Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. apríl 2021 10:37 María segist aðeins fara fram á að einingaverðið verði leiðrétt til að mæta kjarasamningsbundnum launahækkunum. Vísir/Vilhelm Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. Meðal þeirra sem misstu starfið voru stjórnendur, heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem starfaði við ræstingar; fólk í öllum störfum, eins og María orðar það. Hún segir einingaverðið sem fjármálaráðuneytið ákvarðaði 8. febrúar síðastliðnum ekki ná að dekka kjarasamningsbundnar launahækkanir, eins og það á að gera. „Og við sáum bara fram á að við værum að fara í bullandi tap,“ segir María. „Við erum að tala um að það vanti þrjú til fjögur prósent upp á einingaverðið, sem þýðir þrjú til fjögurhundruð milljónir fyrir öll Hrafnistuheimilin árið 2021.“ Einingaverðið er notað til að reikna út grunnhjúkrunargjald, sem María segir nú vera 38 þúsund á sólahring. Gætu þurft að draga úr þjónustu Þetta grunnhjúkrunargjald er of lágt, segir María, sem setti sig í samband við heilbrigðisráðuneytið áður en gripið var til uppsagna. Þar var hins vegar fátt um svör. Hún krefst þess að einingaverðið verði leiðrétt. María segir stefna í tap þrátt fyrir uppsagnirnar en sér hún fram á frekari aðgerðir? „Við sjáum ekki hvernig við eigum að gera það þar sem við teljum okkur vera komin inn að beini miðað við þá þjónustu sem við eigum að veita. Og við þurfum að vernda okkar íbúa og okkar starfsmenn,“ segir hún. Þannig stefni raunar í það að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu. „Það er að segja að við séum þá ekki að taka við mögulega eins þungum einstaklingum; einstaklingum sem þurfa gríðarlega mikla hjúkrun. Við þurfum einhvern veginn að vinna á móti þessum aðgerðum stjórnvalda.“ María segist ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili séu í sömu sporum. Hrafnista búi í raun vel að hafa verið réttu megin við núllið rekstrarlega og það sé ekki síst að þakka stærðarhagkvæmni. Í síðustu viku skilaði fjármálaráðuneytið útreikningum einingaverðsins til heilbrigðisráðuneytisins. Þaðan fara þeir til Sjúkratrygginga. Í kjölfarið segist María vonast til að hreyfing komist á málið. Heilbrigðismál Eldri borgarar Bítið Hjúkrunarheimili Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Meðal þeirra sem misstu starfið voru stjórnendur, heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem starfaði við ræstingar; fólk í öllum störfum, eins og María orðar það. Hún segir einingaverðið sem fjármálaráðuneytið ákvarðaði 8. febrúar síðastliðnum ekki ná að dekka kjarasamningsbundnar launahækkanir, eins og það á að gera. „Og við sáum bara fram á að við værum að fara í bullandi tap,“ segir María. „Við erum að tala um að það vanti þrjú til fjögur prósent upp á einingaverðið, sem þýðir þrjú til fjögurhundruð milljónir fyrir öll Hrafnistuheimilin árið 2021.“ Einingaverðið er notað til að reikna út grunnhjúkrunargjald, sem María segir nú vera 38 þúsund á sólahring. Gætu þurft að draga úr þjónustu Þetta grunnhjúkrunargjald er of lágt, segir María, sem setti sig í samband við heilbrigðisráðuneytið áður en gripið var til uppsagna. Þar var hins vegar fátt um svör. Hún krefst þess að einingaverðið verði leiðrétt. María segir stefna í tap þrátt fyrir uppsagnirnar en sér hún fram á frekari aðgerðir? „Við sjáum ekki hvernig við eigum að gera það þar sem við teljum okkur vera komin inn að beini miðað við þá þjónustu sem við eigum að veita. Og við þurfum að vernda okkar íbúa og okkar starfsmenn,“ segir hún. Þannig stefni raunar í það að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu. „Það er að segja að við séum þá ekki að taka við mögulega eins þungum einstaklingum; einstaklingum sem þurfa gríðarlega mikla hjúkrun. Við þurfum einhvern veginn að vinna á móti þessum aðgerðum stjórnvalda.“ María segist ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili séu í sömu sporum. Hrafnista búi í raun vel að hafa verið réttu megin við núllið rekstrarlega og það sé ekki síst að þakka stærðarhagkvæmni. Í síðustu viku skilaði fjármálaráðuneytið útreikningum einingaverðsins til heilbrigðisráðuneytisins. Þaðan fara þeir til Sjúkratrygginga. Í kjölfarið segist María vonast til að hreyfing komist á málið.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Bítið Hjúkrunarheimili Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira