Njála dómsgagn í nágrannadeilu Snorri Másson skrifar 10. apríl 2021 14:00 Hinn friðaði Bergþórshvoll og hjáleigan Káragerði standa við vesturbakka Affallsins, þar sem deilt hefur verið um hvort Káragerði eigi hlutdeild í veiðiréttindum. Svæðið er vitaskuld sögulega hlaðið og ekki þarf að grúska lengi í íslenskum fornbókmenntum til að finna fræg dæmi um nágrannerjur sem enduðu illa á Bergþórshvoli. Það var hjá þeim Njálu og Bergþóru en nú er öldin önnur. Mats Wibe Lund Landeigendur á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum unnu mál fyrir Landsrétti á dögunum, þar sem nágrannar þeirra á bænum Káragerði höfðu stefnt þeim vegna þess að þeir töldu sig eiga tilkall til hlunninda á sameiginlegu landi jarðanna tveggja. Þeir eiga það ekki, var niðurstaðan á tveimur dómstigum. Þegar Bergþórshvoll er nefndur ætti það að hringja bjöllum hjá þeim sem fylgdust með í menntaskóla, enda helsti vettvangur atburða í Brennu-Njálssögu. Og stefnendur í málinu núna létu ekki hjá líða að vísa til þeirrar sögulegu staðreyndar, eins og fyrst var vakin athygli á í Morgunblaðinu í gær. „Bergþórshvols er fyrst getið í Brennu-Njálssögu sem talin er skrifuð á síðari hluta 13. aldar,“ er haft eftir landeigendum í Káragerði í dómnum. Áfram er vísað í eldri íslenskri bókmenntir þegar sagt er að hjáleigunnar Káragerðis sé fyrst getið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem lokið var á árunum 1712 til 1714. Aldrei er að vita nema það hefði styrkt mál stefnendanna ef Káragerði hefði verið nefnd í Njálssögu sjálfri, en þar er Káragrófar aðeins getið, nefnilega í samhengi við flótta Kára Sölmundarsonar úr brennunni á Bergþórshvoli. Grágás og Jónsbók koma við sögu Trúlega er Káragerði kennd við sama Kára en nafnsins er hvergi getið fyrr en á átjándu öld. Þar var bæjarins þó aðeins getið sem hjáleigu af Bergþórshvoli og ekkert vikið að hlunnindum sem ættu að fylgja hjáleigunni. Ekki er gert ráð fyrir að slík hlunnindi fylgi jörðinni nema þess sé sérstaklega getið. Dómurinn féll sem segir landeigendum á Bergþórshvoli í hag, sem þýðir að Káragerðisbændur fá ekki hluta af ágóða sem hlýst af veiðiréttindum eða malartöku í Affallinu, á sem rennur á svæðinu. Miklar nágrannaerjur höfðu fyrir staðið yfir um langt skeið, eins og fjallað er um í frétt DV frá 2019. Aðilum málsins nægði ekki að blanda miðaldaritinu Njálu inn í málflutning sinn, heldur er einnig vísað til Landabrigðisþáttar Grágásar og Landleigubálks Jónsbókar, en reytur úr þeim lagabálkum mun enn að finna í gildandi íslenskri löggjöf. Dómsmál Dómstólar Bókmenntir Rangárþing eystra Nágrannadeilur Íslensk fræði Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Þegar Bergþórshvoll er nefndur ætti það að hringja bjöllum hjá þeim sem fylgdust með í menntaskóla, enda helsti vettvangur atburða í Brennu-Njálssögu. Og stefnendur í málinu núna létu ekki hjá líða að vísa til þeirrar sögulegu staðreyndar, eins og fyrst var vakin athygli á í Morgunblaðinu í gær. „Bergþórshvols er fyrst getið í Brennu-Njálssögu sem talin er skrifuð á síðari hluta 13. aldar,“ er haft eftir landeigendum í Káragerði í dómnum. Áfram er vísað í eldri íslenskri bókmenntir þegar sagt er að hjáleigunnar Káragerðis sé fyrst getið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem lokið var á árunum 1712 til 1714. Aldrei er að vita nema það hefði styrkt mál stefnendanna ef Káragerði hefði verið nefnd í Njálssögu sjálfri, en þar er Káragrófar aðeins getið, nefnilega í samhengi við flótta Kára Sölmundarsonar úr brennunni á Bergþórshvoli. Grágás og Jónsbók koma við sögu Trúlega er Káragerði kennd við sama Kára en nafnsins er hvergi getið fyrr en á átjándu öld. Þar var bæjarins þó aðeins getið sem hjáleigu af Bergþórshvoli og ekkert vikið að hlunnindum sem ættu að fylgja hjáleigunni. Ekki er gert ráð fyrir að slík hlunnindi fylgi jörðinni nema þess sé sérstaklega getið. Dómurinn féll sem segir landeigendum á Bergþórshvoli í hag, sem þýðir að Káragerðisbændur fá ekki hluta af ágóða sem hlýst af veiðiréttindum eða malartöku í Affallinu, á sem rennur á svæðinu. Miklar nágrannaerjur höfðu fyrir staðið yfir um langt skeið, eins og fjallað er um í frétt DV frá 2019. Aðilum málsins nægði ekki að blanda miðaldaritinu Njálu inn í málflutning sinn, heldur er einnig vísað til Landabrigðisþáttar Grágásar og Landleigubálks Jónsbókar, en reytur úr þeim lagabálkum mun enn að finna í gildandi íslenskri löggjöf.
Dómsmál Dómstólar Bókmenntir Rangárþing eystra Nágrannadeilur Íslensk fræði Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira