Þingkona í ræktinni hjá systur sinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2021 21:56 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var gagnrýnd fyrir ferð í ræktina. Vísir/Vilhelm Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er gagnrýnin á Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins. Sú síðarnefnda fór í líkamsræktarstöð systur sinnar í dag en líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar síðan fyrir páska. Ásta birti færslu á Twitter í kvöld. Þar má sjá skjáskot af Facebook-færslu sem Silja Dögg birti, með mynd af sér í ræktinni. Af texta færslunnar má ráða að Silja sé mætt í líkamsrækt með systur sinni, sem er eigandi Orkustöðvarinnar í Reykjanesbæ. „Þingmaður ríkisstjórnarflokks notar tengsl sín til þess að gera það sem almenningi er bannað. Montar sig á FB í þokkabót. Kunnuglegt stef og afleiðingarnar verða engar frekar en fyrri daginn,“ skrifar Ásta Guðrún og spyr hvort ríkisstjórnin sé „alveg klofin í þrennt.“ Þingmaður ríkisstjórnarflokks notar tengsl sín til þess að gera það sem almenningi er bannað. Montar sig á FB í þokkabót. Kunnuglegt stef og afleiðingarnar verða engar frekar en fyrri daginn.Er þessi ríkisstjórn alveg klofin í þrennt? https://t.co/jHPlfKo8uG pic.twitter.com/jZy4zM6f3u— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) April 12, 2021 Silja Dögg fær fín viðbrögð á Facebook-færsluna og hefur fengið hrós fyrir framtakið í athugasemdum við hana. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er meðal þeirra sem setja „like“ við færsluna. Segist einfaldlega heppin með systur Í samtali við Vísi segist Silja Dögg ekki hafa komist í líkamsrækt vegna tengsla sinna sem þingmaður. Hún sé einfaldlega svo heppin að systir hennar eigi líkamsræktarstöð, sem hún hafi boðið henni að koma með í. „Það er ekkert merkilegra en það,“ segir Silja Dögg og segir gagnrýnina hafa verið viðbúna. „Þetta er ekki opin stöð. Hún er lokuð og það er enginn að fara þarna nema ég og systir mín. Hún er ekki að opna þarna fyrir vini og vandamenn.“ Silja Dögg segist þó skilja gagnrýnina. Hún átti sig á því að marga langi eflaust í ræktina og búi ekki svo vel að eiga systur sem eigi líkamsræktarstöð. „Ég er bara mjög heppin að hún bauð mér með sér, en stöðin er lokuð og verður það þangað til annað er leyft,“ segir Silja Dögg. Hún kveðst ekki hafa beðið systur sína um að taka sig með í ræktina. Hún ítrekar þá að aðgangur hennar að stöðinni hafi ekki haft neitt að gera með stöðu hennar sem þingmaður. Hún hefði farið með henni hvort sem hún væri á þingi. „Ég er ekki með einhver sambönd sem þingmaður. Ég mæti ekki upp í Sporthús og segi: „Já þingmaðurinn er mættur, viljið þið opna fyrir mér.““ Líkamsræktarstöðvar Framsóknarflokkurinn Alþingi Samkomubann á Íslandi Reykjanesbær Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Ásta birti færslu á Twitter í kvöld. Þar má sjá skjáskot af Facebook-færslu sem Silja Dögg birti, með mynd af sér í ræktinni. Af texta færslunnar má ráða að Silja sé mætt í líkamsrækt með systur sinni, sem er eigandi Orkustöðvarinnar í Reykjanesbæ. „Þingmaður ríkisstjórnarflokks notar tengsl sín til þess að gera það sem almenningi er bannað. Montar sig á FB í þokkabót. Kunnuglegt stef og afleiðingarnar verða engar frekar en fyrri daginn,“ skrifar Ásta Guðrún og spyr hvort ríkisstjórnin sé „alveg klofin í þrennt.“ Þingmaður ríkisstjórnarflokks notar tengsl sín til þess að gera það sem almenningi er bannað. Montar sig á FB í þokkabót. Kunnuglegt stef og afleiðingarnar verða engar frekar en fyrri daginn.Er þessi ríkisstjórn alveg klofin í þrennt? https://t.co/jHPlfKo8uG pic.twitter.com/jZy4zM6f3u— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) April 12, 2021 Silja Dögg fær fín viðbrögð á Facebook-færsluna og hefur fengið hrós fyrir framtakið í athugasemdum við hana. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er meðal þeirra sem setja „like“ við færsluna. Segist einfaldlega heppin með systur Í samtali við Vísi segist Silja Dögg ekki hafa komist í líkamsrækt vegna tengsla sinna sem þingmaður. Hún sé einfaldlega svo heppin að systir hennar eigi líkamsræktarstöð, sem hún hafi boðið henni að koma með í. „Það er ekkert merkilegra en það,“ segir Silja Dögg og segir gagnrýnina hafa verið viðbúna. „Þetta er ekki opin stöð. Hún er lokuð og það er enginn að fara þarna nema ég og systir mín. Hún er ekki að opna þarna fyrir vini og vandamenn.“ Silja Dögg segist þó skilja gagnrýnina. Hún átti sig á því að marga langi eflaust í ræktina og búi ekki svo vel að eiga systur sem eigi líkamsræktarstöð. „Ég er bara mjög heppin að hún bauð mér með sér, en stöðin er lokuð og verður það þangað til annað er leyft,“ segir Silja Dögg. Hún kveðst ekki hafa beðið systur sína um að taka sig með í ræktina. Hún ítrekar þá að aðgangur hennar að stöðinni hafi ekki haft neitt að gera með stöðu hennar sem þingmaður. Hún hefði farið með henni hvort sem hún væri á þingi. „Ég er ekki með einhver sambönd sem þingmaður. Ég mæti ekki upp í Sporthús og segi: „Já þingmaðurinn er mættur, viljið þið opna fyrir mér.““
Líkamsræktarstöðvar Framsóknarflokkurinn Alþingi Samkomubann á Íslandi Reykjanesbær Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði