Bann við þungunarrofi vegna Downs fær að standa Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 13:09 Samtök sem framkvæma þungunarrof eins og Planned Parenthood létu reyna á lögmæti bannsins í Ohio fyrir dómstólum. AP/RIck Bowmer Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að lög sem leggja bann við þungunarrofi þegar fóstur greinist með Downs-heilkenni í Ohio megi standa. Annar áfrýjunardómstóll hafði áður fellt sambærileg lög í Arkansas úr gildi og er líklegt að bannið komi nú til kasta íhaldssams Hæstaréttar Bandaríkjanna. Lögin í Ohio voru sett árið 2017 en samtök sem framkvæma þungunarrof í ríkinu létu reyna á lögmæti þeirra fyrir dómstólum. Læknar geta verið sviptir lækningaleyfi og verið dæmdir í allt að átján mánaða fangelsi geri þeir þungunarrof hjá konum ef Downs-greining á fóstri átti einhvern þátt í ákvörðun þeirra um þungunarrof. Umdæmisdómstóll taldi lögin þrengja að rétti sumra kvenna til þungunarrofs áður en fóstur er orðið lífvænlegt með ólögmætum hætti. Alríkisáfrýjunardómstóll í Cincinnati sneri þeim úrskurði við. Töldu níu dómara af sextán að lögin hindruðu konur ekki í að komast í þungunarrof að verulegu leyti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði sex dómara við réttinn sem hefur tekið skarpa hægri beygju undanfarin ár. Dómarinn sem skrifaði meirihlutaálitið sagði að lögin tryggðu hagsmuni Ohio-ríkis að uppræta smánun barna með Downs-heilkenni og hvetja lækna til þess að bregðast við greiningu með „umhyggju og heilun“. Sjö dómarar sem vildu ógilda lögin bentu á að afleiðing bannsins yrði sú að læknar og þungaðar konur hættu að ræða ástæðu þess að þær veldu að gangast undir þungunarrof. Sökuðu þeir meirihlutann um að sýna dómafordæmi hæstaréttar um að konur hafi rétt til þungunarrofs fyrirlitningu. Dómsmálaráðherra Arkansas óskaði eftir því að Hæstiréttur Bandaríkjanna tæki upp lögmæti sambærilegra laga sem voru samþykkt þar en áfrýjunardómstóll felldi úr gildi í janúar. Hæstiréttur er nú skipaður öruggum meirihluta íhaldssamra dómara. Repúblikanar og íhaldssamir aðgerðasinnar vinna nú að því að koma málum sem varða rétt kvenna til þungunarrofs fyrir dómstólinn í þeirri von að íhaldssömu dómararnir snúi við dómafordæminu sem hefur verið kennt við Roe gegn Wade. Bandaríkin Þungunarrof Downs-heilkenni Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Lögin í Ohio voru sett árið 2017 en samtök sem framkvæma þungunarrof í ríkinu létu reyna á lögmæti þeirra fyrir dómstólum. Læknar geta verið sviptir lækningaleyfi og verið dæmdir í allt að átján mánaða fangelsi geri þeir þungunarrof hjá konum ef Downs-greining á fóstri átti einhvern þátt í ákvörðun þeirra um þungunarrof. Umdæmisdómstóll taldi lögin þrengja að rétti sumra kvenna til þungunarrofs áður en fóstur er orðið lífvænlegt með ólögmætum hætti. Alríkisáfrýjunardómstóll í Cincinnati sneri þeim úrskurði við. Töldu níu dómara af sextán að lögin hindruðu konur ekki í að komast í þungunarrof að verulegu leyti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði sex dómara við réttinn sem hefur tekið skarpa hægri beygju undanfarin ár. Dómarinn sem skrifaði meirihlutaálitið sagði að lögin tryggðu hagsmuni Ohio-ríkis að uppræta smánun barna með Downs-heilkenni og hvetja lækna til þess að bregðast við greiningu með „umhyggju og heilun“. Sjö dómarar sem vildu ógilda lögin bentu á að afleiðing bannsins yrði sú að læknar og þungaðar konur hættu að ræða ástæðu þess að þær veldu að gangast undir þungunarrof. Sökuðu þeir meirihlutann um að sýna dómafordæmi hæstaréttar um að konur hafi rétt til þungunarrofs fyrirlitningu. Dómsmálaráðherra Arkansas óskaði eftir því að Hæstiréttur Bandaríkjanna tæki upp lögmæti sambærilegra laga sem voru samþykkt þar en áfrýjunardómstóll felldi úr gildi í janúar. Hæstiréttur er nú skipaður öruggum meirihluta íhaldssamra dómara. Repúblikanar og íhaldssamir aðgerðasinnar vinna nú að því að koma málum sem varða rétt kvenna til þungunarrofs fyrir dómstólinn í þeirri von að íhaldssömu dómararnir snúi við dómafordæminu sem hefur verið kennt við Roe gegn Wade.
Bandaríkin Þungunarrof Downs-heilkenni Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira