Hólmfríður leiðir VG í Suðurkjördæmi Eiður Þór Árnason skrifar 12. apríl 2021 18:54 Hólmfríður tilkynnti um framboð sitt í nóvember síðastliðnum. Aðsend Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Greint er frá þessu á vef flokksins. Rafrænt forval fór fram 10. til 12. apríl og var valið í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar í Suðurkjördæmi. Athygli vekur að þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé, sem sóttist einnig eftir fyrsta sæti, lenti í því fjórða en hann er nú á þingi fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Verða að teljast litlar líkur á því að varaformaður þingflokksins komist aftur inn á þing miðað við skoðanakannanir síðustu missera ef niðurstaðan stendur óhögguð. Flokkurinn er í dag með einn þingmann úr Suðurkjördæmi. Þá tókst Róberti Marshall, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, ekki að koma sér í efstu fimm sætin en hann hafði sömuleiðis sóst eftir því að leiða listann í Suðurkjördæmi. Hólmfríður tekur við sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem sóttist ekki eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi: 1. sæti Hólmfríður Árnadóttir með 165 atkvæði 2. sæti Heiða Guðný Ásgeirsdóttir með 188 atkvæði í 1.- 2. sæti 3. sæti Sigrún Birna Steinarsdóttir með 210 atkvæði í 1.- 3. sæti 4. sæti Kolbeinn Óttarsson Proppé með 176 atkvæði 1.- 4. sæti 5. sæti Helga Tryggvadóttir með 264 atkvæði 1. – 5. sæti Átta voru í framboði, á kjörskrá voru 671 og atkvæði greiddu 456. Kosningaþátttaka var því 68 prósent. Auðir seðlar voru 6 og ógildir voru enginn. Kjörstjórn leggur fram lista með 20 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar. Leggur áherslu á jafnrétti, jöfnuð og fjölmenningu Hólmfríður hefur verið virk í starfi flokksins undanfarin ár og er formaður svæðisfélags Vinstri grænna á Suðurnesjum. „Í gegnum störf mín í stjórnmálum tel ég skipta miklu máli að áherslur VG fái stóraukið vægi í því fjölbreytta, gjöfula umhverfi og náttúru sem Suðurlandið er. Þá skiptir miklu að íbúi af fjölmennasta og fjölbreyttasta svæði kjördæmisins leiði listann með jafnrétti, jöfnuð, lýðræði, sjálfbærni, fjölmenningu og réttlæti að leiðarljósi,“ sagði Hólmfríður í Facebook-færslu þegar hún tilkynnti framboð sitt í nóvember. Þá sagðist hún ætla að leggja áherslu á velferð barna og fjölskyldna. „Hér á Suðurnesjum þurfum við að leggja ríka áherslu á að efla heilbrigðisþjónustu við íbúa. Þá þarf einnig að horfa til fjölbreyttari atvinnumöguleika og samfélags þar sem vel er stutt við fjölmenningu og menntun í öllu kjördæminu með umhverfi, mannlíf og verndun náttúrunnar efst í huga.“ Alþingiskosningar verða haldnar þann 25. september næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hólmfríður sækist eftir þingsæti Ara Trausta Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þannig hyggst Hólmfríður sækjast eftir sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem hefur gefið það út að hann hyggist ekki sækjast eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. 28. nóvember 2020 14:16 Einlægur Kolbeinn tjáir sig um prófkjörsugg Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna birtir einlægan pistil um komandi prófkjörsslag og segist hreinlega ekki nenna að láta sem hann hafi ekki áhrif á sig andlega. 8. apríl 2021 09:56 Í leyfi frá störfum fyrir ríkisstjórnina vegna framboðs fyrir VG Róbert Marshall er kominn í launalaust leyfi frá störfum sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna framboðs hans í forvali Vinstri grænna í suðurkjördæmi. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins þar. 9. mars 2021 11:00 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Greint er frá þessu á vef flokksins. Rafrænt forval fór fram 10. til 12. apríl og var valið í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar í Suðurkjördæmi. Athygli vekur að þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé, sem sóttist einnig eftir fyrsta sæti, lenti í því fjórða en hann er nú á þingi fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Verða að teljast litlar líkur á því að varaformaður þingflokksins komist aftur inn á þing miðað við skoðanakannanir síðustu missera ef niðurstaðan stendur óhögguð. Flokkurinn er í dag með einn þingmann úr Suðurkjördæmi. Þá tókst Róberti Marshall, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, ekki að koma sér í efstu fimm sætin en hann hafði sömuleiðis sóst eftir því að leiða listann í Suðurkjördæmi. Hólmfríður tekur við sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem sóttist ekki eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi: 1. sæti Hólmfríður Árnadóttir með 165 atkvæði 2. sæti Heiða Guðný Ásgeirsdóttir með 188 atkvæði í 1.- 2. sæti 3. sæti Sigrún Birna Steinarsdóttir með 210 atkvæði í 1.- 3. sæti 4. sæti Kolbeinn Óttarsson Proppé með 176 atkvæði 1.- 4. sæti 5. sæti Helga Tryggvadóttir með 264 atkvæði 1. – 5. sæti Átta voru í framboði, á kjörskrá voru 671 og atkvæði greiddu 456. Kosningaþátttaka var því 68 prósent. Auðir seðlar voru 6 og ógildir voru enginn. Kjörstjórn leggur fram lista með 20 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar. Leggur áherslu á jafnrétti, jöfnuð og fjölmenningu Hólmfríður hefur verið virk í starfi flokksins undanfarin ár og er formaður svæðisfélags Vinstri grænna á Suðurnesjum. „Í gegnum störf mín í stjórnmálum tel ég skipta miklu máli að áherslur VG fái stóraukið vægi í því fjölbreytta, gjöfula umhverfi og náttúru sem Suðurlandið er. Þá skiptir miklu að íbúi af fjölmennasta og fjölbreyttasta svæði kjördæmisins leiði listann með jafnrétti, jöfnuð, lýðræði, sjálfbærni, fjölmenningu og réttlæti að leiðarljósi,“ sagði Hólmfríður í Facebook-færslu þegar hún tilkynnti framboð sitt í nóvember. Þá sagðist hún ætla að leggja áherslu á velferð barna og fjölskyldna. „Hér á Suðurnesjum þurfum við að leggja ríka áherslu á að efla heilbrigðisþjónustu við íbúa. Þá þarf einnig að horfa til fjölbreyttari atvinnumöguleika og samfélags þar sem vel er stutt við fjölmenningu og menntun í öllu kjördæminu með umhverfi, mannlíf og verndun náttúrunnar efst í huga.“ Alþingiskosningar verða haldnar þann 25. september næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hólmfríður sækist eftir þingsæti Ara Trausta Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þannig hyggst Hólmfríður sækjast eftir sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem hefur gefið það út að hann hyggist ekki sækjast eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. 28. nóvember 2020 14:16 Einlægur Kolbeinn tjáir sig um prófkjörsugg Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna birtir einlægan pistil um komandi prófkjörsslag og segist hreinlega ekki nenna að láta sem hann hafi ekki áhrif á sig andlega. 8. apríl 2021 09:56 Í leyfi frá störfum fyrir ríkisstjórnina vegna framboðs fyrir VG Róbert Marshall er kominn í launalaust leyfi frá störfum sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna framboðs hans í forvali Vinstri grænna í suðurkjördæmi. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins þar. 9. mars 2021 11:00 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Hólmfríður sækist eftir þingsæti Ara Trausta Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þannig hyggst Hólmfríður sækjast eftir sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem hefur gefið það út að hann hyggist ekki sækjast eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. 28. nóvember 2020 14:16
Einlægur Kolbeinn tjáir sig um prófkjörsugg Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna birtir einlægan pistil um komandi prófkjörsslag og segist hreinlega ekki nenna að láta sem hann hafi ekki áhrif á sig andlega. 8. apríl 2021 09:56
Í leyfi frá störfum fyrir ríkisstjórnina vegna framboðs fyrir VG Róbert Marshall er kominn í launalaust leyfi frá störfum sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna framboðs hans í forvali Vinstri grænna í suðurkjördæmi. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins þar. 9. mars 2021 11:00
Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05