Fjórir af milljón gætu fengið blóðtappa: Missti bróður sinn en hvetur fólk samt til að þiggja bólusetningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. apríl 2021 06:50 „Ef við fáum öll bóluefnið gætu einhver okkar fengið blóðtappa en gögnin benda til þess að færri muni deyja.“ Systir manns sem lést eftir að hafa fengið sjaldgæfan blóðtappa í heila í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca, segir hann hafa verið ótrúlega óheppinn og hvetur fólk til að þiggja bólusetningu. Lögmaðurinn Neil Astles, 59 ára, fékk fyrri skammtinn af bóluefninu frá AstraZeneca 17. mars síðastliðinn en lést á páskadag eftir tíu daga af síversnandi höfuðverkjum og versnandi sjón. Systir hans, Dr. Alison Astles, sem starfar við University of Huddersfield, sagði í samtali við Daily Telegraph að Neil hefði verið „ótrúlega óheppinn“ og hvatti fólk til að þiggja bóluefnið frá AstraZeneca því þannig myndu færri deyja. Dr. Astles sagði í samtali við Radio 4 að læknar á spítalanum þar sem bróðir hennar lést væru 99,9 prósent vissir um að veikindi hans tengdust bólusetningunni, þrátt fyrir að endanlegar niðurstöður lægju ekki fyrir. Hún sagði að sem lyfjafræðingur vissi hún hins vegar að líkurnar á því að deyja af völdum bóluefnisins væru örlitlar. Samkvæmt nýjustu tölum bresku lyfjastofnunarinnar (MHRA) höfðu 79 tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca borist 31. mars síðastliðinn og þar af höfðu nítján látist. Sama dag höfðu 20,2 milljón skammtar af bóluefninu verið gefnir á Bretlandseyjum, sem þýðir að um það bil fjórir af milljón eiga á hættu að fá blóðtappa. „Tilfinningalega erum við algjörlega öskureið. Við þjáumst. En það er ekkert til að vera reiður yfir. Bróðir minn var bara ótrúlega óheppinn,“ segir Dr. Astles. „Ef við fáum öll bóluefnið gætu einhver okkar fengið blóðtappa en gögnin benda til þess að færri muni deyja. Við treystum ferlinu, við treystum eftirlitsaðilanum, og þrátt fyrir það sem hefur hent fjölskylduna okkar viljum við ekki að fólk hræðist. Það eru skilaboðin sem við viljum senda.“ Guardian greindi frá. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Lögmaðurinn Neil Astles, 59 ára, fékk fyrri skammtinn af bóluefninu frá AstraZeneca 17. mars síðastliðinn en lést á páskadag eftir tíu daga af síversnandi höfuðverkjum og versnandi sjón. Systir hans, Dr. Alison Astles, sem starfar við University of Huddersfield, sagði í samtali við Daily Telegraph að Neil hefði verið „ótrúlega óheppinn“ og hvatti fólk til að þiggja bóluefnið frá AstraZeneca því þannig myndu færri deyja. Dr. Astles sagði í samtali við Radio 4 að læknar á spítalanum þar sem bróðir hennar lést væru 99,9 prósent vissir um að veikindi hans tengdust bólusetningunni, þrátt fyrir að endanlegar niðurstöður lægju ekki fyrir. Hún sagði að sem lyfjafræðingur vissi hún hins vegar að líkurnar á því að deyja af völdum bóluefnisins væru örlitlar. Samkvæmt nýjustu tölum bresku lyfjastofnunarinnar (MHRA) höfðu 79 tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca borist 31. mars síðastliðinn og þar af höfðu nítján látist. Sama dag höfðu 20,2 milljón skammtar af bóluefninu verið gefnir á Bretlandseyjum, sem þýðir að um það bil fjórir af milljón eiga á hættu að fá blóðtappa. „Tilfinningalega erum við algjörlega öskureið. Við þjáumst. En það er ekkert til að vera reiður yfir. Bróðir minn var bara ótrúlega óheppinn,“ segir Dr. Astles. „Ef við fáum öll bóluefnið gætu einhver okkar fengið blóðtappa en gögnin benda til þess að færri muni deyja. Við treystum ferlinu, við treystum eftirlitsaðilanum, og þrátt fyrir það sem hefur hent fjölskylduna okkar viljum við ekki að fólk hræðist. Það eru skilaboðin sem við viljum senda.“ Guardian greindi frá.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira