Tara Margrét svarar Evert: „Algengasta réttlætingin fyrir fitufordómum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2021 21:55 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu bregst við ummælum Everts Víglundssonar einkaþjálfara. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu, segir Evert Víglundsson einkaþjálfara sekan um að halda á lofti „algengustu réttlætingunni fyrir fitufordómum í nútíma samfélagi.“ Evert var gestur í hlaðvarpsþættinum 24/7 sem Vísir fjallaði um í morgun þar sem hann sagðist ekki skammist sín fyrir að vera með fitufordóma „af því að það verður að segja að fita er hættuleg.“ Tara Margrét bregst við þessum ummælum Everts í grein sem birtist hér á Vísi fyrr í kvöld. „Um er að ræða eina algengustu réttlætinguna fyrir fitufordómum í nútíma samfélagi. Eftir því sem samfélaginu hefur verið settar skorður varðandi niðurlægingu og smánun feits fólks á grundvelli holdafars þess hefur smánun á grundvelli heilsufars tekið við sem samfélagslega samþykktari tegund fitufordóma,“ skrifar Tara Margrét. Hún segir orðræðu Everts ekki vera nýja af nálinni en hún byggi á röksemdafærslu sem oft sé haldið á lofti um að það sé lífshættulegt að vera feitur og að samfélagið hafi skyldu til að vinna markvist gegn offitu og það látið hljóma eins og gert sé af umhyggju fyrir heilsufari þeirra sem glími við offitu. „Þetta hljómar við fyrstu sýn rökrétt og meira að segja skynsamlegt. Enda er um að ræða ríkjandi hugmyndafræði innan samfélagsins og heilbrigðiskerfisins í baráttunni gegn offitu sl. áratugi. Gallinn við þessa hugmyndafræði er að við vitum að við getum ekki dæmt um heilsufar eða heilsuvenjur einstaklinga út frá holdafari þeirra,“ skrifar Tara, en grein hennar í heild sinni má lesa hér. Þar vísar Tara meðal annars í nýja skýrslu frá Kvenna- og jafnréttisnefnd breska þingsins og fleiri skýrslur um heilsufar og heilbrigðisþjónustu. „Úlfarnir í sauðargærunni verða alltaf til þó þeim fari vonandi fækkandi með tímanum. Það er þó huggun harmi gegn að sumir þeirra kíkja undan gærunni og leyfa okkur að sjá sitt rétt andlit. Það gerir okkur auðveldara fyrir að skilja þá og meinta umhyggjusemi þeirra eftir röngu megin við söguna,“ skrifar Tara Margrét að lokum. Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Úlfarnir og skaðlega umhyggjan Formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar ummælum Evert Víglundssonar einkaþjálfara þar sem hann gekkst við því að vera með fitufordóma á þeim grundvelli að honum sé annt um heilsu feits fólks. 14. apríl 2021 20:30 „Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Evert var gestur í hlaðvarpsþættinum 24/7 sem Vísir fjallaði um í morgun þar sem hann sagðist ekki skammist sín fyrir að vera með fitufordóma „af því að það verður að segja að fita er hættuleg.“ Tara Margrét bregst við þessum ummælum Everts í grein sem birtist hér á Vísi fyrr í kvöld. „Um er að ræða eina algengustu réttlætinguna fyrir fitufordómum í nútíma samfélagi. Eftir því sem samfélaginu hefur verið settar skorður varðandi niðurlægingu og smánun feits fólks á grundvelli holdafars þess hefur smánun á grundvelli heilsufars tekið við sem samfélagslega samþykktari tegund fitufordóma,“ skrifar Tara Margrét. Hún segir orðræðu Everts ekki vera nýja af nálinni en hún byggi á röksemdafærslu sem oft sé haldið á lofti um að það sé lífshættulegt að vera feitur og að samfélagið hafi skyldu til að vinna markvist gegn offitu og það látið hljóma eins og gert sé af umhyggju fyrir heilsufari þeirra sem glími við offitu. „Þetta hljómar við fyrstu sýn rökrétt og meira að segja skynsamlegt. Enda er um að ræða ríkjandi hugmyndafræði innan samfélagsins og heilbrigðiskerfisins í baráttunni gegn offitu sl. áratugi. Gallinn við þessa hugmyndafræði er að við vitum að við getum ekki dæmt um heilsufar eða heilsuvenjur einstaklinga út frá holdafari þeirra,“ skrifar Tara, en grein hennar í heild sinni má lesa hér. Þar vísar Tara meðal annars í nýja skýrslu frá Kvenna- og jafnréttisnefnd breska þingsins og fleiri skýrslur um heilsufar og heilbrigðisþjónustu. „Úlfarnir í sauðargærunni verða alltaf til þó þeim fari vonandi fækkandi með tímanum. Það er þó huggun harmi gegn að sumir þeirra kíkja undan gærunni og leyfa okkur að sjá sitt rétt andlit. Það gerir okkur auðveldara fyrir að skilja þá og meinta umhyggjusemi þeirra eftir röngu megin við söguna,“ skrifar Tara Margrét að lokum.
Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Úlfarnir og skaðlega umhyggjan Formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar ummælum Evert Víglundssonar einkaþjálfara þar sem hann gekkst við því að vera með fitufordóma á þeim grundvelli að honum sé annt um heilsu feits fólks. 14. apríl 2021 20:30 „Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Úlfarnir og skaðlega umhyggjan Formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar ummælum Evert Víglundssonar einkaþjálfara þar sem hann gekkst við því að vera með fitufordóma á þeim grundvelli að honum sé annt um heilsu feits fólks. 14. apríl 2021 20:30
„Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00