Geðheilbrigðisþjónusta er lífsspursmál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2021 07:30 Mér þykir vænt um stjórnmál. Ánægjan felst meðal annars í samstarfi við gott fólk í öllum flokkum. Sjá hugsjónir og hluti raungerast sem barist hefur verið fyrir. En ekki síður vegna samtalsins við alls konar einstaklinga þvert yfir samfélagið um margvíslegar langanir, óskir, þarfir. Hin mikilvæga tenging við raunveruleika fólks. Stundum líður mér þó eins og að stjórnmálin gætu verið skilvirkari og betur stillt inn á þarfir einstaklinganna sjálfra og samfélagsins. Þegar að lýðræðislega verkefnið okkar er mjög skýrt – að láta hlutina ganga upp, fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Að sátt sé um leikreglurnar og tækifærin tryggð. Mig langar að taka eitt dæmi. Um árabil hefur ákallið um bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu verið hávært. Enda löngu orðið tímabært að líta á geðheilbrigði sem jafn mikilvægan þátt í lýðheilsu þjóðar eins og líkamlegt heilbrigði. Árið 2018 lagði ég fram frumvarp sem átti í mínum huga að svara þessu kalli. Frumvarpið gekk út á að niðurgreiða ætti sálfræðiþjónustu á sálfræðistofum líkt og tíðkast í mörgum öðrum geirum heilbrigðiskerfisins. Með því væri hægt að tryggja valfrelsi, létta á biðlistum og gera fólki kleift að leita sér hjálpar, án þess að það kosti hundruð þúsunda. Klínískar meðferðir virka – og því ætti það að liggja í augum uppi hversu góð fjárfesting það er af hálfu stjórnvalda að fjárfesta í líðan og virkni þjóðar. Skilaboðin voru skýr Fulltrúar úr öllum flokkum á Alþingi voru sammála um að málið væri gott og tímabært. Og voru meðflutningsmenn á málinu. Í umræðum um málið kepptust þingmenn við að lýsa skoðun sinni og yfir mikilvægi málsins. Frumvarpið dagaði samt sem áður uppi í nefnd í tvígang. Í júní í fyrra tókst okkur að koma því í gegnum nefndarstarfið, með herkjum. Var frumvarpið síðan samþykkt einróma á Alþingi. Einróma. Í því fólst ákveðin fegurð og framsýni í senn. Allir þingmenn vildu að sálfræðiþjónusta og önnur klínísk meðferðarúrræði yrðu aðgengilegri og niðurgreidd. Í meirihluta og minnihluta. Frekar skýr skilaboð um vilja löggjafans ekki satt?Fáeinum mánuðum síðar var svo komið að því að afgreiða fjárlög ársins 2021. Við höfðum þrýst verulega á að nægilegt fjármagn yrði tryggt í málaflokkinn svo að hægt væri að hefjast handa strax að tryggja þjónustuna. En fljótlega fór að renna upp fyrir okkur að ríkisstjórnin hafði lítinn áhuga á því að setja fjármagn í málið. Ráðherrar bentu hver á annan og vörðust fimlega öllum fyrirspurnum um málið. Þegar þrýstingurinn var orðinn pólitískt óþægilegur eyrnamerkti heilbrigðisráðherra brotabrot af þeirri upphæð sem nauðsynleg var málinu til að þagga niður í umræðunni. Ef ekki núna – hvenær? Ég hef fengið fjölda fyrirspurna um afdrif málsins. Hvers vegna ríkisstjórnin samþykkti að lögfesta þjónustuna en neitar að greiða fyrir hana, hvers vegna þetta sé ekki enn farið af stað. Ég hef því miður ekki mörg svör. Enda sit ég í minnihluta og málið úr mínum höndum. En eitt er víst. Að meira en heilt ár af samkomutakmörkunum, ótta, álagi, óvissu, erfiðleikum á vinnumarkaði, brostnum vonum og glötuðum tækifærum hefur afleiðingar. Ekki aðeins fjárhagslega, heldur einnig andlega og félagslega. Það er í raun skylda stjórnvalda að tryggja að tryggt öryggisnet sé til staðar til að grípa þá einstaklinga sem þurfa hjálp. Um allan heim aukast áhyggjur af því að andleg líðan fólks fari verulega versnandi á COVID- tímum. Meðal annars þess vegna er mikilvægt að sýna fyrirhyggju og tryggja greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu. Ungir og tekjulágir einstaklingar eru í sérstökum áhættuhópi. Væri ekki tilvalið að tryggja fjármögnun málsins og greiða þannig fyrir aðgengi fólks að mikilvægum úrræðum, einmitt á þessum tímum? Það getur reynst afar dýrkeypt fyrir samfélagið okkar að gera ekki neitt. Því miður duga þau góðu úrræði sem boðið er upp á heilsugæslunum og Landspítalanum skammt. Og svo er auðvitað líka ójafnt skipt eftir landshlutum. Biðlistar hrannast upp og eftirspurnin eftir þjónustunni er gríðarleg. Líkt og biðlistar séu að verða helsta einkennismerki þessarar ríkisstjórnar. Skortur á aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er lífshættulegur. Það segir tölfræðin okkur og reynslan. En þannig þarf það ekki að vera. Þjóðin á betra skilið en ríkisstjórn sem þorði ekki pólitískt að hafna góðu frumvarpi í þingsal. En ætlar sér svo ekki að klára málið. Enda ekki „þeirra mál“. Frekar var pólitískur sýndarveruleiki settur upp, fáum til framdráttar. Allra síst þeim fjölda einstaklinga sem nú bíða eftir að úrræðið verði virkjað til þess að geta leitað sér hjálpar. Viðreisn mun halda áfram að þrýsta á fjármögnun málsins og halda því á lofti. Þangað til það tekst. Því get ég lofað. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Geðheilbrigði Viðreisn Alþingi Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Mér þykir vænt um stjórnmál. Ánægjan felst meðal annars í samstarfi við gott fólk í öllum flokkum. Sjá hugsjónir og hluti raungerast sem barist hefur verið fyrir. En ekki síður vegna samtalsins við alls konar einstaklinga þvert yfir samfélagið um margvíslegar langanir, óskir, þarfir. Hin mikilvæga tenging við raunveruleika fólks. Stundum líður mér þó eins og að stjórnmálin gætu verið skilvirkari og betur stillt inn á þarfir einstaklinganna sjálfra og samfélagsins. Þegar að lýðræðislega verkefnið okkar er mjög skýrt – að láta hlutina ganga upp, fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Að sátt sé um leikreglurnar og tækifærin tryggð. Mig langar að taka eitt dæmi. Um árabil hefur ákallið um bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu verið hávært. Enda löngu orðið tímabært að líta á geðheilbrigði sem jafn mikilvægan þátt í lýðheilsu þjóðar eins og líkamlegt heilbrigði. Árið 2018 lagði ég fram frumvarp sem átti í mínum huga að svara þessu kalli. Frumvarpið gekk út á að niðurgreiða ætti sálfræðiþjónustu á sálfræðistofum líkt og tíðkast í mörgum öðrum geirum heilbrigðiskerfisins. Með því væri hægt að tryggja valfrelsi, létta á biðlistum og gera fólki kleift að leita sér hjálpar, án þess að það kosti hundruð þúsunda. Klínískar meðferðir virka – og því ætti það að liggja í augum uppi hversu góð fjárfesting það er af hálfu stjórnvalda að fjárfesta í líðan og virkni þjóðar. Skilaboðin voru skýr Fulltrúar úr öllum flokkum á Alþingi voru sammála um að málið væri gott og tímabært. Og voru meðflutningsmenn á málinu. Í umræðum um málið kepptust þingmenn við að lýsa skoðun sinni og yfir mikilvægi málsins. Frumvarpið dagaði samt sem áður uppi í nefnd í tvígang. Í júní í fyrra tókst okkur að koma því í gegnum nefndarstarfið, með herkjum. Var frumvarpið síðan samþykkt einróma á Alþingi. Einróma. Í því fólst ákveðin fegurð og framsýni í senn. Allir þingmenn vildu að sálfræðiþjónusta og önnur klínísk meðferðarúrræði yrðu aðgengilegri og niðurgreidd. Í meirihluta og minnihluta. Frekar skýr skilaboð um vilja löggjafans ekki satt?Fáeinum mánuðum síðar var svo komið að því að afgreiða fjárlög ársins 2021. Við höfðum þrýst verulega á að nægilegt fjármagn yrði tryggt í málaflokkinn svo að hægt væri að hefjast handa strax að tryggja þjónustuna. En fljótlega fór að renna upp fyrir okkur að ríkisstjórnin hafði lítinn áhuga á því að setja fjármagn í málið. Ráðherrar bentu hver á annan og vörðust fimlega öllum fyrirspurnum um málið. Þegar þrýstingurinn var orðinn pólitískt óþægilegur eyrnamerkti heilbrigðisráðherra brotabrot af þeirri upphæð sem nauðsynleg var málinu til að þagga niður í umræðunni. Ef ekki núna – hvenær? Ég hef fengið fjölda fyrirspurna um afdrif málsins. Hvers vegna ríkisstjórnin samþykkti að lögfesta þjónustuna en neitar að greiða fyrir hana, hvers vegna þetta sé ekki enn farið af stað. Ég hef því miður ekki mörg svör. Enda sit ég í minnihluta og málið úr mínum höndum. En eitt er víst. Að meira en heilt ár af samkomutakmörkunum, ótta, álagi, óvissu, erfiðleikum á vinnumarkaði, brostnum vonum og glötuðum tækifærum hefur afleiðingar. Ekki aðeins fjárhagslega, heldur einnig andlega og félagslega. Það er í raun skylda stjórnvalda að tryggja að tryggt öryggisnet sé til staðar til að grípa þá einstaklinga sem þurfa hjálp. Um allan heim aukast áhyggjur af því að andleg líðan fólks fari verulega versnandi á COVID- tímum. Meðal annars þess vegna er mikilvægt að sýna fyrirhyggju og tryggja greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu. Ungir og tekjulágir einstaklingar eru í sérstökum áhættuhópi. Væri ekki tilvalið að tryggja fjármögnun málsins og greiða þannig fyrir aðgengi fólks að mikilvægum úrræðum, einmitt á þessum tímum? Það getur reynst afar dýrkeypt fyrir samfélagið okkar að gera ekki neitt. Því miður duga þau góðu úrræði sem boðið er upp á heilsugæslunum og Landspítalanum skammt. Og svo er auðvitað líka ójafnt skipt eftir landshlutum. Biðlistar hrannast upp og eftirspurnin eftir þjónustunni er gríðarleg. Líkt og biðlistar séu að verða helsta einkennismerki þessarar ríkisstjórnar. Skortur á aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er lífshættulegur. Það segir tölfræðin okkur og reynslan. En þannig þarf það ekki að vera. Þjóðin á betra skilið en ríkisstjórn sem þorði ekki pólitískt að hafna góðu frumvarpi í þingsal. En ætlar sér svo ekki að klára málið. Enda ekki „þeirra mál“. Frekar var pólitískur sýndarveruleiki settur upp, fáum til framdráttar. Allra síst þeim fjölda einstaklinga sem nú bíða eftir að úrræðið verði virkjað til þess að geta leitað sér hjálpar. Viðreisn mun halda áfram að þrýsta á fjármögnun málsins og halda því á lofti. Þangað til það tekst. Því get ég lofað. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar