Halldóra vill ekki taka við gögnum um sóttvarnaaðgerðir með trúnaðarskyldu Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2021 11:19 Halldóra Mogensen segir að ekki hafi verið búið að reyna vægari úrræði áður en reglugerð var sett sem skyldaði alla sem koma til landsins á sóttvarnahótel. Vísir/Vilhelm Fulltrúi Pírata í velferðarnefnd segir stjórnvöld hafa gengið of langt með reglugerð sem skyldaði alla til dvalar á sóttvarnahóteli eftir komuna til landsins. Hún hefur óskað eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðarinnar en ráðuneytið vill að trúnaður ríki um hluta gagnanna. Halldóra Mogensen, fulltrúi Pírata í velferðarnefnd, óskaði eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu eftir að heilbrigðisráðherra mætti fyrir nefndina á þriðjudag, varðandi undirbúning reglugerðar um sóttvarnahótel sem héraðsdómur dæmdi síðan ólöglega. Svör bárust frá heilbrigðisráðuneytinu í gær sem rædd voru á fundi velferðarnefndar í morgun. „Ég bað um til dæmis öll málsgögn sem varðar undirbúning og setningu reglugerðar um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri og upplýsingar um öll skráð samskipti, formlega og óformleg innan ráðuneytisins, og upplýsingar um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um setningu reglugerðarinnar sem var til umræðu á ríkisstjórnarfundi þann 30. mars,“ segir Halldóra. Fleiri tóku undir Fleiri nefndarmenn hafi tekið munnlega undir þessa formlegu beiðni hennar. Í svari ráðuneytisins hafi komið fram að trúnaður ríkti um hluta upplýsinganna og þau væri hægt að afhenda nefndinni til skoðunar með þeim fyrirvara. „Þar er um að ræða minnisblað frá heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnar og sameiginlegt minnisblað þriggja ráðherra til ríkisstjórnarinnar. Svo er líka minnisblað frá skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu til forsætisráðherra þar sem lagt er mat á lögmæti fyrirhugaðra aðgerða á landamærum,“ segir Halldóra. Vill ekki láta múlbinda sig Halldóra segist ekki vilja láta múlbinda sig eftir móttöku gagna og telur að innihald þessarra minnisblaða eigi full erindi bæði við almenning og nefndarfólk til að meta stöðuna. Ráðuneytið gæti skyggt hluta sem eðlilega yrði að ríkja trúnaður um. Því hafi hún óskað eftir því eftir nefndarfund í morgun að ráðuneytið endurskoðaði þessa afstöðu sína. Nokkuð mikil sátt hefur ríkt um sóttvarnaaðgerðir undanfarið ár. Halldóra segir afstöðu hennar nú í þessu máli ekki ráðast af því að kosningar verði í haust. Hún hafi áhyggjur af því að verið sé að ganga of langt með aðgerðum og meðalhófs sé ekki gætt, eins og þegar skylda átti alla sem koma til landsins í sóttkví á sóttvarnahóteli. Reyna hefði átt vægari úrræði fyrst. „Það þarf að tryggja það til dæmis að efla eftirlitið. Að hafa handahófkennt eftirlit með fólki og hafa mjög sterk viðurlög. Það er að segja að skikka fólk á sóttkvíarhótel ef það brýtur sóttkví eða hækka sektir allverulega. Þetta er ekki búið að fullreyna, að athuga hvort það hafi bara hreinlega sömu niðurstöðu, ef ekki betri, heldur en að skikka alla á sóttkvíarhótel strax,“ segir Halldóra Mogensen. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Halldóra Mogensen, fulltrúi Pírata í velferðarnefnd, óskaði eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu eftir að heilbrigðisráðherra mætti fyrir nefndina á þriðjudag, varðandi undirbúning reglugerðar um sóttvarnahótel sem héraðsdómur dæmdi síðan ólöglega. Svör bárust frá heilbrigðisráðuneytinu í gær sem rædd voru á fundi velferðarnefndar í morgun. „Ég bað um til dæmis öll málsgögn sem varðar undirbúning og setningu reglugerðar um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri og upplýsingar um öll skráð samskipti, formlega og óformleg innan ráðuneytisins, og upplýsingar um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um setningu reglugerðarinnar sem var til umræðu á ríkisstjórnarfundi þann 30. mars,“ segir Halldóra. Fleiri tóku undir Fleiri nefndarmenn hafi tekið munnlega undir þessa formlegu beiðni hennar. Í svari ráðuneytisins hafi komið fram að trúnaður ríkti um hluta upplýsinganna og þau væri hægt að afhenda nefndinni til skoðunar með þeim fyrirvara. „Þar er um að ræða minnisblað frá heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnar og sameiginlegt minnisblað þriggja ráðherra til ríkisstjórnarinnar. Svo er líka minnisblað frá skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu til forsætisráðherra þar sem lagt er mat á lögmæti fyrirhugaðra aðgerða á landamærum,“ segir Halldóra. Vill ekki láta múlbinda sig Halldóra segist ekki vilja láta múlbinda sig eftir móttöku gagna og telur að innihald þessarra minnisblaða eigi full erindi bæði við almenning og nefndarfólk til að meta stöðuna. Ráðuneytið gæti skyggt hluta sem eðlilega yrði að ríkja trúnaður um. Því hafi hún óskað eftir því eftir nefndarfund í morgun að ráðuneytið endurskoðaði þessa afstöðu sína. Nokkuð mikil sátt hefur ríkt um sóttvarnaaðgerðir undanfarið ár. Halldóra segir afstöðu hennar nú í þessu máli ekki ráðast af því að kosningar verði í haust. Hún hafi áhyggjur af því að verið sé að ganga of langt með aðgerðum og meðalhófs sé ekki gætt, eins og þegar skylda átti alla sem koma til landsins í sóttkví á sóttvarnahóteli. Reyna hefði átt vægari úrræði fyrst. „Það þarf að tryggja það til dæmis að efla eftirlitið. Að hafa handahófkennt eftirlit með fólki og hafa mjög sterk viðurlög. Það er að segja að skikka fólk á sóttkvíarhótel ef það brýtur sóttkví eða hækka sektir allverulega. Þetta er ekki búið að fullreyna, að athuga hvort það hafi bara hreinlega sömu niðurstöðu, ef ekki betri, heldur en að skikka alla á sóttkvíarhótel strax,“ segir Halldóra Mogensen.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira