Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2021 13:30 Joe Biden og Vladímír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands. Vísir/AP Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að tíu rússneskum erindrekum verður vikið úr landi og refsiaðgerðum beitt gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Þar að auki verður bandarískum bönkum meinað að taka þátt í ríkisskuldabréfaútboðum í rúblum. Tilefni aðgerðanna er að refsa ráðamönnum í Rússlandi fyrir tölvuárásir í Bandaríkjunum, afskipti af kosningum þar í landi, notkun efnavopna og meintar verðlaunagreiðslur til Talibana fyrir að fella bandaríska hermenn, samkvæmt frétt Washington Post. Þeim er einnig ætlað að senda skilaboð til Moskvu um að aðgerðir sem þessar verði ekki liðnar í framtíðinni. Bandaríkjamenn bendluðu einnig leyniþjónustu Rússlands við Solarwinds-tölvuárásina svokölluðu og er það í fyrsta sinn sem það er gert opinberlega. Sú árás beindist gegn minnst níu opinberum stofnunum og fjölda fyrirtækja. Umfang árásarinnar er enn ekki ljóst að fullu. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Hvíta húsinu að meðal þeirra tíu erindreka sem verið sé að vísa úr landi séu útsendarar leyniþjónusta Rússlands. Þetta er í annað sinn sem ríkisstjórn Bidens beitir Rússa refsiaðgerðum en það var síðast gert í síðasta mánuði gegn embættismönnum í innsta hrings Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, vegna taugaeitursárásarinnar á Alexei Navalní, andstæðing Pútíns. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Sagður hafa í hyggju að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum Bandaríkjastjórn er sögð ætla að grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum vegna meintra afskipta af bandarísku forsetakosningunum og fjölda tölvuárása á bandarísk fyrirtæki og stofnanir. 15. apríl 2021 07:33 Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. 13. apríl 2021 16:02 Telja að gagnrýnandi Pútín hafi verið kyrktur Nikolai Glushkov, rússneskur athafnamaður og gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, er talinn hafa verið kyrktur í London í mars árið 2018. Að mati dánardómstjóra í Bretlandi eru vísbendingar um að morðingi Glushkov hafi reynt að láta dauða hans líta út fyrir að hafa verið sjálfsvíg. 10. apríl 2021 08:08 Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. 31. mars 2021 17:43 Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25 Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Tilefni aðgerðanna er að refsa ráðamönnum í Rússlandi fyrir tölvuárásir í Bandaríkjunum, afskipti af kosningum þar í landi, notkun efnavopna og meintar verðlaunagreiðslur til Talibana fyrir að fella bandaríska hermenn, samkvæmt frétt Washington Post. Þeim er einnig ætlað að senda skilaboð til Moskvu um að aðgerðir sem þessar verði ekki liðnar í framtíðinni. Bandaríkjamenn bendluðu einnig leyniþjónustu Rússlands við Solarwinds-tölvuárásina svokölluðu og er það í fyrsta sinn sem það er gert opinberlega. Sú árás beindist gegn minnst níu opinberum stofnunum og fjölda fyrirtækja. Umfang árásarinnar er enn ekki ljóst að fullu. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Hvíta húsinu að meðal þeirra tíu erindreka sem verið sé að vísa úr landi séu útsendarar leyniþjónusta Rússlands. Þetta er í annað sinn sem ríkisstjórn Bidens beitir Rússa refsiaðgerðum en það var síðast gert í síðasta mánuði gegn embættismönnum í innsta hrings Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, vegna taugaeitursárásarinnar á Alexei Navalní, andstæðing Pútíns.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Sagður hafa í hyggju að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum Bandaríkjastjórn er sögð ætla að grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum vegna meintra afskipta af bandarísku forsetakosningunum og fjölda tölvuárása á bandarísk fyrirtæki og stofnanir. 15. apríl 2021 07:33 Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. 13. apríl 2021 16:02 Telja að gagnrýnandi Pútín hafi verið kyrktur Nikolai Glushkov, rússneskur athafnamaður og gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, er talinn hafa verið kyrktur í London í mars árið 2018. Að mati dánardómstjóra í Bretlandi eru vísbendingar um að morðingi Glushkov hafi reynt að láta dauða hans líta út fyrir að hafa verið sjálfsvíg. 10. apríl 2021 08:08 Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. 31. mars 2021 17:43 Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25 Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Sagður hafa í hyggju að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum Bandaríkjastjórn er sögð ætla að grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum vegna meintra afskipta af bandarísku forsetakosningunum og fjölda tölvuárása á bandarísk fyrirtæki og stofnanir. 15. apríl 2021 07:33
Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. 13. apríl 2021 16:02
Telja að gagnrýnandi Pútín hafi verið kyrktur Nikolai Glushkov, rússneskur athafnamaður og gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, er talinn hafa verið kyrktur í London í mars árið 2018. Að mati dánardómstjóra í Bretlandi eru vísbendingar um að morðingi Glushkov hafi reynt að láta dauða hans líta út fyrir að hafa verið sjálfsvíg. 10. apríl 2021 08:08
Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. 31. mars 2021 17:43
Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25
Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38