir þriggja vikna hlé. Næsta sunnudag, 25. apríl, hefst Olís-deild karla á ný en aðeins með tveimur leikjum. Keppni fer ekki á fullt fyrr en eftir landsleikjahléið, sunnudaginn 9. maí eða eftir rúmar þrjár vikur þegar 16. umferð deildarinnar hefst. Gert er ráð fyrir því að keppni í Olís-deild karla ljúki 3. júní. Síðustu sjö umferðirnar í deildinni verða því leiknar á 25 dögum. „Mér finnst þetta vægast sagt ömurlegt,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi, aðspurður um nýju leikjaáætlunina sem var gefin út í dag. „Í mínum augum er algjörlega óskiljanlegt að mótið fari bara ekki af stað í næstu viku. Þetta er einhver undarlegasta ákvörðun sem ég hef séð HSÍ taka. Ég er virkilega vonsvikinn og fúll fyrir hönd allra leikmannanna. Ég get ekki ímyndað mér að það séu margir leikmenn sem vilji bíða í þrjá og hálfa viku til að spila loksins leik.“ Ekki upplitsdjarfir Að sögn Snorra Steins var hljóðið í leikmannahópi Vals þungt þegar hann greindi þeim frá því hvernig endasprettur tímabilsins yrði. „Ég er nýbúinn að tilkynna mínum leikmönnum að þetta verði svona og þeir voru ekki mjög upplitsdjarfir, vægt til orða tekið. Mér finnst þetta sorglegt og þetta eru undarleg vinnubrögð,“ sagði Snorri Steinn. Hann hefði helst kosið að byrja að spila strax í næstu viku. „Ég hefði klárlega viljað spila á fimmtudaginn og svo aftur á sunnudaginn. Það á að spila leiki á þessum árstíma og akkúrat núna ætti allt að vera undir. Mína menn þyrstir í að spila alvöru leiki. Eflaust eru einhver fræði á bak við þetta, varðandi meiðsli og annað slíkt, en þetta er ekkert úr hófi miðað við önnur tímabil,“ sagði Snorri Steinn. Set vinnubrögð HSÍ undir sama hatt og vinnubrögð EHF Þjálfarinn botnar lítið í því hvernig HSÍ vann þetta mál og komst að þessari niðurstöðu. „Þessar fréttir voru bara að koma en ég þarf allavega að endurhugsa þetta. Ég viðurkenni að ég reiknaði engan veginn með þessu og mér finnst þetta óstjórnlega skrítin ákvörðun,“ sagði Snorri Steinn. „Ég sá að framkvæmdastjóri HSÍ var að gagnrýna EHF fyrir undarleg vinnubrögð. Ég set þetta undir nákvæmlega sama hatt og þessi vinnubrögð hjá EHF.“ Valur er í 5. sæti Olís-deildarinnar. Fyrsti leikur liðsins eftir hléið er gegn Þór á Akureyri sunnudaginn 9. maí. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira
Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi í dag og íslenskt íþróttafólk mátti þá byrja að æfa og keppa á ný eftir þriggja vikna hlé. Næsta sunnudag, 25. apríl, hefst Olís-deild karla á ný en aðeins með tveimur leikjum. Keppni fer ekki á fullt fyrr en eftir landsleikjahléið, sunnudaginn 9. maí eða eftir rúmar þrjár vikur þegar 16. umferð deildarinnar hefst. Gert er ráð fyrir því að keppni í Olís-deild karla ljúki 3. júní. Síðustu sjö umferðirnar í deildinni verða því leiknar á 25 dögum. „Mér finnst þetta vægast sagt ömurlegt,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi, aðspurður um nýju leikjaáætlunina sem var gefin út í dag. „Í mínum augum er algjörlega óskiljanlegt að mótið fari bara ekki af stað í næstu viku. Þetta er einhver undarlegasta ákvörðun sem ég hef séð HSÍ taka. Ég er virkilega vonsvikinn og fúll fyrir hönd allra leikmannanna. Ég get ekki ímyndað mér að það séu margir leikmenn sem vilji bíða í þrjá og hálfa viku til að spila loksins leik.“ Ekki upplitsdjarfir Að sögn Snorra Steins var hljóðið í leikmannahópi Vals þungt þegar hann greindi þeim frá því hvernig endasprettur tímabilsins yrði. „Ég er nýbúinn að tilkynna mínum leikmönnum að þetta verði svona og þeir voru ekki mjög upplitsdjarfir, vægt til orða tekið. Mér finnst þetta sorglegt og þetta eru undarleg vinnubrögð,“ sagði Snorri Steinn. Hann hefði helst kosið að byrja að spila strax í næstu viku. „Ég hefði klárlega viljað spila á fimmtudaginn og svo aftur á sunnudaginn. Það á að spila leiki á þessum árstíma og akkúrat núna ætti allt að vera undir. Mína menn þyrstir í að spila alvöru leiki. Eflaust eru einhver fræði á bak við þetta, varðandi meiðsli og annað slíkt, en þetta er ekkert úr hófi miðað við önnur tímabil,“ sagði Snorri Steinn. Set vinnubrögð HSÍ undir sama hatt og vinnubrögð EHF Þjálfarinn botnar lítið í því hvernig HSÍ vann þetta mál og komst að þessari niðurstöðu. „Þessar fréttir voru bara að koma en ég þarf allavega að endurhugsa þetta. Ég viðurkenni að ég reiknaði engan veginn með þessu og mér finnst þetta óstjórnlega skrítin ákvörðun,“ sagði Snorri Steinn. „Ég sá að framkvæmdastjóri HSÍ var að gagnrýna EHF fyrir undarleg vinnubrögð. Ég set þetta undir nákvæmlega sama hatt og þessi vinnubrögð hjá EHF.“ Valur er í 5. sæti Olís-deildarinnar. Fyrsti leikur liðsins eftir hléið er gegn Þór á Akureyri sunnudaginn 9. maí. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira