Gætu tengst ferðalang sem mögulega smitaðist aftur á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. apríl 2021 11:35 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Hópur á Suðurlandi greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Smitin tengjast hugsanlega landamærasmiti, þar sem mögulegt er að einstaklingur með mótefni hafi smitast aftur af veirunni eftir komuna hingað til lands. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær, þar af sex utan sóttkvíar. Af þessum sex voru fimm á Suðurlandi en einn á höfuðborgarsvæðinu. „Í þessu er hópur á Suðurlandi þar sem smit kom upp hjá fimm einstaklingum og það tengist hugsanlega landamærasmiti. Þurfum að vinna það betur bæði í raðgreiningu og í rakningu,“ segir Þórólfur. Með vottorð um fyrri sýkingu Þórólfur segir að smitin megi hugsanlega rekja til einstaklings sem kom til landsins áður en núverandi fyrirkomulag sýnatöku á landamærum tók gildi. Hann hafi verið með vottorð um fyrri sýkingu erlendis. „Og það er mögulegt að viðkomandi hafi annað hvort komið með veiruna með sér eða smitast hér eftir heimkomuna til Íslands. Erum að skoða það og raðgreiningin mun hjálpa okkur með það.“ Hefur hann þá smitast aftur með mótefni? „Það er möguleiki að hann hafi smitast aftur. Viðkomandi er með mótefni en það liggur ekki fyrir á þessari stundu,“ segir Þórólfur. Ekki liggur fyrir hvort margir þurfi að fara í sóttkví vegna þessa en Þórólfur telur að það verði örugglega einhverjir. „Þetta segir bara að veiran er í samfélaginu og hópsmit stór eða lítil í umfangi geta skotið upp kollinum og geta breiðst út og orðið af stærri bylgju. Þess vegna þurfum við að taka þetta mjög alvarlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ellefu greindust innanlands og sex utan sóttkvíar Ellefu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. 7. apríl 2021 10:58 Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins. 6. apríl 2021 17:25 Sennilega sitja þær Katrín og Áslaug Arna með Svandísi í súpunni Dómurinn var afdráttarlaus: Ekki má halda fólki í sóttkví á sóttvarnahóteli ef það á í önnur hús að venda. Samkvæmt heimildum Vísis hyggjast Píratar kalla eftir gögnum sem lágu til grundvallar þegar málið var afgreitt á ríkisstjórnarfundi. 6. apríl 2021 11:30 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Fleiri fréttir Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Sjá meira
Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær, þar af sex utan sóttkvíar. Af þessum sex voru fimm á Suðurlandi en einn á höfuðborgarsvæðinu. „Í þessu er hópur á Suðurlandi þar sem smit kom upp hjá fimm einstaklingum og það tengist hugsanlega landamærasmiti. Þurfum að vinna það betur bæði í raðgreiningu og í rakningu,“ segir Þórólfur. Með vottorð um fyrri sýkingu Þórólfur segir að smitin megi hugsanlega rekja til einstaklings sem kom til landsins áður en núverandi fyrirkomulag sýnatöku á landamærum tók gildi. Hann hafi verið með vottorð um fyrri sýkingu erlendis. „Og það er mögulegt að viðkomandi hafi annað hvort komið með veiruna með sér eða smitast hér eftir heimkomuna til Íslands. Erum að skoða það og raðgreiningin mun hjálpa okkur með það.“ Hefur hann þá smitast aftur með mótefni? „Það er möguleiki að hann hafi smitast aftur. Viðkomandi er með mótefni en það liggur ekki fyrir á þessari stundu,“ segir Þórólfur. Ekki liggur fyrir hvort margir þurfi að fara í sóttkví vegna þessa en Þórólfur telur að það verði örugglega einhverjir. „Þetta segir bara að veiran er í samfélaginu og hópsmit stór eða lítil í umfangi geta skotið upp kollinum og geta breiðst út og orðið af stærri bylgju. Þess vegna þurfum við að taka þetta mjög alvarlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ellefu greindust innanlands og sex utan sóttkvíar Ellefu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. 7. apríl 2021 10:58 Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins. 6. apríl 2021 17:25 Sennilega sitja þær Katrín og Áslaug Arna með Svandísi í súpunni Dómurinn var afdráttarlaus: Ekki má halda fólki í sóttkví á sóttvarnahóteli ef það á í önnur hús að venda. Samkvæmt heimildum Vísis hyggjast Píratar kalla eftir gögnum sem lágu til grundvallar þegar málið var afgreitt á ríkisstjórnarfundi. 6. apríl 2021 11:30 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Fleiri fréttir Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Sjá meira
Ellefu greindust innanlands og sex utan sóttkvíar Ellefu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. 7. apríl 2021 10:58
Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins. 6. apríl 2021 17:25
Sennilega sitja þær Katrín og Áslaug Arna með Svandísi í súpunni Dómurinn var afdráttarlaus: Ekki má halda fólki í sóttkví á sóttvarnahóteli ef það á í önnur hús að venda. Samkvæmt heimildum Vísis hyggjast Píratar kalla eftir gögnum sem lágu til grundvallar þegar málið var afgreitt á ríkisstjórnarfundi. 6. apríl 2021 11:30